Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 17
17
f LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988.
Þannig var umhorfs i elnni stofunni á deild A-4. Best er að hafa nóg
af þolinmæði áður en lagt er út f kvikmyndaleik eða -gerð.
Þráinn virðir hér fyrir sér sjónarhorn myndavélarinnar. Ari Kristinsson
kvikmyndatökumaður og Verner Schafer aðstoðarkvikmyndatökumaður
fylgjast með.
María Ellingsen var i erfiðu hlutverki, þurfti stöðugt að fella tár yfir föð-
ur sínum. Þótt Marfa ætti nóg i tárabrunninum þurfti sminkan einstöku
sinnum að koma til hjálpar. DV-myndir Kristján Ari
sem Hilmar Oddsson hyggst gera.
Er hugsanlegt að Þráinn fái þann
styrk?,„Ég þakka þér fyrir að benda
mér á þennan möguleika," svarar
hann. „Ég veit svo sem alveg hvað
ég gæti gert við þá peninga. Það er
nauðsynlegt ef einhveijir peningar
eru afgangs í Kvikmyndasjóði að
drífa þá í kvikmyndagerðina eigi
síðar en nú þegar. Burtséð frá því
hvort myndin eigi eftir að bera sig
eða ekki þá er erfitt að vinna við
hana með peningasnúruna um
hálsinn," segir Þráinn.
Launin
og ánægjan
Hann segir aö án styrksins frá
Kvikmyndasjóði hefði ekki verið
hægt að hugsa um bíómyndina.
„Stór hluti af myndinni er vinnslan
og þaö er vandamál sem ég verð
að hugsa um þegar að því kemur.
Minn viðskiptabanki, Verzlunar-
bankinn, heftir sýnt mér fádæma
mikinn skilning og þar hef ég feng-
ið peninga að láni.“
Allir þeir sem vinna við Magnús
eru á mánaðarlaunum. „Það er lið-
in tíð að fólk vinni við kvikmynda-
gerð einungis sér til skemmtunar.
Því miður er tækniliðið ekki jafn-
vel launað og þaö ætti skilið. Tíu
tíma vinna á dag, sex daga vikunn-
ar er algjört lágmark hjá okkur og
fyrir þá vúinu fær það um áttatíu
þúsund krónur á mánuði. Það er
ekki mikið fyrir alla þessu vinnu.
Sem betur fer vinnur fólk lika
ánægjunnar vegna.“ Hann segir að
ailt þetta fólk sé samhuga um að
gera góða íslenska kvikmynd. „Það
er ekki áhugi fyrir því aö gera
mynd sem lítur út fyrir að vera
gerð af Ameríkönum. Myndin á aö
vera einstök vegna þess að hún er
íslensk."
Ekki
fjöldaframleiðsla
Þráinn heldur áfram og segir að
íslensk kvikmyndagerð eigi að
sefja okkur á blað með öðrum þjóð-
um, sem sérstæða þjóð ekki apa-
ketti sem herma eftir amerískum
myndum. „ísland á aldrei að verða
einhver Hong Kong þar sem eru
fjöldaframleiddar amerískar
myndir," segir Þráinn og þegar
hann er spurður hvort hann sé þá
að vísa til kvikmyndarinnar Fox-
trot svarar hann: „Ég er að vísa til
þeirrar hugsunar sem er á bak við.
Ég vil taka fram að Foxtrot er vel
heppnuð kvikmynd miðað við
þessa forsendu. Ég gæti aldrei
hugsað mér að vinna út frá þessum
forsendum en aðrir mega gera það.
Ég er hrifinn af tæknilegum
árangri þjá strákunum í Frostfilm
með Foxtrot en hér er verið að gera
allt aðra hluti,“ sagði Þráinn Bert-
elsson, leikstjóri, handritshöfund-
ur og framleiðandi, að þessu sinni
fjölskyldu-lífs.
-ELA
Spilltur og kærulaus
„litið og nett hlutverk"
- segir Þröstur Leó Gunnarsson um Gísla
Þröstur Leó Gunnarsson fer með lítið hlutverk í kvikmynd-
inni Magnús. Hann leikur Gísla, kærasta Eddu (Maríu Ell-
ingsen). Þröstur Leó hefur leikið talsvert síðan hann útskrif-
aðist úr Leiklistarskóla íslands. Stærsta hlutverk hans er
Hamlet sem nú er sýnt í Iðnó. Þá lék hann stórt hlutverk í
kvikmyndinni Eins og skepnan deyr. „Mér líst mjög vel á
handrit Þráins. Ég er viss um að þessi mynd á eftir að koma
vel út. Hún er öðruvísi en fyrri myndir hans.“ Þröstur Leó
sagði að þar sem hlutverk hans í myndinni væri lítið tæki
það ekki mikinn tíma frá honum. „Ég verð aðeins þijá daga
í upptökum svo þetta kemur ekki til með að raska neinu hjá
mér,“ sagði hann.
„Hlutverkið er lítið, nett og skemmtilegt. Ég leik strák sem
kemur heim með dótturinni og þau eru að byija saman. Það
er nú ekki mikið meira að segja um þetta hlutverk. Þó þetta
sé svipuð vinna og við Skepnuna þá mæðir miklu minna á
mér núna,“ sagði Þröstur Leó.
Hann er að byija að æfa Síamstvíburana sem að öllum lík-
indum verður jólaleikrit í Iðnó. Þá var sumarið mjög anna-
samt því hann lék í tveimur sjónvarpsmyndum, Degi vonar
og Flugþrá sem er ekki alveg lokið. „Það er auðvitað ágætt
að hafa nóg að gera en má ekki vera of mikið. Best er að ein-
beita sér að einu verkefiú í einu.“
Sýningar á Hamlet hófust að nýju í fyrradag en Þröstur
Leó sagði að hann hlakkaði til að takast á við það hlutverk
aftur. „Það er erfitt en mjög skemmtilegt," sagði Þröstur Leó
Gunnarsson. -ELA
HrnnnirMHra&iagili
einn aöalleikarinn
Glæsigæðingurinn Hrímnir frá Hrafnagili mun leika eitt
aðalhlutverka í kvikmynd Þráins Bertelssonar, Magnús. ís-
lenski hesturinn hefur verið kvimyndagerðarmönnum hug-
leikinn og margir íslendingar muna eftir Grána Jóhanns
Friðrikssonar heitins sem Gunnar Eyjólfsson reið í kvik-
myndinni um Lénharð fógeta. Einnig hafa þeir Hrafn Gunn-
laugsson og Ágúst Guðmundsson notað hesta töluvert í kvik-
myndum sínum.
Þráinn Bertelsson hefur þegar hafið tökur á myndinni sem
fjallar um draum lögfræðings um að eignast draumahestinn;
Hrímni. Lögfræðingurinn, leikinn af Agli Ólafssyni, er tóm-
stundahestamaður en langar að eignast hest tengdafóður síns.
Vegna misskilnings milli lögfræðingsins og tengdaföðurins,
sem leikinn er af Jóni Sigurbjömssyni, minnka möguleikam-
ir á að draumurinn rætist.
Hrímnir stóð efstur í B-flokki gæðinga árið 1982 á Vind-
heimamelum og var árið eftir efstur í töltkeppni á íslandsmót-
inu á Melgerðismelum. Eigandi Hrímnis, Bjöm Sveinsson á
Varmalæk, sýndi Hrímni í bæði skiptin. Hrimnir hefur ekki
keppt á stórum mótum síðan, er einungis notaður við hátíð-
leg tækifæri, enda höfðingi mikill.
Tökur á myndinni fara fram að mestu í Víðidal og ná-
grenni og svo í Borgarfirði. -E.J.
- segir Ingimar Oddsson, nýr leikari, um Ólaf sem hann leikur
Ingimar Oddsson var uppgötvaður í sjónvarpinu. Þráinn
Bertelsson sá hann syngja með hljómsveitinni Jójó í hæfi-
leikakeppni á Stöð 2. Það varð til þess að strákurinn fékk
tilboð um kvikmyndaleik en það var einmitt það sem hann
hafði beðið eftir.
„Ég hef leikið talsvert með leikfélaginu á Skagaströnd. Það
gæti vel komið til þess að ég leggi þetta fyrir mig,“ sagði Ingi-
mar, sem heldur upp á tvítugsafmælið í dag, er hann fékk
hvíld frá æfingu stutta stimd. „Ef mér gengur vel núna þá
er aldrei að vita hvað maður gerir.
Ég var ekkert sérstaklega hissa þegar Þráinn bað mig að
leika í þessari mynd. Án gríns þá haföi ég eiginlega reiknað
með því að ég yrði einhvem tíma beðinn," segir Ingimar og
stekkur ekki bros á vör. „Ég hef óbeint reynt að koma mér
á framfæri. Lék í Síldin kemur fyrir norðan."
Ingimar segist einnig hafa leikið nokkuð þegar hann var í
skóla. Hann hætti námi stuttu eftir að grunnskóla lauk og
hefur prófað margvísleg störf siðan. Má þar nefiia vinnu í
fiski og á sjó. „Eiginlega hef ég unnið við allt sem ég hef
komist í eins og skipasmiði, málun og ýmislegt fleira.“
Ingimar reyndi að komast inn í Leiklistarskóla íslands í
haust án árangurs. „Ég hef hug á aö reyna aftur en ég veit
ekki hvort það þýðir nokkuð," segir hann. „Kvikmyndaleikur
er að mörgu leyti frábrugðinn því sem ég hef áður verið að
gera en ég hef mjöggaman af þessu.“
Ingimar sagði að Ólafur, sem hann leikur í kvikmyndinni,
sé ögn kærulausari en hann sjálfur. „Hann er spilltari og
hefur ekki gegnt neinu ábyrgðarhlutverki í lifinu. Óli er svona
skellinöðrutýpa," segir Ingimar og er það víst hveiju orði
sannara því buningur hans í heimsóknarsenunni á Borgar-
spítalanum var leðurgalli og þjálmur. -ELA