Aldamót - 01.01.1898, Side 146
hjálminn, altariS, altarisklæöi og altarisdúk, ljósa-
stjakana og altaristöfluna (331). En maöur veröur að
beita ímyndunarafl sitt of miklu valdi til a5 fylgja höf.,
og J?a5 dregur ofur lítiö úr áhrifum þessaraf ljómandi
lýsingar. I ,,Skilna5arræöunni“ lætur skáldið Jesúm
benda lærisveinunum upp í alstirndan himininn og
segja:
,,Hve mikil borg! Ó, hvílík halla fjöld !
Af helgidömi guðs vér skuggann sjáum.
Þar á ég heima ; heim er mál að snáa,
þar hýhýli ég yður fer að búa“ (256).
•— ,,Kanverska konan“ held ég sé eitthvert allra
fallegasta kvæöiö í bókinni. það cr svo viSkvœmt, aff
það ósjálfrátt þrýstir tárinu fram í augað. Ég vildi
óska, að þaö heföi mátt segja j?etta um öll kvæöin.
Ég heföi viljaö láta þau koma meira viö hjartaö, þessi
skínandi ljóð. Mér er ekki nóg að koma inn f spegil-
fagra marmarahöll, sem upplýst er með rafurmagns-
ljósi. Mér þarf að verða heitt um hjartað þar inni
við faðmlög nýrra hugsana, ef mér á að lfða þar reglu-
lega vel. -—þá er ,,Hvítasunnudagsmorgun“ eitt af
stærstu kvæðunum, ef til vill mikilfenglegast þeirra
allra, á smellandi hexametrum. þar særir skáldið
þjóð sína, sem á svo ,,tignarlegt tungumál" (347),
að láta það verða andans verkfæri og ,, túlka stórmerki
guðs“ (348). En svo er eins og maður detti niður úr
skýjunum og ofan á láglendið, þegar maður les næsta
kvæðið ,,Hinn fyrsti söfnuður“. Mér er eigi unt að
sjá, að það kvæði hafi eiginlega nokkurt skáldlegt gildi;
það nýtur að eins góðra nágranna. ,, Presturinn, Le-
vítinn og Samverjinn“ held ég sé algjörlega mislukkað
kvæði (187), og er þó sú saga hið inndælasta yrkisefni,
er hugsast má, en hún hefur hjá höfundinum óvart
orðið tómt rím, en ekki skáldskapur, og er ef til vill
óheppilegum bragarhætti um að kenna. En öllum
eru mislagðar hendur, enda dottar Hómer sjálfur
stundum, og ekki við því að búast, að andi skáldsins
þreyti flugið ætíð jafn-hátt, þegar um svo langt ferða-