Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. llpunda sjóbirt- ingur Veiöimenn eru ennþá að renna fyrir sjó- birtinginn og hann Rúnar Óskarsson veiddi þennan 11 punda sjó- birting fyrir skömmu í Rangánum. Margir veiði- menn hafa veitt vel þar um slóðiren litlar fréttir eru af þessum 16 punda. Kannski koma þær næstu daga? DV-mynd Árni Unglinganefnd skipuð „Veiðin er skemmtileg en það er bara verst að ekki getur maður rennt fyrir flsk nema í vötnin hérna í kringum bæinn, Vífilsstaðavatn, Ell- iðavatn og Helluvatn. Við fórum yfirleitt bara á hjólunum okkar upp- eftir eða pabbi einhvers okkar keyrir Veiðivon Gunnar Bender okkur. Það sem mér finnst vanta er veiðiklúbbur fyrir unga veiðimenn," sagði ungur veiðimaður í samtali við DV uppi við Elliðavatn fyrir skömmu. Áhugi ungra veiðimanna er mikill þessa dagana og Landssamband stangaveiðifélaga skipaði fyrir skömmu nefnd, unglinganefnd. Þar á að taka á þessu máli og sjá hvað hægt er að gera fyrir unga veiði- menn. G.Bender Jóhann V. Helgason veiddi vel dag- inn sem veiðin hófst í Elliðavatninu og sá stærsti var 2 pund. DV-mynd G.Bender Veiði í vötnum er hafin fyrir alvöru og veið- menn fjöl- menna. Þessi kastaði flug- unni fimlega fyrirfiska í El- liðavatni i byrjun en fisk- urinn vartreg- ur. DV-mynd G. Bender Þúsundum laxa sleppt í lón í Grindavík. Piskeldi Grindavíkur og fleiri munu um næstu mánaðamót sleppa í lón sitt við Grindavík þúsundum laxa. Eiga menn von á raiklu húllumhæi þegar allir þessir laxar verða komnir i lón- ið. Veiðimenn á öllum aldri geta veitt þarna fyrir sanngjarnt verð. Við munum fylgjast með þessu máli og vera til staðar þegar öllum löxunum veröur sleppt. Einhverju hefur verið sleppt af löxum til reynslu og hafa þeir tekið agnið vel. Mest hafa menn verið að fá 6 laxa og eitthvað af silungi. Virðist vera sem þessi veiðiskapur, að sleppa fiskum í lón og Qsklitlar ár og vötn, sé kominn til að vera. Veiðimenn tóku þvi fagn- andi þegar Ólafur Skúlason sleppti regnbogsilungum í Hvammsvíkina og nú er bara að sjá til með þetta nýmæli. Áhugiá veiði eykst mikið, Áhugi fjölmiðla á veiðiskapn- um eykst með hverju árinu en fyrir fimm til sex árum voru það aðeins dagblöðin sem sögðu frá henni. En veiðimönnum fjölgar og þeir vilja meira. Tímaritunum, Á veiðum, Sport- veiðiblaðinu og Veiöimannin- um vex fiskur um hrygg á hverju ári. Það nýjasta sem nú er að byija er á útvarpsstöðinni Stjörnunni og bar verða veiðip- istlar á hverjum degi í sumar. Verða í þessum pistlum sagðar veiöitölur og sögur af veiði- mönnum höfum við frétt. Urasjónarmaður þessara þátta verður Þröstur Elliðason og verður hver þáttur um fimm mínútna langur. Stangaveiðimaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson ætlar heldur betur að veiða lax í sumar enda laus frá Sjónvarpinu og Langá bíður eftir honum. Ætlar hann að veiða mikiö í veiðiá sinni, Langá, og víðar, Laxá í Aðaldal verður liklega prufuð, Gárun- garnir segja að Ingvi Hrafn sé eini starfsmaðuriim sem ríkið borgi kaup í veiðinni í sumar og ekki meira um það. G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.