Aldamót - 01.01.1898, Síða 167
167
ljótssaga og Vopnfh'ðingasaga eiu seinustu sögurnar, sem til
mín hafa komið. Eg vona, að Vestur-Islendingar finni það
skyldu sína að kaupa þessar sögur og lesa þær rækilega. Ein
mesta stofu-prýðin, sem ég get hugsað mér, í fallegu húsunum,
sem þeir eru-nú að hyggja hver í kapp við annan, er lagleg
hókahilla með vel bundnum íslenzkum bókum; þar ættu þess-
ar íslendingasögur að skipa öndvegið.
Það er mikið verk og þarft, sem dr. Jón
Dr. Jón Þorkelsson: Þorkelssón eldri hefur af hendi lej’st,
Supplement' til þðtt hann sé nú orðinn liáaldraður mað-
ulanthke Ordböger. ur. Hann hefúr fyrstur manna tekið sér
fyrir hendur að semja orðabók yfir nútíð-
armál vort, er hann nefnir viðbæti við íslenzkar orðabækur,
og er það ekki stærilætislegur titill. Hann hefur um mörg
undanfarin ár yfirfarið flectar íslenzkar bækur, er ritaðar hafa
verið á þessari öld, til að safna til þessarar orðabðkár, enda
fylgja dæmi, eitt eða fleiri, hverju orði, sem sýna, hvar og
hvernig það hefur verið notað. Hafa sumir dregið dár að hon-
um fyrir þesSa söfnunar-elju og kallað hann kompilatur. En
það er heimskan ein, sem fær sig til annars eins. Hann hefur
unnið þjóð vorri þarfara verk en flestir, ef ekki allir, núlifandi
íslenzkir fornfræðingar, enda mun hann flestum mönnum fróð-
ari í öllu, er að máli voru lýtur. Ekki mun nú þetta verk hans
vera fullkomið samt. sem ekki er við að búast. Nokkuð mörg
íslenzk orð mun hér vanta og það jafnvel úr helztu íslenzku
nútíðarritum vorum. En fram úr skarandi vandvirknis- og
nákvæmnis-bragur er hér á öllu. Bókmentafélagið ætti nú aö
taka sig til og gangast fyrir því, að út verði gefin íslenzk orða-
bók. helzt með íslenzkum skýringum og skilgreiningum.
Mundi það með því móti aftur vinna sér til helgis í hugum
manna. Til þess mundi því efiaust fúslega veittur styrkur af
almannafé, og væi’i honum vel varið, því hinn dýrmætasti
fjársjóður vor er málið, og það er ekki of mikið, þótt vér sýnd-
um því svo mikla rækt að gefa út nokkuð fullkomna orðabók
yfir það á 15 til 25 ára fresti. Hún þarf að ná yfir málið alt,
bæði að fornu og nýju. Að kljúfa málið svona sundur í nýtt
og gamalt er óeðlilegt. Því það er eitt og sama málið frá upp-
þafi vega fram á þennan dag, nema hvað nokkur orð eru orðiri