Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. 11 Breiðsíðan DV-myndbrot vikunnar Gunnar Bender er víðforull í elt- ingarleik sínum við fréttir af stanga- veiði landsmanna. Það er tilgangs- laust að leita að þeirri laxveiðiá hér á landi sem hann hefur ekki litið augum. Þetta hafa lesendur DV feng- ið að sjá í sumar eins og undanfarin sumur. Fyrir skömmu var Gunnar á ferð um Vestfirði og tók þá þessa mynd á eyðibýlinu Skálmardal í Múlahreppi í Austur-Barðastrandar- sýslu. DV-mynd G. Bender wmm lÍSlN Erum eiginlega að leggja Stefáni Valgeirssyni lið - segir Theodór Júlíusson hjá Leikfélagi Akureyrar „Þetta er leikrit sem fjallar öðrum þræði um það að vera trúr sinxú heimabyggð. Við erum eiginlega að að leggja Stefáni Valgeirssyni lið og finnst að stuðningsmenn hans ættu að ijölmenna á sýninguna. Hann gæti líka opnað einhverja sjóði fyrir okkur,“ segir Theodór Júlíusson, leikari á Akureyri. Hann leikur Will- iams Carlos Wiiliams, lækni og skáld, í Skjaldbakan kemst þangað líka sem Leikfélag Akureyrar frum- sýndi í gærkvöldi. Williams var læknir í smábæ, starf- aði þar allt sitt líf og kappkostaði að yrkja ljóð og jörð í heimabæ sínum sem hann gerði að paradís á jörðu. „Ég held að þessi þáttur verksins ætti ekki hvað síst að höfða til lands- byggðafólks,“ segir Theodór og þar kemur Stefán Valgeirsson við sög- una. Hlutverkaskipti Þetta er þó ekki aðalatriðið í leikrit- inu því það fjallar um vináttu banda- rísku skáldanna W.C. Willians og Esra Pound á árunum milli stríða. Höfundur leikritsins er Árni Ibsen og skrifaði hann það upphaflega fyr- ir Egg-leikhúsið árið 1984. Það hefur verið sýnt víða og jafnan til þessa með Viðar Eggertsson í aðalhlut- verkinu. Viðar víkur nú fyrir Theodóri en tekur í þess stað sæti leikstjórans. „Ég neita því ekki að í upphafi æf- ingatímabilsins var erfitt að taka við hlutverki sem annar maður var bú- inn að móta með ágætum," segir Theodór. „Þá bætti ekki úr skák að þessi sami maður er leikstjórinn. Þetta ruglaði mig svolítið í byrjun en samstarfið hefur verið gott og því gengm- þetta. Theodór Júlíusson í hlutverki Will- iams, skálds og læknis. Við reynum að búa til nýjan Will- iams. Þetta er önnur túlkun á skáld- inu en var meðan leikritið var sýnt hjá Egg-leikhúsinu. Sviðsmyndin er líka önnur og verkið er sýnt á miklu stærra sviði en áður. Þá er Esra Po- und, hitt skáldið í verkinu, á sviðinu nánast allan tímann en var aðeins rödd í útvarpi áður.“ í leikritinu eru samskipti skáld- anna rakin frá því þeir eru ungir menn. Williams heldur tryggð við sinn heimabæ en Pound tók þá stefnu að reyna að kynnast öllu því sem ort hafði verið og hugsað í heim- inum. Hann var á sífelldum feröalög- um í leit að sjálfum sér og hinni réttu lífsskoðun. Hana fann skáldið loks í fasismanum á Ítalíu. Hann tók að sér að útvarpa áróðri fyrir fasista frá Ítalíu til Bandaríkj- anna í seinni heimsstyijöldinni. Fyr- ir tiltækið var hann kærður fyrir landráð og til stóð að dæma hann til dauða. Það kom í hlut Williams að veija vin sinn þótt hann gæti ekki varið skoðanir hans. Þessi átök eru þungamiðjan í leikritinu. Það er Þráinn Karlsson sem leikur Pound. „Við erum eldri en þeir leik- arar sem hingað til hafa farið með þessi hlutverk,“ segir Theodór. „Við erum því væntanlega lífsreyndari. Við erum lika á svipuðum aldri og skáldin voru þegar mest reynir á þau í leikritinu." Samstarf í áratug Þeir Theodór og Þráinn hafa unniö saman hjá leikfélagi Akureyrar í ára- tug. „Það vantar ekki mikið upp á að við höfum leikið saman í öllum leikritum félagsins á þessu tímabili," segir Theodór. „Það fer því ekki hjá því að við erum farnir að þekkjast. Seinast lékum við saman í Fiðlaran- um á þakinu nú í vor. Sjálfsagt getur það verið leiðigjarnt til lengdar fyrir leikúsgesti hér á Akureyri að eiga alltaf von á okkur í öllum verkum. Það ætti þó ekki að saka í leikritunum að við erum farn- ir aö kunna á hvorn annan.“ Að öllum líkindum leika þeir Theo- dór og Þráinn ekki saman í fleiri leik- ritum hjá Leikfélagi Akureyrar í vet- ur. Theodór hefur verið „lánaður“ til Leikfélags Reykjavíkur. Þar á hann að leika í Maraþondansi sem fumsýndur verður um áramótin. Jafnframt leikur Theodór fyrir noröan í Skjaldbökunni um helgar. „Ég geri ráð fyrir að ég kynnist þjón- ustunni hjá Flugleiðum vel í vetur,“ sagði Theodór Júliusson. -GK Jónas Jónasson, útvarpsmaöur- inn góðkunni, er nú að bregða und- ir sig betri fætinum og ætlar að skemmta útvarpshlustendum rás- ar eitt síðdegis á sunnudögum í vetur. „Þessir þættir mínir munu byggjast upp á söng, rabbi og Ijúfri stemninga í fyrsta þættinum fæ ég Jónas Ámason til að syngja texta við þekkt stríðslög en hann er eirunitt að gefa út bók með text- um, lögum og nótum,“ sagði Jónas í samtali við Breiðsíðuna. Auk þess sem Jónas Áraason tek- ur lagiö rabba þeir nafnarnir sam- an um hemámsárin og fleira. Reyndar er þátturinn ekki sendur út fyrr en 23. október svo áheyrend- ur þurfa aö bíða um stund. Jónas hefur þegar tekiö upp fyrsta þátt- inn en allir þættimir verða teknir upp í Duus-húsi*„Ég vil ná fram þessari sérstöku krárstemningu í stað þessara þurra taka,“ sagði Jónas. Langt er síðan Jónas var meö skemmtiþætti í útvarpi Menn muna sjálfsagt vel eftir þátt- um hans Úllen dúllen doff á sínum tíma. Þessir nýju þættir eiga einnig að vera skemmtiþættir eða öllu heldur skemmtílegir, eins og Jónas orðar það. Honum tókst aö ná upp þeirra stemningu sem hann ætlaði sér í upptöku fyrsta þáttarins. Kór Langholtskirkju tók einnig lagið og fijálpaði Jónasi Ámasyni í nokkr- um lögum. Þættir Jónasar verða hálfsmánaöarlega en Ólafur Þórð- arson, einnig þekktur útvarpsmaö- ur, verður á móti með sams konar þætti. Fijálsu útvarpsstöðvamar hafa reynt að vera með skemmtiefni eft- ir hádegi á sunnudögum en nú verður það gamla gufan sem bregð- ur á leik áður en langt um líður. -ELA Jónas Árnason syngur eigin texta við gömul striöslög. Hlustendur rásar eitt lá að heyra 23. október. DV-myndir GVA Nafnarnir Jónas Jónasson og Jónas Arnason rabba saman i Duus-húsi i skemmtilegri krárstemnlngu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.