Áramót - 01.03.1909, Síða 171
:75
Þá lagði séra Fr. Hallgrímsson fram þessa tillögu til
þingsályktunar: • : • •", '•»• : > • r.
“Vér, sem höfum setið á þessu kirkjuþingi, vöttúm hér
með Fyrsta lúterska söínuði í Vv'innipeg þakklæti fyrir þá
rnikiu gestrisni, sem oss hefir verið sýnd, og vér biðjum
drottin að blessa þenna söfnuð og prest hans og'stjórna svo
með anda sínum öllu safnaðarstarfinu, að það megi verða
bæði söfnuðinum sjálfum og kirkjufélaginu til mikillar
blessunar og heilögu nafni hans til dýrðar.”
Tillagan var samþykt í einu hljóði með því að fundar-
menn stóðu á fætur.
Forseti Fyrsta lút. safnaðar tilkynti, að þeim söfnuði
væri ánægja að hafa kirkjuþingið hjá sér næsta ár, sam
kvæmt því sem samþykt var í gær.
Pálmi Hjálmarsson benti á það, að heppilegt væri að
milliþinganefndir kæmu saman á þingstað degi fyrir kirkju-
þing hvert. til þess að búa nefndarálit undir þingið.
Samkvæmt tillögu frá Fr. Friðrikssyni greiddi þingið
forseta þakklætisatkvreði fvrir góða fundarstjórn, með því
að allir stóðu á fætur.
Séra Fr. Hallgrímsson mintist þeirra bræðra, sem
gengu af þingi næsta dag á undan, og kvaðst ekki skilja
burtgöngu þeirra þannig, að söfnuðirnir sem þeir væru er-
indsrekar fyrir slitu sambandi við kirkjufélagið, heldur að
eins svo, að erindsrekarnir sjálfir hefði ekki, eins og á stóð,
treyst sér til að taka frekari þátt í störfum þessa þings.
Hann bar svo í því sambandi fram þessa tillögu til þings-
ályktunar:
“Kirkjuþingið lætur í ljós þá ósk sína, að þeir tímar
megi sem fyrst renna upp, að allur kristnilýður Vestur-
íslendinga geti staðið saman sem einn maður í baráttunni
fyrir evangeliskum lúterskum kristindómi.”
Samþykt í einu hljóði.
Fundarbók þessa fundar var svo lesin og samþykt.
Carl J. Olson, forseti hinna sameinuðu bandalaga, bauð