Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. OKTÖBER 1988. Fréttir Þmgfundum verður ekki frestað: Var aldrei mín tillaga - segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra „Það hefur aldrei verið mín tillaga aö fresta þingfundum en hins vegar var rætt um aUa mögulega hluti á þessum fundi mínum með formönn- um þingflokkanna," sagði Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra en í gær fundaði hann með þing- flokksformönnum allra flokka um fyrstu störf þingsins. Bar þar meðal annars á góma hugsanlega frestun á þingfundum. „Á fundinum voru menn sammála um að fjármálafrumvarpið yröi ekki lagt fram fyrr en í síðustu viku mán- aðarins eða í kringum 24. október. Var fullur skilningur á því. Stefnu- ræðan verður hins vegar flutt 27. október. Að öðru leyti mun Alþingi starfa eins og eðlilegt er.“ Forsætisráðherra sagði aö bráða- birgðalögin yrðu lögð fram á þriðju- dag eða miövikudag í efri deild og síðan færu þau fll nefndar. Um af- grímur ekkert geta sagt. Lögin væru komiö fram breytingar á þeim. drifþeirraíneðrideildsagðistStein- orðin staðreynd en vissulega gætu -SMJ Forsætisráðherra fundaði með formönnum þingflokkanna í gær þar sem Ijóst varð að þingfundum yrði ekki fre- stað eftir setningu Alþingis. DV-mynd KAE Verður samkomulag vlð stjómarandstöðu um forseta- og nefiidakjör? Enginn huldumaður finnst Á fundi Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra með þing- flokksformönnum í gær var meðal annars rædd frestun á fundum Al- þingis án þess þó að Steingrímur legði fram neina formlega tillögu um það. Það sem vakti kannski mesta athygli í máli forsætisráð- herra var að hann stakk upp á sam- komulagi við stjórnarandstöðuna um kosningar í embætti þingfor- seta og við nefndakjör. „Forsætisráðherra spurði hvort viö værum til viðræðu um sam- komulag við kjör forseta og í nefnd- ir þingsins til að sleppa við hlut- fallskosningu. Ég spurði þá hvort huldumanninum í neðri deild þættu þetta ekki nógu mikilvæg mál til að koma fram í dagsljósið. Nú, það varð fátt um svör,“ sagði Ólafur G. Einarsson, þingflokks- formaður sjálfstæðismanna. Fyrr um morguninn ræddust fulltrúar stjórnarandstöðunnar við og voru þar lögð drög að samkomu- lagi um að stilla upp saman við nefndakjör. Þó að ekki verði hlé á fundum þings eins og áður hefur verið rætt um þá er ljóst að ekki verður fun- dað á fimmtudag og fóstudag í næstu viku. Þá hefur komiö til tals aö þingforsetakosningar verði á sjálfan setningardaginn sem mun ekkihafatíðkastáður. -SMJ t M K S ' - Frikirkjan í Reykjavík. Stuðningsmenn séra Gunnars: Þúsund undir- skriftir ótvíræður stuðningur - séra Cecil messar á sunnudag Niðurstöðu í fógetamáli séra Gunn- ars Bjömssonar fríkirkjuprests er ekki að vænta fyrr en að nokkmm dögum liðnum en lögfræðingar hans og stjómarinnar mættust í fógeta- rétti í gær þar sem afstaða aðilanna var kynnt. Stuðningsmenn séra Gunnars hafa ítrekað að atkvæðagreiðsla stjórnar- innar sé með öllu marklaus þar sem hún standi utan við lög safnaðarins og hafi veriö efnt til hennar af stjórn sem ekki hafi umboð til að fram- kvæma slíka hluti. Þeir segja ýmis- legt athugavert við framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar sem setji spum- ingarmerki við réttmæti hennar. Gunnarsmenn segja safnaðarfund æðsta vald safnaðarins og hafi upp- sögn séra Gunnars og fleiri mál verið afgreidd á löglegum safnaöarfundi 12. september síðastliðinn. Því hafi Gunnarsmenn ekki séð ástæðu til að mæta á Kjörstaö í atkvæðagreiðslu síðustu helgar. Loks segja þeir að undirskriftir þúsund manns séu ótví- ræður stuöningur viö séra Gunnar og vitna til yfirlýsinga stjómarinnar eftir atkvæöagreiðsluna. Bamamessa og almenn messa hef- ur veriö auglýst í Fríkirkjunni á sunnudag þar sem séra Cecil Har- aldssonmunþjónafyriraltari. -hlh Formaöur Vemdar er farinn að hreinsa til: Húsvörðurinn a Laugateigi rekinn vegna blaðaummæla Húsvörðurinn a Laugateigi, þar sem fangahjálpin Vemd rekur heim- ili fyrir fanga, hefur verið rekinn úr starfi sínu og virðist mega rekja þann brottrekstur til viðtals við hann í Þjóðviljanum um síðustu helgi. Hús- vörðurinn, Sigurjón Jósepsson, segir aö það hafi borið að með þessum hætti: „Á miðvikudaginn kom formaður Vemdar, Jóna Gróa Sigurðardóttir, í húsiö á Laugateigi ásamt tveim öðr- um manneskjum og vill fá að ræða við mig og segir um leið að nú sé búið að ráða nýja manneskju. Þá spurði ég hvort þessi nýi starfsmaður ætti að vinna með mér. Því svaraði Jóna Gróa: Nei, þér er sagt upp.“ Sigurjón segir að þannig hafi honum verið sagt upp fyrirvaralaust og hljóti hann að rekja þaö til blaðaum- mæla sem eftir honum vom höfð. Skriflega uppsögn hefur hann ekki fengið í hendurnar enn. Hann segist hafa fengið boð um laun út október og frítt uppihald fram í nóvember. Siguijón hefur unnið í eitt ár á Laugateignum og segir að sambúðin við Jónu Gróu hafi alltaf verið erfið. Hún vilji öllu ráða en sé þó aldrei til staðar. Sem dæmi nefndi hann að Jóna Gróa hefði aöeins mætt á 6 fundi af 21 fundi húsfélagsins þar Sigurjón Jósepsson, húsvöröur á Laugateigi, sést hér á húsvarðar- skrifstofunni. DV-mynd Brynjar Gauti sem hun se þö formaður. „Annars fannst mér alvarlegast aö á þriðjudeginum kom Jóna Gróa til mín og sagði aö allt væri orðið vit- laust út af ummælunum og tjáði mér að ekki þýddi annað en að senda mig í áfengismeðferð. Bar hún jafnvel Þórarinn Tyrfingsson, formann SÁÁ, fyrir því. Hann hefur að sjálf- sögðu neitað að hafa stungið upp á nokkru slíku enda ekki stefna SÁÁ að neyða neinn í meðferð. Ég tek það fram að ég hef ekki drukkiö í þijú ár og tók þetta að sjálfsögðu mjög nærri mér.“ Siguijón segist hafa snúið sér til Verslunarmannafélags Reykjavíkur, þar sem hann er félagsmaður, og hafi lögfræðingur VR tjáð sér að upp- sögnin væri ólögleg. Þá sagðist Sigur- jón líta svo á að hann hefði verið ráðinn af framkvæmdastjóm félags- ins en ekki formanninum. Jóna Gróa hefði á þriðjudagskvöldið haldiö framkvæmdastjómarfund heima hjá sér, þann fyrsta í sögunni sem þar er haldin, og hefðu ekki aflir verið boðaðir á hann. „Hún segir að sá fundur hafi ákveðið uppsögnina en engin leiö hefur verið aö fá aö sjá fundargerðabækur til að staðfesta þetta. Þá hefur þetta auðvitað haft slæm áhrif á heimilinu og valdið uppnámi meðal heimilismanna.. Eftir að mér hafði verið tilkynnt uppsögnin var haldinn fundur með þeim og starfs- svið nýja mannsins skýrt út. Ég veit að flestir urðu mjög hissa og vita fæstir hvemig þeir eiga að snúa sér.“ Haft var samband viö Jónu Gróu Sigurðardóttur og þessi ummæli bor- inn undir hana. Hún sagðist ekkert vilja segja að svo komnu máli. -SMJ Nemendur meö undirskriftalista: Óskað eftir námskeiði Hannesar Á deildarfundi Félagsvísindadeild- ar í gær var lagður fram listi með undirskriftum 13 nemenda þar sem óskað er eftir því að eitt námskeiða Hannesar H. Gissurarsonar, Frelsi, ríkisvald og lýðræöi, verði tekið til kennslu. Að sögn eins nemenda, Jóns K. Snæhólm, stóðu nemendur í þeirri trú að námskeiöiö hefði veriö fellt niður og skráðu sig því ekki. Nú hef- ur hins vegar komið í ljós aö margir nemendur hafa hug á þessu nám- skeiöi. í samtali við Hannes kom fram að hann væri tilbúin að hefja kennslu þótt hálfur mánuöur sé liðin af önninni. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort námskeiöið verður tekiö upp. -SMJ DV Leigubílaakstur: Steingnmur stoppaði reglugerðina „Jú, það er rétt, ný reglugerö um leigubifreiðaakstur var um það bil að koma út þegar ég tók við embætti hér. Mér fannst ýmsu ábótavant við hana svo ég stoppaöi hana af. Hún er nú í endurskoðun,“ sagði Steingrím- ur J. Sigfusson samgönguráö- herra. Steingrimur sagði aö ráöuneyt- inu hefðu borist flölmargar at- hugasemdir um reglugeröina frá fólki sem hrætt hefði veriö um að réttur þess yröi fyrir borð bor- inn með gfldistöku hennar. „Meðal annarra höfðu samband við mig einstakir öryrkjar, svo og Öryrkjabandalagiö, vegna þessa,“ sagði hann. „Þessir aöilar óttuöust að aöstaöa þeirra og rétt- ur yrði ekki nægilega tryggður með reglugerðinni Þá bar á miklum óróleika í kringum þetta mál og mikiö hefur veriö spurt. Þetta er heldur ekki einfalt mál. Fjölmargir aka á leyf- um annarra manna og biðlistar eru langir. Menn eru uggandi um réttarstöðu sína. Þaö þarf að vanda til afgreiöslu slíks máls og það verður gert hér.“ Ekki kvaðst Steingrimur geta sagt til um hvenær endurskoðun reglugerðarinnar lyki. „En við reynum aö hraða málinu eftir fóngum,“ sagöi hann. -JSS Atviiinutryggmgarsjóðixr: Bráðabirgðalán veitt í nóvember „Við getura fariö að veita bráöa- birgðalán að fenpum tillögum samstarfsnefndarinnar fyrir ára- mót,“ sagði Gunnar Hilmarsson, forraaður hins nýja atvinnu- tryggingarsjóðs, en sjóðurinn er í þann veginn að hefla starfserai sína. Reglugerö um starfserai sjóösins er enn í smíöum en funm drög aö henni hafa verið sett sara- an. Aö sögn Gunnars er ætlunin að fara að auglýsa eftir umsókn- um fljótlega en sjóðurinn mun hafa aðsetur f húsakynnum Byggðastofnunar. i drögunum eru meöal annars ákvæði sem heimila lánveitingu til hlutafjárkaupa. „Það er til aö hjálpa mönnum aö hjálpa sér sjálfir," sagði Gunnar um leið og hann tók fram að allar lánveit- ingar yröu bundnar veðum. Þá er einnig heimild aö lána til fyrir- tækja sem koma í staö annarra erhættastarfsemi. -SMJ Stykkishólmur: Vinnuslys í Uniðafossi Skipveiji á Urriðafossi féll nið- ur um op á mUliþilfari í lest skips- ins sem var við lestun í höfninni í Stykkishólmi á fimmtudag. Var maöurinn fluttur á spítalann í Stykkishólmi og þaöan á slysa- deild í Reykjavík. Lfðan hans er eftir atvikum en hann brotnaöi á hné, maröist illa og fékk höfuðá- verka. Haföi maðurinn verið einn að leita aö skrúfjámi í JjósalítíUi lestinni þegar slysið varð. -hlh Nafhvextir lækka um alit aö 5 prósent á þriðjudaginn. Þá lækka raunvextir um hálft prósent. Þá er gert ráö fyrir því að vaxtamun- ur inn- og útlána minnki. Þetta var ákveðið á fundi Seöla- bankans og viðskiptabankanna í gær. 4H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.