Aldamót - 01.01.1898, Qupperneq 39
39
bók eru stýluð til? Hvað er nú orðið af kirkjunum, sem
með gnæfandi turnum bentu fólkinu til himins?
Hvað er nú orðið af hinni gömlu og nafnfrægu höf-
uðborg íóníu við fljótið Kaystros. — Efesus —, þar sem
Páll hafði prédikað og grátið um þriggja ára tfma,
Akvílas og Priskilla þjónað söfnuði drottins, Tímóteus
barist gegn ævintýrum og endalausum ættartölum,
Jóhannes, hinn heilagi guðfræðingur, flutti kærleikans
kenningu með eld af himni í orðum sínum, unz bein hans
hnigu í jörðu um leið og sól hinnar fyrstu aldar seig í
æginn? Arið 1307 er hún lögð í eyði af trvltum og hlóð-
þyrstum herskörum Múhameðstrúarmanna. Nú stend-
ur á þeim stöðvum aumt og fátæklegt þorp, sem Ajasolulc
heitir, og kemur fróðum mönnurn saman um, að það sé
dregið af hinu gríska auknefni Jóhannesar guðspjalla-
manns: hagios þeologos. Sé það svo, munu það vera
nokkurnveginn einu leifarnar af kristindóminum, sem
þar eru eftir. það má svo heita, að nöfn þessara frægu
borga, þar sem heimsmenningin eitt sinn hafði reist sín
göfugustu musteri, séu afmáð úr sögunni, kirkjurnar
kristnu fyrir löngu lirundar til grunna. Nú þylurfólk-
ið á þessum stöðum í „kótaninum" í stað þess að lesa
guðspjallið dýrmæta, er sá lærisveinn, sem Jesús elskaði,
skráði. það nefnir nafn Alla, en ekki nafn Jesú Krists
og myrkur grimmustu örlagatrúar hvílir yfír sálum
þess.
Hvernig líður horginni, sem Konstantínus keísari
hinn mikli bygði við Bosporus og gjörði að höfuðborg
rómverska ríkisins, eftir að hann hafði með lögum á-
kveðið, að kristindómurinn skyldi vera hin opinberu
trúarhrögð? Hvað er orðið af Sofíukirkjunni, þar sem
Jóhannes Krysostomos (gullmunnur), ef til vill hinn
mælskasti maður, setn nokkru sinni hefur talað frá