Aldamót - 01.01.1898, Page 83
S3
huldi andlit sitt og þagði, eftir uð hafa hert sig upp og
rejmt aS taka undir. Hann varS ekki minni maður (
áliti voru, þó dálítill óstyrkur væri á honum, og tveir
eða þrír gamlir menn, sem höfðu grunað prestinn um
sjálfbirgingsskap, gáfu honum hjörtu sín, þegar honum
tipaðist í faðir-vori og hann gleymdi tveimur bænunum.
En vér vissum, að það var enginn óstyrkur, sem kom
honum til að þagna í tíu sekúndur, þegar hann hafði
beðið fyrir ekkjum og munaðarleysingjum, og í þögn-
inni, sem þannig féll á, var andi drottins yfir oss. Æskan
var bonum meðmæli, af því hann var látlaus, því allar
mæðurng,r höfðu komið með orðlausa bæn um, að aum-
ingja piltinum mætti farast vel fyrsta sunnudaginn, af
því hann væri að_eins tuttugu og fjögra. Ræðutexta
get ég aldrei munað og orð úr ræðum ekki heldur; én
efnið var Jesús Kristur. Og áður en hann hafði talað í
fimm mínútur var ég, sem stend fyrir utan kreddur og
kirkjur, sannfærður um, að Jesús Kristur væri nálægur.
Presturinn hvarf oss sjónum, en það reis upp myndin af
honum frá Nazaret, sem heitast elskar hverja mannlega
sál, og auglit hans var fult angurblíðri þolinmæði, eins
og á myndinni af meistaranum eftir Sartó í Boðunar-
kirkjunni; og hann rétti út hendur sínar til gamla
fólksinsog litlu barnanna eins og hann gjörði .í Galíleu
fyrir dauða sinn. Rödd hans hefði getað heyrst á hverju
augnabliki, eins og ég hef ímyndað mér hana á einveru-
stundum mínum við vetrareldinn eða þegar ég hef verið
einmana á fjöllum uppi, — mild, lág og laðandi, ómandi
eins og hljóðfærasláttur í instu fylgsnum hjartans:
„Komið til mín........og ég mun gefa yður hvíld.“
Um leið og þögn kom fyrir í ræðunni leit ég fram
eftir kirkjunni og sá,að hitt fólkið va,r ekki síður heillað.
Ponald Menzies hafði fyrir löngu verið hrifinn upp í