Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. 51 Líkamsrækt Nú þegar líkamsræktarstöðvarnar hafa fyllst af fólki sem kannski hefur ekki stundað neinar líkamsæfingar um langan tima, er ósköp eðlilegt að stirðir leggir og slappir magavöðvar fái að kenna dálítið á þvi. Tími harðsperra er runninn upp, nú þegar hrist er af sér slenið eftir sumarið, en hvað eru harðsperrur? Var dálítið erfítt aö stíga fram úr rúminu í morgun, og að ganga upp stigann? Getur verið að harðsperrum hafi verið um að kenna? Nú, þegar líkamsræktarstöðvamar eru að fyllast af fólki uppfullu af fógr- um loforðum um heilsusamlegra líf- emi, er líklegt að rúmin séu líka full af fólki sem á við umrætt vandamál að stríða, því nú er tími harðsperra. Þær fylgja gjama í kjölfar æfinga; nýrra æfinga sem mishðugir taka til við aö stunda. Það er ekkert smáveg- is fyrir líkamann aö þola og meðtaka hinar ýmsu beygjur og teygjur og hlaup og hopp og það kannski allt í einu eftir langvarandi kyrrsetu. Því er ósköp eðlilegt aö skrokkur- inn kvarti dádítið eftir að eigandinn hefur fundið upp á því aö prófa nýjar kúnstir. Þegar vöðvar, er lítið sem ekkert hafa veriö hreyfðir um langan tíma, em skyndilega notaðir þá á sér stað sérstakt Ukamlegt ferli sem hefur í fór með sér eymsh í vöövrnn og sin- um. Margar tilgátur eru uppi um orsök harðsperra og hvemig sé hægt að koma í veg fyrir þær eða minnka. Ein kenningin segir að harðsperrur séu bein afleiðing þess að mjólkur- sýrur hafi safnast upp í vöðvunum. En mjólkursýrur myndast í vöðvum við mikið álag. Þessi skýring hefur þó ekki notið mikilla vinsælda á meðal sérfræðinga því komið hefur í ljós að verstu harðsperrurnar myndast ekki við þvílíkar aðstæöur. Yfirleitt fer fólk ekki að finna fyrir harðsperrum fyrr en í fyrsta lagi hálfum sólarhring eftir æfingar en við uppsöfnun mjólkursýra þá er um að ræða lítils háttar eymsli í vöðvum sem eiga sér stað rétt á eftir átakið og líða fljótt frá. Önnur skoðun sérfræðinga er sú að í raun eru það ekki vöðvamir sjálfir sem veröa fyrir hnjaski heldur vefir sem tengjast þeim. Vöðvar hafa samdráttartrefjar sem eru langir þræðir er styttast þegar þeir verða fyrir áreiti tauga. Vefirnir þykkna og mynda sinar sem hafa áhrif á vöðvana með fyrrgreindum afleið- ingum. Eymslin geta verið mismunandi Þótt læknar og sérfræöingar hafi óhkar hugmyndir um ástæður harð- sperra og annarra eymsia eftir nýjar æfingar þá er eitt víst að verkirnir eru mismunandi eftir ólíkum teg- undum æfinga. Eins og fyrr segir koma harðsperrur fyrst í ljós hálfum sólarhring eftir æfingar en það geta líka liðið tveir dagar þangað til eymslin fara að gera vart við sig. En venjulega era harðsperrurnar hvað sárastar einum sólarhring á eftir. Mjöðmunum gefið tækifæri Á eftir slöppum magavöðvum era það líklega læri og mjaðmir sem flestir vilja taka í gegn, ekki síst kvenpeningurinn. Það er komið að mjaðmaæfingum. Þessar æfingar era mjög þægilegar og hægt að gera hvar sem er ef stóll er nálægur. Snúum okkur að fyrri æfmgunni. Stattu fyrir aftan stól og haltu í stólbakið hkt og sýnt er á myndinni. Tylltu höndunum efst á bakiö en varastu að hvíla of þungt á því. Hnén era beygð til hliðar og reynt að komast eins langt niöur og mögulegt er. Spennunni er haldið í 15 sekúndur og síðan rétt úr fótunum á nýjan leik. Æfmgin endurtekin. í seinni æfingunni er sama upp- hafsstaðan. Stattu vel í annan fótinn og haföu hnéð alveg beint. Dragðu hinn fótinn til hhðar með hné og tær Umsjón Rósa Guðbjartsdóttir beint fram. Varastu að líkaminn hreyfist með. Þú verður að vera í þráðbeinni stöðu og meö bakið beint. Fóturinn er dreginn beint til hliðar eins hátt og hver og einn getur. En aöalmálið er að halda beinni stöðu og varast að hálfur skrokkurinn fylgi til hliðar með fótleggnum. Eymshn geta veriö mjög mismun- andi og óhk og hefur þar mest áhrif hvaða æfingar hafa verið gerðar, hversu lengi, hve gamall iðkandinn er, sem og líkamlegt ásigkomulag hans. AJ.lt hefur þetta áhrif á „efti- ræfingaverki". Því eldri sem við- komandi er þvi lengur getur hann átt við harðsperrurnar að stríða. Eins og flestir vita núorðið þá er upphitun veigamikih þáttur í allri líkamsþjálfun og hefur einna mest áhrif á það hvort líkaminn kvarti og kveini eftir æfmgarnar eður ei. Upp- hitun og teygjur á enginn íþróttaiðk- andi að láta fyrir farast. Ekki heldur afslöppun og teygjur að æfingum loknum. Heitt bað hefur löngum reynst vel í þessu tilliti og er sívin- sælt. Hitinn heldur æðavíkkuninni við, sem átt hefur sér stað við æfin- gamar, og þar með blóðstreyminu til og frá vöðvunum. En með því minnka þau efnaskipti sem átt hafa sér stað í líkamanum og súrefni kemst frekar og hraðar til vöðvanna. En besta vörnin gegn harðsperrum er að teygja á og hreyfa sem mest þá vöðva sem notaðir voru við æfing- amar. Með því linnir eymslunum helst. Við hreyfinguna eykst blóð- streymi hkamans og líkamshitinn hækkar. Því mýkjast vöðvarnir og minnka þar með sárindin. Kaffi, te eða egg Næringarsérfræðingar hafa viljaö halda því fram að mikil neysla eggja geti leitt til þess að kólesterólið í blóðinu hækki En eins og alkumia er er slíkt mjög óæskilegt, ekki síst fyrir hjart- veika. í nýlegri rannsókn, sem ísra- elskir læknar hafa látiö fara frá sér, kemur hins vegar í Ijós að samband mikillar neyslu eggja og hækkandi kólesteróls í blóði er óverulegt. Það er kaffidrykkj- an sem þeir þess í stað beina spjótum sínum aö en samkvæmt rannsókninni er glöggt samband á milli þess aö drekka þijá eða fleiri kaffibolla á dag og aukinnar kólesteróbnyndunar í blóðinu. Annaö gildir um þá sem drekka te f stað kaffis. Tedrykkja er með öllu skaðlaus hvað þetta varðar og vffia meira að segja sumir halda því fram aö hún hafi þver- öfúg áhrif, minnki kólesteróliö f blóðinu. Hvers vegna ekki aö hætta kaffldrykkjunni og snúa sér aö teinu? t' -r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.