Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Leyndarstefnan hefnir sín
Bezt er, að fólk rasi ekki um ráð fram í mati á fregn-
um af lausagangi fyrrverandi leyndarskjala, þar sem
fjallað er útlendum augum um samskipti íslands við
umheiminn. Hins vegar er upphlaupið út af Stefáni Jó-
hanni gagnlegt, því að það bendir á, hvað gera þarf.
Umræður á Alþingi í fyrradag um leyniskjalamálið
beindust í stórum dráttum í réttan farveg. Margir þing-
menn og ráðherrar bentu á, hve nauðsynlegt er, að
íslenzk trúnaðarskjöl séu birt þjóðinni eftir föstum regl-
um að ákveðnum tíma liðnum. Það er kjarni málsins.
Því miður er upplýsingaskylda íslenzkra stjórnvalda
miklu minni en í flestum nágrannalöndunum, til dæmis
Norðurlöndunum og Bandaríkjunum. Verra er, að kerf-
iskarlar ráðuneytanna hafa látið semja frumvarpsdrög,
sem staðfesta, að allt skuli alltaf fara leynt.
; Þegar menn kerfisins festa ekki viðkvæm mál á blað
eða gæta þess, að þau fréttist ekki út, eru þeir að magna
vanþekkingu og grunsemdir þjóðarinnar. Auk þess eru
þeir óbeint að sverta minningu látinna manna, í þessu
tilviki Stefáns Jóhanns Stefánssonar forsætisráðherra.
Afleiðing leyndaráráttunnar hér á landi er, að utan-
ríkissaga íslands er skoðuð með útlendum augum.
Sagnfræðingar fara í erlend söfn til að skoða skjöl, þeg-
ar leyndinni hefur verið létt af þeim. Þessi skjöl varpa
dýrmætu ljósi á íslandssöguna, en segja hana ekki alla.
Sérstaklega er varhugavert að horfa á söguna augum
bandarískra embættismanna. Saga utanríkisþjónustu
Bandaríkjanna er stráð stórslysum, sem stafa af, að
fulltrúar þeirra hafa átt furðulega erfitt með að skilja
hugarfar, venjur og stjórnmál í öðrum ríkjum.
Hugsanlegt er/ að bandarískir embættismenn hafi á
tímum kalda stríðsins talið, að sumir ráðamenn íslands
væru þeim sammála um, að. Rússarnir væru að koma.
Sú skoðun mundi þó ekkert segja um, hvort hinir ís-
lenzku ráðamenn voru í raun sammála þeim eða ekki.
Hið gagnlega við bandarísku skjölin er, að fjölmiðlar
geta sagt frá þeim og þar með þrýst á ráðamenn heima
fyrir um, að settar verði traustar reglur um upplýsinga-
skyldu stjórnvalda og þar á meðal um birtingu leyndar-
skjala að liðnum aldarfjórðungi frá atburðum.
Sem betur fer er enn á lífi einn ráðherranna þriggja,
sem fóru á sínum tíma vestur um haf til að ræða örygg-
ismál við Bandaríkjastjórn. Brýnt er, að Eysteinn
Jónsson verði nú fenginn til að gera opinbera grein og
ítarlegri en áður fyrir rás hinna umtöluðu atburða.
Meirihluti þjóðarinnar mun frekar treysta því, sem
gamli fjármálaráðherrann segir um mál þetta, en því,
sem norskan sagnfræðing minnir að hafa séð í banda-
rísku safni. Einnig betur en því, sem stendur í skáldsög-
unni Atómstöðinni um sama efni eftir Halldór Laxness.
Liðinn er sá tími, að umtalsverður hluti þjóðarinnar
sé reiðubúinn að stimpla flölda manna sem landráða-
menn fyrir að stýra utanríkisstefnu íslands í þann
farveg, sem að fjórum áratugum liðnum hefur í helztu
dráttum reynzt vera farsæll og verður fram haldið.
Þjóðin var fyrir löngu undir það búin, að kerfið opn-
aði skjöl sín til skoðunar og birtingar, jafnt í hinum
\iðkvæmu varnarmálum sem 1 öðrum málum. Nú er
komið tækifæri til að ítreka, að brýnt er að setja lög
um nánast skilyrðislausa upplýsingaskyldu stjórnvalda.
Ógæfulegt er, að stjórnvöld komist áratugum saman
upp með’að telja þjóðina óhæfa um að draga ályktanir
af upplýsingum um mikilvægustu þætti þjóðmálanna.
Jónas Kristjánsson
Úti að aka
í kvikmynd Ridleys Scott, Blade
Runner, fer umferð í borgum fram-
tíðarinnar ekki aðeins fram á láði
heldur einnig í lofti. Stjómendur
hinna tæknivæddu ökutækja þurfa
þar ekki aðeins að líta fram á við,
til hægri og vinstri, heldur einnig
upp og niður fyrir sig.
Satt best að segja fmnst mér ég
upplifa þessa framtíðarsýn Scotts í
Reykjavík nútíðar, bæði kvölds og
morgna. Að minnsta kosti er aldrei
að vita hvaðan bílamir koma.
Samferðamennimir í umferðinni
gera sig líklega til að fara inn um
bílhurðina hjá manni, bæði frá
hægri og vinstri, stundum undir
því yfirskyni að þeir séu að taka
fram úr. Þeir koma öfugir upp ein-
stefnugötur, spóla sig yfir umferð-
areyjur, gangstéttir, jafnvel
garðskika.
Gengisfall dollarans hefur líklega
haft bein áhrif á aksturslag Reyk-
víkinga því að það hefur gert ótal
óábyrgum aðilum kleift að eignast
laglegar jeppabifreiðar sem em
mest notaðar til torfæruaksturs
innanbæjar.
Það er engu líkara en að íslend-
ingar séu nýbúnir að uppgötva
bíhnn, séu á stöðugu ökufylhríi og
það alveg bláedrú. Flestir.
í fyrragær horfði ég upp á árekst-
ur nálægt miðbænum, þar sem í
blíðskaparveðri skullu saman fuh-
trúar þriggja mikiUa bílaþjóða,
Þýskalands, ítaUu og Japan.
.. . hræðileg fegurð
Út úr þessum bifreiðum stigu all-
ir bílstjórar og farþegar ómeiddir
en dáldið óstyrkir á fótunum. Þetta
var ungt fólk og vel til haft, það sem
einn kunningi minn kailar „hressir
uppar“ í eilítið niðrandi tón, nema
hvað þessi ungmenni voru frekar
óhress akkúrat þá stundina.
Nú get ég fuUyrt að enginn þess-
ara bíla var á þess konar hraða sem
með fyrirsagnaletri er nefndur
„ofsahraði“.
Þeir skuUu einfaldlega saman
eins og þrír tarfar, hægt og mark-
visst sem væm þeir atriði í
mekanískum ballett, já, það var
meira að segja þokkafull súrreaUsk
póesía í þessum óvænta samfundi.
Bílarnir komu sinn úr hvorri átt-
inni, eins og regnhlíf og saumavél,
fuUkomlega óafvitandi hver af öðr-
um. FerU þeirra skarst síðan í
þremur parabólum á skurðarboröi
götunnar er þeir skuUu saman.
Þar með var fædd ný og hræðileg
fegurð svo að snúið sé eUítið út úr
orðum stórskáldsins Yeats.
Ég er ekki með bUadeUu, fremur
en aðrar vélfræðUegar dellur. En
það hryggir mig ævinlega að sjá
fallega hannaða hluti, hvort sem
um er að ræða stól eða bU, lagða í
rúst.
Særðir stórgripir
Þar sem ég virti fyrir mér sund-
urtætt grilhð á strandaða Benzan-
Aðalsteinn
Ingólfsson
í talfæri
um, sem teiknað er eins og fordyr
að Paradís, og leifarnar af einu
stefnuljósi Fíatsins, sem eitt sinn
sat á sínum stað með sínum sér-
staka ítalska stæl, eins og stoltlegur
plastskúlptúr, fann ég meira tU
með dauöum hlutunum en Guðisé-
lof sprellifandi fólkinu, sem stuðlað
hafði að þessari viðurstyggð eyði-
leggingarinnar.
Ég hef náttúrlega ekki einhUta
skýringu á því hvers vegna þrír
ökumenn með öll skilningarvit og
bUa í lagi standa fyrir svona uppá-
komu um hábjartan daginn.
í nokkrar mínútur sniglaðist ég
í kringum bUana sem stundu lágt
og skulfu eins og særðir stórgripir
meðan þeir útheUtu vessum sínum
yfir brotum stráð malbikið. Er ég
leit inn í þá fékk ég sterklega á til-
finninguna að lögð heíðu verið
drög að þessum árekstri endur fyr-
ir löngu, jafnvel í góðærinu á
árunum eftir stríð.
Þar sem bílamir særðu voru of
ungir/nýir gátu þeir ekki borið
umhirðu eigendanna vitni. Ég geri
samt ráð fyrir að eigendunum hetði
ekki staðið á sama um útht bUa
sinna sem er svo stór hluti af ímynd
nútíma einstaklings.
En hversu annt sem þeim var um
útht bílanna var það þeim augljós-
lega sem hismi utan um kjamann,
þá lokuðu plussveröld sem þeir
höíðu skapað sér inni í þeim.
Símaviðtöl út af milljónum
Allir vora þeir með hátalara á
strategískum stöðum, vönduð út-
vörp, kassettutæki og samansafn
af spólum.
Einn þeirra var þar að auki með
risavaxið ferðaútvarpstæki í bak-
sæti, sem gleymst hafði að skrúfa
fyrir. „Money, money“ með BiUy
Idol var þar spilað fullum dampi.
Tveir bUstjóranna höfðu komið
sér upp ferðasíma, þótt ekki virtust
þeir líklegir til að standa í við-
kvæmum og áríðandi símavið-
tölum út af mUljónaviðskiptum,
svona rétt meðan þeir væra að
skjótast út í sjoppu.
Annar þeirra hafði einnig fjárfest
í hraðavara (offara?) sem kúrði upp
við brákaða bílrúðu og blikkaði
kaldhæðnislega sínu staka rauða
auga.
Sérhver umræddra bíla og sjálf-
sagt helftin af bílunum, sem
renndu sér varfærnis- og forvitni-
lega framhjá árekstrinum, var eins
og smækkuð útgáfa þeirrar hluta-
veraldar sem við íslendingar eram
að byggja upp í kringum okkur og
höldum dauðahaldi í.
En það er eins og við hlutadýrk-
endur höfum ekki gert okkur ljóst
að það er aUt annað að umgangast
þessi appíröt heima við, þar sem
maðurinn getur venjulega ekki
skaðað neinn nema sjálfan sig og
sína nánustu, heldur en á fuUri ferð
úfi á götum borgarinnar.
í lögregluskýrslu vegna þess
áreksturs sem hér er til umræðu
stendur sjálfsagt að ökumennimir
hafi „ekki séð“ hver annan.
Það læðist að mér sú hugsun að
þeir hafi verið aUtof önnum kafnir
við að hlusta og tala tU að sjá, hvað
þá tU að aka bíl.
-ai