Aldamót - 01.01.1898, Page 171
171
íunni, en að koma of miklum ruglingi á stað með mörgum þýð-
ingum, þangað til vér eignumst nýja og endurbætta biblíu-
þýðing.
Nú er trúarflokkur, sem aðventistar nefuist,
Vequrinn til búinn að senda trúboða norskan til Islands, er
Krists. Ostlund lieitir. Aðalatriðin í kristindóminum,
sem þeir halda fram, er helgihald sunnudags-
ins og koma frelsarans til dómsins í nálægustu framtíð. Bökin,
sem hér er um að ræða, talar samt um kristindóminn alment; er
ýmislegt gott í henni, og getur lestur hennar orðið til að vekja
göðar og guðrækilegar tilfinningar hjá mörgum. Ekki þarf
samt glöggur leikmaður að lesa lengi til að finna, að bökin er
ólútersk í anda. Þar er ekkert talað um sakramentin framar
en þau væru engintil. Enda misskilja aðventistar bæði skírn
og kvöldmáltíð. En einna bezt sést það á þeim ótal tilvitnun-
um í ritninguna, sem þar eru. Ritningargreinum er þar látið
rigna niður, stundum hér uni bil af handahófi; slitnar úr réttu
sambandi, misskildar oft og tíðum og tilfæi-ðar eigi svo sérlega
sjaldan án þess þær eigi nokkuð við þann sannleika, sem þá er
verið um að ræða. — Það er siður aðventista, að smeygja sér
inn með þessari bók eða öðrum henni líkum. Þeir byrja vana
lega með því að segjast halda fram nákvæmlega hinum sama
kristindómi og það fólk hefur átt að venjast, sem þeir komast
inn á meðal; þeirra kristindómur sé að eins heitari og sannari.
En svo líður ekki á löngu áður en þeir fara að leggja alla áherzlu
á sérkenningar sínar: helgihald laugardagsins, heimsendi þá
og þegar væntanlegan, ódauðleika sálarinnar að eins fyrir trú-
aða, skírnina að eins fyrir fullorðna. Sömu aðferðinni er nú
beitt á Islandi. Þar er nú þegar farið að koma fólki í skilning
um, að það sé kristindóminum öldungis gagnstætt að halda
helgan sunnudaginn. Laugardagurinn sé sá dagur, sem
drottinn skipi öllum sínum lýð að halda helgan fyrr og síðar. Svo
koma hin önnur atriði smátt og smátt. En vonandi verður
þessum aðventistum ekki sérlega mikið ágengt. Islendingum
er ekki sérlega gjarnt til að láta leiða sig út í trúarlegar öfgar
og ofsa. Reyndar hefur Mormöna-trúboðunum tekist að fleka
marga, en það mun nú vera af öðrum ástæðum. Síra Jón
Helgason hefur mjög rækilega sýnt fram á hið öfuga, óevau-
geliska og villandi í kristindömsstefnu þeirra.