Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988.
77
dv
Jon Provost, sjö ára gamall, og
bestl vlnur Lassle. Hundurinn
fékk hærri laun en stráksi.
/
Hann lék
Timmy i
Lassie
þáttunum
Jon Provost er lítiö þekktur í
dag. Hann var hins vegar heims-
frægur sem barn. Þá lék hann
litla, ógreidda Timmy í sjón-
varpsmyndaflokknura um hund-
inn Lassie. í sjö ár lék Provost í
Lassie-þáttunum en í dag er hann
orðinn 38 ára gamall. „Ég varð
aldrei ríkur á þáttunum," segir
Jon Provost.
Hann var annar leikarinn sem
lék Timmy og það var á árunum
1957 til 1964. Aðeins eitt vandamál
var að fa starfið á sínum tíma.
Lassie varð aö líka við strákinn.
Provost lék við hann í viku og
hundinum féll við hann. Þar meö
voru úrslitin ráðin og Jon Prov-
ost fekk starflð.
Vinnan við þættina var mikil
og Jon Provost átti sjaldnast fri.
Hann þénaði talsvert en stór hluti
fór í skatta. „Lassie þénaði samt
miklu meira, enda var hann stór-
stjama.“ Eftir aö Provost hafði
leikið Timmy í sjö ár langaði
hann að hætta. „Eg var orðinn
fjórtán ára og mig langaði í skóla
með öðrum krökkum. Auðvitað
langaði mann líka að hitta stelpur
og verða alvöru manneskja,“ seg-
ir Provost „Fólk þekkti mig ein-
ungis sem Timmy."
Provost fór í einkaskóla og lék
jafnframt i nokkrum kvikmynd-
um. Eftir háskólanám í Kalifom-
íu sneri hann sér aö kennslu. Nú
er Jon Provost kvæntur maöur.
Eiginknnan heitir Sandy og þau
eiga tvö böm, Ryan, fjögurra ára,
og Katie, tveggja ára. Auk þess
hafa þau tvo hunda á heimili sínu
í Santa Rosa en hvorugur er þó
af Collie-kyni.
Ekki segist hann haíá áhuga á
sviösljósinu að nýju og ekki horf-
ir hann mikið á sjónvarp. „Flest
það efni sem bömum er boðið upp
á f dag er svo lélegt að ég myndi
aldrei bjóða bömum mínum upp
á að horfa á þaö. Aðeins einn af
fáum þáttum sem þau hafa gam-
an af, hefur boðskap, góð áhrif,
skemmtilegan söguþráð og góöan
endi. Þaö er myndaflokkurinn
um Lassie.“
Jon Provost i dag. Honum Ilnn8t
efnl það »em börnum er boðlð
upp á i dag bæöl ómerkilegt og
lélegt.
Sviðsljós
Ektaparið Karl Bretaprins og Díana
kona hans ætla að heimsækja Kína
og Hong Kong á næsta ári. Sérstök
tilkynning hefúr verið gefln út þess
efnis en áður höfðu verið uppi sögur
um aö Austurlandaferöin stæði fyrir
dymm.
Enn hefur ekki verið ákveðið ná-
kvæmlega hvenær ferðin verður far-
in. Það mál er nú í höndum kín-
verskra embættismanna. Þeir hafa
ekki enn fundið út hvenær best er
að taka á móti þeim hjónum. Þó er
talið aö fyrstu mánuðir næsta árs
verði valdir til heimsóknarinnar.
Yfirvöld í Hong Kong ætla að velja
tíma til heimsóknarinnar eftir að
Kínverjar hafa komist að niöurstöðu
og miða heimsóknina tii borgríkisins
við hana. Karl og Díana hafa aldrei
áður komið til Kína.
Heimsóknir Karls og Díönu vekja
alltaf mikla athygli. Fyrir skömmu
kom Díana í bílaverksmiöjur Ford á
Norðvestur-Englandi. Verkamenn
þar tóku upp á því að blístra aö prins-
essunni en sagt er að hún hafi roön-
að.
Ýmsum þótti uppátæki verka-
mannanna bíræfið í meira lagi en á
blaðamannafundi eftir heimsókina
gerði Díana gott úr öllu saman. Hún
viðurkenndi þó í samtölum viö
verkakonur í verksmiðjunni að sér
þættu karlmenn ekki alltaf nægilega
kurteisir 1 sinn garð. Hún sagði að
karlar í þjónustuliði á heimiii hennar
ættu það til aö vera með stríðni þann-
ig að hún væri ekki óvön svipuðum Blaðamenn á Englandi gera ráð eru menn þar í landi annálaöir fyrir
uppákomum og þeirri í verksmiðj- fyrir að prinsessan mæti meiri kurt- prúðmannlega framkomu.
unni. eisi þegar hún kemur til Kina enda
Karl Bretaprins og Díana kona hans fara væntanlega til Kina eftir áramótin.
Karl og Díana á leið til Kína
André
Bachmann
í kvöld
Mímisbar
/l/H/IDELS
ÞÓRSC/IFÉ
Brautarholti 20
Símar:
23333 & 23335
Ari Jónsson
skemmtir í kvöld
Hljómsveitin
í GEGNUM TÍÐINA
leikur fyrir dansi frá 22-3
Rúllugjald 500,- Snyrtilegur klæðnaður
JXUF^UEIMUM 74. StM!