Aldamót - 01.01.1898, Qupperneq 169
íed
eru að vissu leyti dágóðar, en þær skiljast fráleitt alment og
eru því mjög lítið við alþýðu hæfi. — Betur eru „Sögur her-
læknisins“ valdar, eftir Zakarias 1‘opelius, þýddar af síra Matth.
Jochumssyni (115 hls.) 1‘að er alþýðubök og þýðingin fjörug,
hversu nákvæm sem hún er. Nú er þýðing hans á „Brandi"
eftir Henrik Ibsen að koma út í ,,kjal]aranum“ á „Islandi“, en
þessar „Sögur herlæknisins“ koma út í dýrindis útgáfu í Kaup-
mannahöfn. Eg hefði kunnað hetur við að hafa á þessu hausa-
víxl. Brandur átti skilið að vera almennilega til fara, þegar
hann kæmi út til Islands; það er raunalegt að vita hann, svo
góðan klerk og réttvísan, ganga þar í lörfum meðal fólksins. —
Þá kemur Úranía eftir frakkneska rithöfundinu Camille Flam-
marion, þýdd af Birni Bjarnasyni, 176 bls. á stærð. Það á að
vera stjörnufræði og skáldsaga í einu, og getur verið, að mörg
um þyki það fróðleg og skemtileg bok, en aldrei hefir mér þótt
mikið í hana varið. Þessar tvær síðar nefndu hækur eru með
myndum og frágangurinn ljömandi fallegur, að því, er pappír
og prentun snertir. En naumast trúi ég því, að tekið verði
öðru eins ástfóstri við þær bækur, sem enn eru út komnar í
safni þessu eins og þegar „Þúsund og ein nótt“, „Pílagrímur
ástarinnar11, ,,Úndína“ og „Þöglar ástir“ komu út í Kaup-
mannahöfn á kostnað Páls Sveinssonar í þýðingum eftir Stgr.
Thorsteinsson. Þær eru hvorki valdar af eins miklu viti né
þýddar af eins mikilli snild. Fremur eru bækur þessar dýrar,
enda eru þær eins og stáz-meyjar til fara.
Síra Janus Jónsson hefur tekið sig til og snúið
tíeyn um brim á íslenzku sögu um íslenzkt efni eftir Karl And-
og boðu. ersen, sem kölluð er: ,,Gegn um brim og boða.
Er hún prentuð á Isafirði á kostnað Sigurðar
Kiústjánssonar, 344 bls. á stærð. Karl Andersen hefur nú ætíð
verið í tölu hinna minni spámanna sem skáld, og þess vegna
engin sérstök ástæða til að fara að þýða sögu þessa. Vér, sem
ekki höfum efni á að gefa út nema svo fátt af útlendum bókum
í íslenzkum þýðingum, ættum sannarlega aðvera vandir að vali
og aldrei þýða neitt, nema það, sem ágætast er á bókamarkaði
heimsins. Það hefði verið nær að gefa út vandaða þýðing af
ævintýrunum eftir danska skáldið H. C. Andersen, sem til eru á
öllum túngumálum heimsins, jafnvel kínversku, en ekki eru til
á íslenzku nema eitt og eitt hingað og þangað á strjálingi.