Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 158
158
þá kemur Guðmundur Friffjónsson
Guömundur frarn á sjónarsviöið meö nokkrar
Friöjónsson: smásögur, er hann kallar Einir, 96
Einir. bls. á stærö. þorsteinn Erlingsson
kom með ,,þyrna“. Bjarni Jóns-
er á feröinni meö ,,Baldursbrá“. Næst koma líklega
einhverjir með skollafingur og maríustakk. — það er
annars mjög einkennilegur maður, þessi Guömundur
Friðjónsson. Hann hefur óneitanlega dálitla rithöf-
undar hæfileika, en fremur eru þeir á veikum fæti.
því sá andlegi hæfileiki, sem lang-mest ber á hjá hon-
um, er sérvizkan, og hún ætti ætíö helzt að hýrast
heima hjá sér; á almannafæri hefur hún ekkert að
gjöra. Hiö helzta, sem Guömundi er til afsökunar,
er það, að hann hefur um fram marga aöra lag á aö
komast einkennilega að orði. Enda hefur hann verið
að berjast með oddi og egg fyrir þeirri fagurfræðislegu
villukenning, að ekkert væri undir því komið, hvaff
rithöfundar og skáld segðu, heldur væri öll listin í því
fólgin, hvernig þeir kæmu orðum að hugsunum sínum.
Með öðrum orðum: Hugsanirnar mega vera svo Ijót-
ar, heimskulegar, skaðlegar og ósannar sem vera vill,
ef höfundarnir kunna að búa þær í fagran og einkenni-
legan búning. Ef einhver annar hefði nú komið frarn
með þessa kenning meðal vor, hefði verið ástæða til
að sýna fram á, hvað hún er fráleit. En af því hún í
þetta sinn er til vor komin fyrir munn Guðmundar
Friðjónssonar, er það óþarfi; allir sáu þegar í stað,
hve fáránleg hún er. Af því G. F. getur komist dá-
lítið hnittilega að orði einstöku sinnum, hafa sumir
verið að halda uppi á honuni höfðinu og gefa í skyn,
að hann myndi vera efni í mikinn spámann. Er hann
nú orðinn svo upp með sér af því dekri, að stíllinn
hans er orðinn alveg óþolandi, svo óeðlilegur og for-
dildarfullur sem mest má verða. Hann er hættur að
segja nokkurn hlut blátt áfram, heldur skrúfar hann
setningar sínar svo saman, að þær verða afskræmdar.
Iiemur þetta fram á hverri blaðsíðu í bók þeirri, sem