Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988.
25
Kvikmyndir
Haskell
Wexler
Einstakur kvikmyndagerð-
armaður sem á að baki
sérstakan feiil sem
kvikmyndatökumaður og
leikstjóri heimildarmynda
og leikinna mynda.
Haskell Wexler - hefur komið víða við á löngum ferli.
Meðan Haskell Wexler var við tök-
ur á heimildarmynd í Víetnamstríð-
inu á sjöunda áratugnum skeði það
að hermaður steig á sprengju beint
fyrir framan kvikmyrtdatökuvél
Wexlers. Á meðan vinir og félagar
þustu til hins deyjandi hermanns var
aðeins ein hugsun í höfði Wexlers:
atburðinn varð að kvikmynda þótt
hann hefði nær lamast af sjokkinu.
Fyrir kvikmyndatökumanninn Has-
kell Wexler, sem og aðra kvikmynda-
tökumenn í hans sporum, er aðeins
einn kostur: þrátt fyrir áfall verður
að kvikmynda. „Ég uppgötvaði þá að
ég gat verið þátttakandi í atburði en
verið samt sem áður algjörlega utan
við það sem var að gerast,“ sagði
Wexler síðar.
Það má með sanni segja að Haskell
Wexler hafi lifað lífinu samkvæmt
þessari kenningu. í fjóra áratugi hef-
ur hann staðið bak við kvikmynda-
vélina og myndað jöfnum höndum
raunverulega atburði sem og leikna.
Kemur þetta einna best fram í hinni
frægu kvikmynd hans, Medium Cool,
sem hann gerði 1968. Þar lýsir hann
starfl kvikmyndatökumanns og
blandar saman leiknum og raun-
verulegum atburðum. Ekki hlaut sú
kvikmynd mikla aðsókn á sínum
Óskarsverðlaunamyndin In the Heat
tökumaður við.
tíma en hefur með árunum komist i
þann hóp að vera talin klassísk.
Hefur hlotið þrenn
óskarsverðlaun
Haskell Wexler hefur verið kvik-
myndatökumaður og eða leikstýrt
íjörutíu leiknum kvikmyndum. Sú
síðasta í röðinni er Colors sem Denn-
is Hooper leikstýrði. Hann hefur
einnig gert yfir eitt hundrað heimild-
arkvikmyndir. Þrisvar sinnum hefur
hann hlotið óskarsverðlaun. Var það
fyrir Bound for Glory, Interviews
With My Lai Veterans og Whos
Afraid of Virginia Woolf.
Vegna þess hversu ákveðinn Has-
kell Wexler hefur verið að vinna
eingöngu við viðfangsefni sem hann
hefur áhuga á hafa margar myndir
verið honum dýrkeyptar.
Bæði hefur hann orðið fyrir fjár-
hagslegu tjóni og einnig hkamlegu.
Má nefna að til að geta gert Medium
Cool, sem hann leikstýrði, skrifaði
handrit að og kvikmyndaöi, þurfti
hann að veðsetja hús sitt til að fá
peninga til framleiðslunnar. Og þrátt
fyrir mikið lof gagnrýnenda hlaut
myndin dræma aðsókn.
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
Þegar hann var eitt sinn að kvik-
mynda ólæti í tengslum við lands-
fund Demókrataflokksins í Chicago
varð hann fyrir táragassprengju og
hlaut varanleg meiðsl á auga.
Ein heimildarmynda hans, Under-
ground, sem hann gerði 1976 og
fjallar um óleyfileg samtök, varð til
þess að FBI fór að skipta sér af hon-
um meö nákvæmri rannsókn á ævi
hans.
Kýsaðvinnaað
áhugaverðum
verkefnum
Eins og áður sagði fer Haskell
Wexler eigin leiðir og því þarf engan
að undra þótt hann tæki að sér að
vera kvikmyndatökumaður hjá
óþekktum leikstjóra, John Sayles, en
mynd hans, Matewan, fjallar um bar-
áttu kolanámumanna fyrir auknum
réttindum í Vestur-Virginíu árið
1920. Mjög takmörkuð fjárhæð var
ætluð til töku þeirrar myndar og
laun Wexlers voru aðeins þrot af því
sem hann heföi getað fengið í
Hollywood. Þegar hann var inntur
eftir því hvers vegna hann tæki að
sér kvikmyndun Matewan svaraði
hann: „Það er alltaf áhugavert að
vinna við kvikmynd sem fjallar um
kafla í bandarískri sögu sem sjaldan
erminnstá."
John Sayles er heldur ekki spar á-
lofsyrði um Wexler: „Að sjálfsögðu
litum við allir upp til Wexlers og
hann á ekki svo htinn þátt í heildar-
útkomunni. Það var ekki auðvelt að
ákveöa lýsingu því myndin gerist úti
og inni, neðanjarðar og ofanjarðar.
Og þegar haft er í huga hversu stutt-
an tíma við höfðum fyrir upptökur,
var með eindæmum hversu réttar
ákvarðanir hans voru.“
Og Sayles heldur áfram: „Wexler
er mjög úrræðagóður. Hann hefur
ávallt fastmótaðar áætlanir í kollin-
um og verður aldrei fótaskortur."
Haskell Wexler er vanur að vinna
við þröngan kost. Allar hans eigin
myndir hafa verið gerðar fyrir htinn
pening og á skömmum tíma. 1984
leikstýrði hann og skrifaði handritiö
að Latino sem hlaut heldur betur litla
hrifningu hjá yfirvöldum vestanhafs,
enda er myndinni beint gegn contra-
skæruliðum í Niacaragua. Myndin
kostaði fjórar milljónir dollara og
utvegaði Wexler sjálfur helminginn.
„Ég vildi tjá mig á þann eina hátt
sem ég kann, með kvikmyndatöku-
vélinni, til að tala gegn Reaganstjórn-
inni sem ber ábyrgð á drápum
saklausra í Niacaragua þegar megin-
þorri Bandaríkjamanna veit ekki
einu sinni hvar Niacaragua er í ver-
öldinni.
í augnablikinu er Haskell Wexler
að vinna að handriti sem hann kallar
A Really Great Movie. Myndin á að
vera nokkurs konar svört kómedía
er íjallar um tvo kvikmyndagerðar-
menn sem verða fyrir því að aðalleik-
aramir deyja fyrir framan
kvikmyndavélina. „Ég lofa því að
myndin verður léttmeti þó að sjálf-
sögu verði alvarlegur undirtónn,"
segirWexler.
Oft er vitnað í Haskell Wexler sem
þann kvikmyndatökumann sem best
er að sér í nýjustu tækni. Hann trúir
því samt að kvikmyndatökumaður-
inn megi ekki, frekar en vísinda-
menn sem vinna við vopnaiðnað,
einbeita sér svo að tækninni að til-
gangurinn, sem helgar meöalið,
gleymist. „Tilgangurinnerekki
tæknilegur heldur hugmyndafræði-
legur.“
Vartilsjós
áfimmtaár
Haskell Wexler fæddist 1926 inn
í ríka fjölskyldu í Chicago. Hann átti
góða bernsku. Ekki tolldi hann lengi
í skóla heldur fór snemma á flakk,
gerðist sjómaður og sigldi um öll
heimsins höf í íjögur og hálft ár.
Stuttu eftir að hann kom heim til-
kynnti hann íjölskyldu sinni að hann
langaði aö gera kvikmyndir. Faðir
hans samþykkti, keypti gamlan her-
skála og byggði kvikmyndastúdíó
handa syninum. „Ég vissi alltaf að
ég hafði nokkra sérstöðu," segir
Wexler þegar hann er minntur á
þennan atburð.
Wexler vakti fyrst athygli 1959 sem
kvikmyndatökumaður fyrir starf sitt
við The Savage Eye sem er leikin
heimildarkvikmynd þar sem bland-
að er saman leiknum og raunveru-
legumatburöum.
Þótt Haskell Wexler sé þekktur fyr-
ir að vinna aðeins við kvikmyndir
sem höfða til hans þá er það ekki
alltaf svoleiðis. Hann hefur tekið að
sér að vera kvikmyndatökumaður
við ósköp venjulegar kvikmyndir,
sem er þá oftast einhver vinargreiði,
og einriig hefur hann fengist við aug-
lýsingagerð. Má geta þess að hann
var sá síðasti sem kvikmyndaði John
Wayne en það var í auglýsingamynd.
Hann tók einnig að sér að kvik-
mynda Colors fyrir Dennis Hooper
afpersónulegumástæðum. „Égveit
hvað Dennis Hooper hefur þurft að
fara í gegnum. Eftir allan þann
óþverra, sem hann hefur látið ofan í
sig, ætti hann að vera löngu dauður.
Vegna þess hve mikið hann lagði á
sig til að losna frá eiturlyfjum og
öðrum vandræðum er það af mikilli
virðingu fyrir honum sem ég vinn
fyrirhann.
Haskell Wexler hefur staðið bak
við kvikmyndavélina á mörgum úr-
valsmyndum. Hér á eftir fer listi yfir
þær helstu: America, America, The
Best Man, The Loved One, Whos
Afraid of Virginia Woolf?, In the
Heat of the Night, The Thomas
Crown Affair, Medium Cool, Americ-
an Graffiti, One Flew over Cuckoo’s
þlest, Bound for Glory, Coming
Home, Days of Heaven, The Rose,
Latino, Matewan, Colors. Helstu
heimildarmyndir hans eru: Brazil: A
Report on Torture, Interviews with
My Lai Veterans, The Trial of Cat-
onsville, Introduction to the Enemy
og CIA: A Case Officer.
-HK
of the Night er ein þeirra mynda sem Haskell Wexler hefur verið kvikmynda