Aldamót - 01.01.1898, Page 170
170
Það hefur verið töluverður hörgull á biblíusög-
Biblíusögu-r um hér fyrir vestan um tíma, þyí biblíusögur
Tangs. : Tangs hafa verið uppseldar. Nú hefur síra
Jón Helgason aukið þær og endursamið; hefur
liann einkum haft þarfir latínuskölans fyrir augum, þar sem
hann kennir trvifræði. En hér fyrir vestan hafa biblíusögur
Tangs verið notaður við barnakenslu bæði á sunnudagsskólum
og við fermingarundirbúning. Heima hafa menn víst lang-
mest'notað'lbiblíusögur Balslevs, sem eru þó stuttar og öfull-
komnar. Nú eru Tangs hihlíusögur orðnar töluvert lengri en
áður, og kann nimum að þykja bökin nokkuð stór handa börn-
um eða unglingum, en hún er þeim mun fullkomnari og veitir
ekki af þvi, ef Islendingar eiga að verða aftur eins vel að sér í
biblíusögum og þeir hljóta að hafa verið á dögum Vídalíns
gamla; hika ég mér ekki við að ráða öllum foreldrum til að fá
bók þessa handa börnum sínum. Þau ættu að kynna sér bibl-
íusögurnar á undan kverinu. Það er ekki heppileg aðferð að
láta þau fara að læra kverið fyrst, en geyma hiblíusögurnar
seinasta árinu á undan fermingunni. Það er ætíð hezt að byrja
með því, sem auðveldast er, og sögurnar úr biblíunni eru
miklu auðveldari en kverið; það verður líka miklu skiljanlegra,
þegar barnið hefur áður fengið hugmynd um hinar helgu sögur
ritningarinnar. Biblíusögur eru undur fljótt lærðar; harnið
drekkur þær í sig-og gleymir þeim ekki, þegar það er eitt sinn
búið að ná í þær. En ekki má fyrir það vanrækja, að láta börn-
in lesa í biblíunni jafnframt og segja þeim til í henni. Góðar
biblíusögur eru handhæg útgáfa af biblíunni handa börnum og
unglingnm; þær eru nauðsyplegar yflrlitsins vegna og hinn
bezti grundvöllur kenslunnar í kristindóminum. Síra Jón
Helgason á því þakkir skilið fyrir að hafa leyst þetta verk sam-
vizkusamlega og vel af hendi. Hann hefur hlotið að verja til
þess miklum tíma. Mörgum sögum er bætt við, röðin leiðrétt
og skilningnum ýmsar góðar bendingar gefnar. Ritningar-
greinirnar hafa márgar verið þýddar af nýju eða þeir kaflarnir,
þar sem orð biblíunnar eru látin halda sér. En vafamál er það,
hvort þetta hefur verið heppilegt, nemaíiþar sem það var óhjá-
kvæmilegt. íslenzka biblíuþýðingin er því miður ekki ná-
kvæm, en að hafa márgar þýðingar á sömu ritningargreininni
í kenslubókum handá unglingum,! ef1 til vill eina í kverinu,
aðra í biblíusögunum og þriðju í ritningunni sjálfri, er vafa-
laust óheppilegt og því til fyrirstöðu,að ritningargreinin festist í
jninni. Betra að nota ófullkomna þýðing, sem sten^ur í bibi-