Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. Fréttir Hvem setur útvarpsstjóri í hreiður Hrafnsins? - umsóknarfrestur um fréttastjórastöðuna hjá Sjónvarpinu rennur út um helgína Á fréttastofu sjónvarpsins: Það gæti ráðist í næstu viku hver verður eftirmaður Ingva Hrafns sem fréttastjóri. DV-mynd GVA Nýr fréttastjóri Sjónvarps verö- ur ráöinn á næstunni í staö Ingva Hrafns Jónssonar fréttastjóra sem var vikiö úr starfi fyrir rúmum hálfum mánuöi. Ingvi er nú stadd- ur á Flórída en hann fór þangað eftir að brottreksturinn dundi yfir. Fjórir hafa sótt um Frestur til að sækja um stööuna rennur út á sunnudag, 8. maí. Langur listi nafna hefur komiö upp í umræðunni um mögulegan arf- taka fréttastjórans. Fjórir hafa lýst því yfir að þeir muni sækja um: Sigrún Stefánsdóttir, Helgi H. Jónsson. Ögmundur Jónasson og Hallur Hallsson. Öll hafa þau starf- aö hjá Sjónvarpinu í lengri eða skemmri tima. Sigrún starfar nú við fræösluvarp Ríkisútvarpsins en hinir þrír vinna allir á fréttastofu Sjónvarps. Margir fleiri innan og utan stofn- unarinnar hafa velt fyrir sér að sækja um stööuna en samkvæmt heimildum DV hafa fleiri ekki enn sótt um. Fréttastjóri ígildi ráðherra? Ingvi Hrafn Jónsson lét þau um- mæli eitt sinn falla í tímaritsviðtali aö fréttastjórastaða Sjónvarpsins væri ráðherraígildi. En hvernig líta umsækjendurnir á þaö? „Mér finnst rangt að líkja þessu tvennu saman. Hér er engan veg- inn um sambærileg störf að ræða og reyndar óheppilegt fyrir frétta- stjóra að líta á störf sín í þessu ljósi,“ sagði Ögmundur Jónasson, í samtali við DV. „Fréttastjóri á framar öllu að stuðla að vandaðri og heiðarlegri fréttamennsku þannig að fréttir ríkissjónvarpsins verði ómissandi fyrir alla þá sem vilja áreiðanlegar og Ijolbreyttar fréttir úr þjóðlífmu. A fréttamönn- um hvílir hins vegar þung ábyrgð og þar af leiðandi skyldur sem þeir verða að rísa undir.“ Halli Hallsyni finnst heldur ekki rétt að lýsa fréttastjórastöðunni við ráðherradóm: „Fréttastjóri Sjón- varpsins stjórnar öflugustu frétta- stofu landsins og það er mjög mikilvægt að sá sem velst til þessa starfs skynji ábyrgðina sem á hon- um hvílir. En fréttastjóri er enginn sólóisti heldur er hans hlutverk að vinna með fólkinu á fréttastofunni. Það er ekki rétt að bera stöðu hans við ráöherradóm," sagði Hallur. „Varðandi samanburð fyrrver- andi fréttastjóra á þessu starfi og starfi ráðherra þá verð ég aö segja Sigrún Stefánsdóttir: Nær að likja starfi fréttastjóra við starf hljóm- sveitarstjóra. að á mínum liðlega tíu ára ferli sem fréttamaður hjá Sjónvarpinu hef ég aldrei séð neitt sameiginlegt með þessum tveim störfum," sagði Sigr- ún Stefánsdóttir í samtali við DV. „Ef maður vill vera með ein- hverjar samlíkingar fyndist mér nær að líkja starfi fréttastjóra við starf hljómsveitarstjóra sem getur ráðið því hvaða verk eru tekin fyr- ir hveriu sinni á tónleikum og getur stjórnað þeim áherslum sem lagðar eru við flutning verkanna. En fiutningurinn sjálfur stendur og fellur meö hljómsveitarmönnun- um. Ef tónlistarmennirnir í hljóm- sveitinni eru ekki samtaka og einlægir í sínum flutningi á verk- inu og tilbúnir til að leggja hart að sér, mistakast tónleikarnir og stjórn hljómsveitarinnar verður fum eitt. Flutningur verksins nús- tekst líka ef hljómsveitarstjórinn velur ekki tónverk til flutnings sem er í samræmi við tónlistarþarfir hlustendahópsins sem á að njóta verksins." Sigrún sagði ennfremur að hún liti á starf fréttastjórans sem anna- Hallur Hallsson: Ekki rétt að bera stöðu fréttastjóra saman við ráð- herradóm. samt starf og hve vel tækist til .réðist af því hvort sá sem gegndi starfinu hefði báða fætur á jörðinni og ynni af samviskusemi og elju með fréttamönnum stofnunarinn- ar. Helgi H. Jónsson, sem gegnir starfi fréttastjóra meðan enginn hefur verið ráðinn, vildi ekkert segja um máhð þegar DV fór þess á leit við hann. Erffitt að sameina fréttamennina Um það leyti sem Ingvi Hrafn var að taka við starfi fréttastjóra lét Fréttaljós Jóna Björk Guðnadóttir hann þau orð falla á fundi blaða- mannafélagsins á Akureyri að hann hefði á stefnuskrá sinni að ná upp samkeppni innan fréttastof- unnnar því með henni fengist mest út úr starfsmönnunum. Mörgum starfsmönnum sjónvarps finnst hann hafa fylgt þessari stefnu sinni rækilega. Segja sumir að þegar slíkur árekstraframleiðandi sé bú- inn að vera á Sjónvarpinu verði erfitt að sameina fólkið aftur. Áður en Ingvi hafi komið til starfa hafi ríkt samvinna á fréttastofunni en hann hafi fengið samkeppnisand- ann upp í mönnum. Sumir segja að þar sem andrúmsloftið á frétta- stofunni hafi verið orðið mjög neikvætt og eyðileggjandi, geti tek- ið langan tíma að ná upp jákvæðu hugarfari aftur. Erfitt verkefni Sjálfsagt verður vandi að finna fréttastjóra sem fellur í kramið hjá öllum fréttamönnum stofnunar- innar. En hvaða verkefni þarf nýi fréttastjórinn að takast á við? Einn af fyrrum starfsmönnum Sjónvarpsins sagði í samtali við DV að raunar mætti skipta frétta- mönnunum niður í tvo hópa, án þess að afstaða væri tekin til þess hvor væri betri. Annar hópurinn styður Ingva Hrafn en í hinum eru bandamenn varafréttastjórans, Helga H. Jónssonar En auk þess er komið mikið af nýju fólki inn á stofnunina sem er utan við þessar erjur. Inn á við verður verkefni nýja fréttastjórans að sameina þessa hópa en verkefni hans út á viö verður að fá aftur það traust þjóð- arinnar sem fréttastofan hafði. Útvarpsstjóri ræður Útvarpsráð ræður engu um það hver verður ráðinn fréttastjóri heldur hefur útvarpsstjóri úrslita- valdið. Þetta kom skýrt fram þegar Ingvi Hrafn var ráðinn en þá fékk hann minnihluta atkvæða í ráðinu. Útvarpsráð gæti þó haft áhrif á ákvörðun útvarpsstjóra ef afger- andi afstaða kemur fram. Hins vegar er staðan nokkuð flókin og óvenjuleg varðandi varamenn. Erfitt er að segja til um hvaða flokkar muni eiga fulltrúa á fund- inum 13. maí, þegar umsóknirnar verða lagðar fyrir útvarpsráð. Ef Helgi H. Jónsson: Gegnir störfum fréttastjóra eftir brottreksturinn. fulltrúi Alþýðubandalags eða Kvennalista mætir ekki, kemur varamaður frá Borgaraflokki í auða stólinn. Ef hvorugur þessara fulltrúa kemur verða varamenn- irnir borgaraflokksmaður og kvennalistakona. Enginn getur því séð fyrir hvernig atkvæði muni falla þótt ákveðnir menn séu orðað- ir við vissa stjórnmálaflokka. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri sagði í samtali við DV að umsóknimar verði lagðar fyrir á fundi útvarpsráðs fóstudaginn 13. maí. En ekki sé ljóst hvort umsögn ráðsins muni liggja fyrir eftir þann fund eða næsta sem verður viku síðar. Hann sagðist þó vona að hægt yrði að ráða í stöðuna sem fyrst. Sigrún álitin líklegust Þegar útvarpsstjóri var spurður að því hvort hann myndi fara eftir meirihluta útvarpsráðs við ráðn- inguna, svaraði hann: „Að sjálf- sögðu bíð ég eftir því hver niðurstaða útvarpsráðs verður. Fyrirfram er náttúrlega ekki vitað hvort þar komi fram afgerandi meirihluti með einum tilteknum umsækjanda. Þeir sem staðfest hafa umsókn sína í viðtölum við íjölmiðla eru allir reyndir frétta- menn. En samkvæmt útvarpslög- um er það útvarpsstjóri sem ræður í þessa stöðu að fenginni umsögn útvarpsráðs en hann er ekki bund- inn af henni, hver sem hún verð- ur.“ Allir umsækjendurnir eiga sína stuðningsmenn en baráttan virðist standa milli Sigrúnar og Helga. Bæði hafa mikla reynslu í frétta- mennsku. Margir segja að Sigrún, sem gamall blaðamaður á Morgun- blaðinu, komist næst Sjálfstæðis- flokknum af umsækjendum og eigi hún því mesta möguleika á að fá starfið. Hins vegar finnst sumum slæmt að hún leggi undirbúnings- starf að fræösluvarpi á hilluna þar sem hún sé hæfasta manneskjan sem þar gæti veriö. Helgi, sem varafréttastjóri og fraijjsóknarmaður, er líka sagður eiga góða möguleika á að hljóta starfið. Ögmundur er talinn mjög hæfur sem fréttastjóri Sjónvarps- ins en mörgum finnst ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji hann í starfið þar sem hann er talinn í vinstrikanti stjómmálanna. Að sögn kunnugra á Hallur minnsta möguleika af þeim fjórum sem þeg- ar hafa lagt inn umsókn. -JBj Ögmundur Jónasson: Á að stuðla að því að fréttir sjónvarpsins verði omissandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.