Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Side 7
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. 7 DV Lrtlar upptýsingar um viðskiptahalla þessa árs frá Hagstofunni: Vitlausar upplýsingar frá tollinum settu allt í hnút Fréttir „Vissulega eru menn orönir lang- eygir eftir upplýsingum um inn- og útflutning svo aö hægt sé aö sjá hver raunverulegur viðskiptahalli er,“ sagði Hallgrímur Suorrason hag- stofustjóri aðspurður hvort starfs- menn Hagstofunnar yrðu ekki varir við óþreyju þeirra sem þurfa að móta aðgerðir gegn viðskiptahallanum eft- ir upplýsingum frá stofnuninni. Hagstofan sendi fyrst í gær frá sér fyrstu upplýsingamar um inn- og útflutning á þessu ári og ná þær ein- ungis til janúar-mánaðar. í fyrra sendi stofnunin vanalega frá sér upp- lýsingar um utanríkisviöskipti hvers mánaðar um miðjan mánuðinn á eft- ir. „Það er einkum þrennt sem hefur valdið þessum töfum. í fvrsta lagi var tekin upp ný tollskrá frá og með síð- ustu áramótum í samræmi við nýtt flokkunarkerfí Alþjóða tollsam- vinnuráðsins. í öðru lagi var hannað nýtt eyðublað fyrir verslunarskýrsl- ur sem dregur dám af þessu kerfi. í þriðja lagi var tekin upp ný tölvu- skráning á aðflutningsskýrslum hjá tollstjóraembættinu í Reykjavík um síðustu áramót. Af því leiðir að Hag- stofan tekur ekki við upplýsingum frá embættinu á blöðum, eins og áð- ur, heldur beint í gegnum tölvur. Þetta hefur orðið til þess að við höf- um þurft að breyta allri okkar vinnu. En meginástæðan fyrir þessum töf- um, sem orðið hafa á útgáfu verslun- arskýrslna, er sú að vegna byrjunarörðugleika hjá tollstjóra-. embættinu í Reykjavík voru þær upplýsingar sem komú þaðan meira og minna vitlausar. Það þurfti því að vinna þær allar upp,“ sagði Hall- grímur. Samkvæmt tölunum, sem birtar voru í gær, var voruskiptajöfnuður- inn í janúar óhagstæður um 450 milljónir króna. í sama mánuði í fyrra var hann óhagstæður um 1238 milljónir á sama gengi. -gse ENNEITT MEISTARAVERKI FRÁ PANASONIC Meistaraverk er eina oröið sem hægt er að nota yfir þetta margslungna og fjöihæfa myndbandstæki. Gæði ofar öllu var það sem Panasonic stefndi að með þessu tæki og var ekkert til sparað við hönn- un tækisins. Enda er útkoman tæki í algerum sérflokki sem t.d. hið virta tæknirit "What Video“ valdi besta tæki ársins í sínum verð- og gæðaflokki. Sömu sögu er að segja frá Þýskalandi, þar'trónir tækið í fyrsta sæti í sínum gæðaflokki hjá fagritinu " Video“. SENDIPENNINN Þessi stórkostlega heimsnýj- ung gerir upptökurfram í tím- ann að barnaleik. Á nokkrum sekúndum stillir þú upptöku- klukkuna, með 100% ná- kvæmni, engirlitlir, leiðinlegir takkar, aðeins nokkur penna- strik. Einfaldara getur það ekki verið. FJORIR MYNDHAUSAR Til að tryggja hreina kyrrmynd og hraðastillanlega truflunar- lausa hægmynd notar NV-G21 fjóra myndhausa. Nú er hægt að skoða hvert smáatriði í myndinni af mikilli nákvæmni. ÞÁ BÝÐUR ÞETTA TÆKI EINNIG UPPÁ: Alfullkomna fjarstýringu. HQ myndgæði (High Quality). Hraðanákvæmni 99,999%. fíafeindastýrða snertitakka. Tvöfaldan hraða. Mánaðarupptökuminni með 8 prógrömmum. 24 tíma skynditimatöku. Stafrænan teljara sem telur klukkutíma, mínútur og sek- úndur. Sjálfvirka bakspólun. Sjálfvirka gangsetningu við innsetningu spólu. 99 rásir. 32 stöðva minni. Sjálfvirkan stöðvaleitara. Læsanlegan hrað- leitara með mynd. Leitara með mynd áfram. Leitara með mynd afturábak. Myndskerpustillingu. Fjöiyísi sem leyfir þér að fylgj- ast með öllum gjörðum tækis- ins. Fjölþætta tengimöguleika. Tækið er byggt á steyptri ál- grind. Og ótal margt fleira. Nú býðst þetta tæki á kosta- boði, aðeins kr. 52.800,- Staðgreitt, aðeins kr. 49.890,- P.S. Efþú átt gamalt BETA eða VHS myndbandstæki þá tökum við það upp í á 7.000 kr. burtséð frá tegund, aldri eða ástandi. JAPISS BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SiMI 27133 Auto Operatlon System Sup&r 4-He.td j lÍllll DigitdSttmner -^♦head Supet Sttil & Doubte Super Fine Sk'i'rt/Caieodaf TVner Progfamme VHS VPS Aíjaptabiö tor VPS j 3 L 6 j i-n i l i u c. our n ■ n j o c U U L. D J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.