Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. 27 Sæitverifólkið!... Sykur- molamir halda áfram að mjakast upp bandaríska breiðskifulistann, þeirstóðu að visu i stað eina viku í 57. sætinu en samkvæmt síðasta lista sem við höfum séð er platan Life'sToo Good nú í 54. sæti listans... Og meira af Sykurmolunum. Nýlega kom út i Bretlandi safnplata með lögum nokkurra hljóm- sveita sem eru á samningi hjá óháðum hljómplötufyrir- tækjum. Á plötunni, sem heit- ir Indie Top 20, Volume 5, er meðal annars að f inna lög með Sykurmolunum, Danielle Dax og The Darling Buds... Paul Rutherford, eitt sinn liðsmaður Frankie Goes To Holiywood, er nú að hefja sólóferil og hefur sent frá sér smáskífu með laginu Get Re- al. Síðar í haust kemur út stór plata frá Rutherford sem unnín er í samvinnu við þá ABC félaga Martin Frey og Mark White. Tónlist Ruther- fords ku hafa tekið miklum stakkaskiptum frá dögum Frankie GoesTo Holly- wood... Mikið upphlaup varð í Aþenu á dögunum er breska hljómsveitin PIL hætti við Robben Ford - Talk To Your Daughter Gulstakkur blúsar Sjálfsagt eru það ekki margir sem þekkja til gítarleikarans Robben Ford, enda er Talk To Your Daughther hans fyrsta plata sem einstakling- ur. Hann er samt langt í frá að vera einhver nýgræðingur i bransanum. Feril hans er hægt að rekja til 1974 þegar hann á táningsaldri hóf að leika með Joni Mitchell. Þar heyrði George Harrison í honum og fékk hann til hðs við sig á Dark Horse albúmið. 1977 stofnar hann svo ásamt nokkrum félögum Yellowjackets. í byrjun var hljómsveitin tómstundagaman hjá Ford. Aðalvinna haps var í stúdíói og var hann mjög eftirsóttur. En hljómsveitin vakti verð- skuldaða athygli og vinsælar fusion plötur fylgdu í kjölfarið. Ford yfigaf Yellowjackets 1984 og hefur síðan ferðast víða um heim spilað inn á plötur með jafnólíkum hstamönnum og Miles Davis og Michael McDonald svo einhverjir séu nefndir. Ford hefur sagt það að þrátt fyrir að hafa lengi leikið rokk og fusion þá sé hans aðaláhugamál hlús. Það verður að taka mark á þessum orðum því Talk To Your Daughter er blúsplata þótt nokkur hliðarspor sé að finna. Blandað er saman nýjum og gömlum lögum. Gamhr blús- standardar eru fyrir hendi, Born Under A Bad Sign og Ain’t Got Not- hing But The Blues þekkja allir blúsaðdáendur, önnur minna þekkt lög eru ekki síðri og sérstakur stíll Robben Ford skín í gegn. Sjálfur hefur hann ekki samið nema tvö lög Getaway og Can’t Let Her Go, það síðara mun skárra, þótt hvorugt sé nein meistarasmíð. Það sem kemur mest á óvart þeim sem heyrt hafa í Robben Ford er hversu góður söngvari hann er. Hann hefur ekki sungið áður inn á plötu svo ég viti th. Aðeins eitt lag er eingöngu sphað. Hann hefur háa rödd sem fehur einstaklega vel að gítarleik hans. Ef taka ætti einhver lög út úr hehdinni þá mætti nefna Revolution, lagið sem eingöngu er leikið og sýnir vel hversu góður gítarleikari Ford er, I Got Over It, sem er léttrokkað lag og Born Under a Bad Sign sem er blús eins og hann gerist bestur. Annars er hehdarútkom- an sterk. Talk To Your Daughter er plata sem maður vih spha strax aftur að hlustun lokinni. -HK tónleika á siðustu stundu. Ástæðan fyrir þvi að Johnny Lydon og félagar hættu við að ganga á svið var sú að um höfðu dundað sér við að grýta flöskum í upphitunar- hljómsveit PIL, The Triffids, Hrökkluðust Triffidsmenn af sviðinu við illan leík og við það óx skrilnum ásmegin og gerði hann sér litið fyrir og kveikti i sviðinu. Svo mikið var bálið að hringja þurfti á slökkvilið en ekki var það snarara i snúningum en svo að sviðið var brunnið til kaldra kola þegar það loksins kom. Þá logaði reyndar allt i slagsmálum meðal áhorfenda svo ekki veitti af slökkviliðinu til að kæla mannskapinn. PIL-menn gáfu þá skýringu á brotthvarfi sínu af tónleika- stað að þeir hefðu ákveðið það fyrir tveimur árum að leika aldrei framar fyrir flöskukastara, en þá gerðist það á tónleikum hljómsveitar- innar í Vínarborg að John McGeogh gitarleikari fékk flösku i andlitið og þurfti að saurna hvorki meira né minna en 40 spor i andlit hans eftir atburðinn... Bless... -SÞS- Ýmsir flytjendur - One Moment In Time Whitney Houston hreppir gullið Rétt eins og keppendur á ólympíuleikum koma flytjend- ur laga á plötunni One Moment In Time úr ýmsum áttum. Ný- höar innan um gamalreynd brýni; soularar, popparar, gam- all blúsari sem ekki vill láta nafns síns getið. Einn klassíker lætur meira aö segja í sér heyra. Sá er John Wihiams, reyndar þekktari fyrir tónlist sína í kvikmyndum en fyrir aö stjórna einni þekktustu sinfón- íuhljómsveit Bandaríkjanna. Lagi hans Olympic Spirit þykir mér venjulega ofaukiö á plöt- unni. Þaö stingur meö öllu í stúf viö hin níu eöa tíu - eftir því hvort hlustaö er á skífu eða disk. - En kannski er lag Will- iams einmitt tilefni þess að plat- an var gero. Mér sýnist þaö hafa verið samiö sérstaklega fyrir NBC sjónvarpsstööina, þá sem sá um að sjónvarpa frá leikunum í Seoul á dögunum. Líkt og keppendur á OL eiga flytjendurnir á One Moment In Time misjafnan leik. Sumir eru í toppformi. Th dæmis Whitney Houston sem flytur titillagið. Aðrir eru langt frá sínu besta. Eric Clapton (sá er ekki vih láta nafns síns getið) og Bee Gees rugla th dæmis saman reytum sínum í laginu Fight (No Matter How Long). Útkoman er hálf- skrítin. Rétt eins og maraþon- hlaupari hafi smyglaö sér í boð- hlaupssveitina. Bee Gees eiga reyndar annaö lag á plötunni, Shape Of Things To Come. Bræöurnir barkaþröngu eru langt frá sínu besta að þessu sinni. Sama má raunar segja um Eric Carmen og The Christ- ians. Þeir síöarnefndu flytja gamla lummu, Harvest For The World. Christians eiga vonandi eftir aö eiga sterkari leik á nýju plötunni sinni sem þeir eru aö vinna aö þessa dagana. Áhugaveröasta tónlistin á One Moment In Time kemur frá Whitney Houston sem fyrr var nefnd og Jermaine Jackson & Lala sem flytja lagiö Rise To The Occasion. Þaö lag er reynd- ar einungis á geisladisknum. Þá veitti ég athygli Tony Carey meö nett og melódískt lag sem heitir Midnight Wind. Þar er á ferð listamaður sem virðist th ýmissa hluta líklegur. í hehdina má segja aö platan One Moment In Time sé ekki eins minnisstæð og nýafstaðnir ólympíuleikar. Það vantar Ben Johnsonogskandalinn. ÁT Whitney Houston. Gildran - Hugarfóstur Gott gildrurokk Rokksveitin Gildran kom þægilega á óvart í fyrra meö sinni fyrstu plötu, Huldu- mönnum. Ekta rokkplötur eru fáheyrðar hér á landi. Og á dögunum sendi tríóiö frá sér aöra plötuna, Hugar- fóstur.. Rökrétt framhald er gam- all og ofnotaöur frasi. Hann á þó sérstaklega vel við Hug- arfóstrið. Þar bregður fyrir kunnuglegum töktum frá því í fyrra en jafnframt sýn- ir Gildran á sér hliðar sem hún hefur farið dult með til þessa. Róleg lög (þó með ólg- andi undirtóni) og jafnvel dálítið leikið stef, Sættir, sem kemur svo sannarlega ' á óvart. Það hlýtur að há tríóum þegar til lengdar lætur að vera aðeins þriggja manna sveitir. Liðsmenn Gildrunn- ar leika á hefðbundin hljóð- færij gítar, bassa og tromm- ur. Á Huldumönnum voru þau alfarið látin nægja. En á nýju plötunni eru hljóm- borð komin til sögunnar. Að vísu heyrast þau aðeins í tveimur lögum og er ákaf- lega sparlega farið með þau í útsetningum. Næstum, því feimnislega. Þessar nettu hljómborðsútsetningar upp- tökumannsins Sigurðar Rúnars Jónssonar gefa lög- unum þó meiri vídd en ella. Og auka enn frekar á fjöl- breytni plötunnar. Hugarfóstur er að flestu leyti fyrittaks hljómplata. Raunar hef ég ekki út á neitt að setja nema að mér finnst uppbygging nokkurra laga full keimlík: byrjað á trommum og síðan bætast hin hljóðfærin við. Þó má kannski segja að þessi upp- bygging eigi sinn þátt í stíl Gildrunnar, annarrar tveggja áheyrilegustu rokk- hljómsveita okkar um þess- ar mundir. ÁT-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.