Aldamót - 01.01.1898, Page 66
það eru elski aurarnir einir, sem fram eru lagðir. þa5
er minst varið í þann höfuðstól. En það eru mennirnir,
sem leggja líf sitt í sölurnar fyrir málefni drottins, fara
inn á hin dimmu svæði og eyða lífi sínu og kröftum þar
í myrkrinu til að geta gefið öðrum ljós og gjört hin
dimmu svæðin hjört. Engir menn gefa sig hugsjóninni
eins á vahl og þeir. það þarf að vera lifandi kristindóm-
ur hjá þeirri þjóð, sem fætt getur slíka menn at' sér.
þjóð með hMfdauðan kristindóm hefur engan mátt í sér
til þess. En hún hættir um leið að hafa máttinn til að
fæða af sér nokkra mikla menn til nokkurra afreks-
verka, — menn með hreina lund og sterkan vilja, sem
fúsir leggja líf og krafta í sölur fyrir velferð þjóðar
sinnar. Ekki þarf eins mikið þreklyndi til neins og að
vera kristniboði. En þegar til eru menn hjá einhverri
þjóð, sem sýDa það þreklyndi, verður dæmi þeirra her-
hvöt til annarra. Hver kristniboði kallar á ótal menn
af sinni þjóð til að sýna eins mikinn áhuga og sjáífsaf-
neitun í öhum velferðarmálum þjóðarinnar. En aðal-
atriðið er þó þetta : Kristniboðið heldur trúarlífi þjóðanna
vakandi. Reynslan sýnist hvervetna vera þessi: Kristni-
bðosTaus þjóð er um leið þjóð með kaldan, hrörnandi
kristindóm. þjóðirnar hafa í kristilegu tilliti risið upp
frá dauðum og endurfæðst tii nýs lífs um leið og þær
fóru að legsjja hug á kristniboðið. Eitt af sjálfsögðum
meðulum til að vekja trúarlíf einhverrar þjóðar af dvala
er að kenna henni að taka þátt í kristniboðinu, bæði inn
á við og út á við.
Vel kristin þjóð er um leið kristniboðsþjóð. það er
ekki langt frá, að kristniboðið sé oss íslendingum
hneyksli. Er nokkur kristin þjóð til, sem engan þátt
tekur í kristniboðinu, nema vér íslendingar ?