Aldamót - 01.01.1898, Side 94
ði
beinlínis bindindisprédikan. Allar þessar postullegu
áskoranir til kristinna manna beinar bindindisáskor-
anir. Og þær allar frambornar af þeim manni, sem
játar um sjálfan sig, að þó að hann sé engum manni
háður, hafi hann samt gjört sjálfan sig að hvers manns
þjóni, á meðal Gyðinga sem Gyðingur, hjá lögmáls-
mönnunum eins og undir lögmálinu, hjá hinum lög-
málslausu sem lögmálslaus, meðal hinna óstyrku sem
óstyrkur, — maður, sem eftir að hann hafði gengið
frelsaranum á hönd kappkostaði að vera og í sannleika
var öllum alt, svo hann með þeirri þjónustu og þeirri
sjálfsafneitan fengi hjálpað sem flestum inn í guðs ríki
til frelsarans, — með öðrum orðum: maður, sem öll-
um mönnum betur, þeirra, er að eins hafa verið menn,
kunni að prédika heiminum bindindi — kristilegt bind-
indi — með lífi sínu.
Og hugsum svo aftur um það, út af hverju hann
í pistli dagsins aðallega leiðir allar þessar bindindis-
áskoranir. Hann leiðir þær út af þeim andlegu tíma-
skiftum, sem þá eru nýkomin fyrir í mannkynssög-
unni, deginum, sem þá var að fæðast í heiminum út
^f fagnaðarerindinu um Jesúm Krist, nóttinni, sem á
sama tíma og af sömu orsök var að dvína og deyja út.
Hann veit, að nýtt ár, náðarár guðs, frelsisár mann-
anna, hið margumspáða, fyrirheitna júbílár trúaðra er
upprunnið, einmitt þá að upprenna, í heiminum.
Hann hugsar um sólina andlegu, sem stýrir þessu ári:
hinn krossfesta og upprisna Jesúm Krist. I hans nafni
skyldi öll sú sjálfsafneitan, öll sú fórnargjörð, sem
heimta þyrfti af mönnunum, geta orðið þeim ljúf og
létt. I hans nafni var óhætt að prédika öllum bind-
ipdi. j hans nafni var postulinn sjálfur genginn í hið