Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 36
52
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988.
Knattspyma unglinga
FH og Fram léku til úrslita á íslandsmóti 4. flokks og þurfti tvo leiki til að skera úr um hvor yrði meistari. Fyrri
leiknum lauk 2-2 eftir framlengingu. Seinni leikurinn, sem fram fór í Kaplakrika eins og sá fyrri, endaði með sigri
FH, 4-3. Myndasyrpan er af 3. marki FH. Brynjar Gestsson, framherji FH (9), sendi stungubolta á Jón G. Gunnars-
son, lengst t.h., sem afgreiddi hann með hörkuskoti í hornið fjær. Hólmsteinn Halldórsson, i marki Fram, gerði
þó góða tilraun til að verja, sömuleiðis Valtýr Gunnarsson, varnarmaður Fram (8). Sigurgeir Kristjánsson, varnar-
maðurinn sterki hjá Fram, fórnar höndum á mynd 2 og engin furða því staðan var orðin 3-1 fyrir FH. Leikurinn
var mjög spennandi og skemmtilegur, sérstaklega undir lokin. DV-mynd HH
Evrópukeppni drengjalandsliða (U-16):
KR og Valur skyldu jö&i í 2. ingar hafa eins stigs forystu á Val
flokki sl. sunnudag. Lokatölur og hljóta að teljast sigurstrangleg-
uröu 1-1. KR-ingar geröu fyrra astir. Þeir eiga að vísu eftir að
markiö og var Ingólfur Gissurar- keppa gegn Þrótti og ÍR-ingum sem
son þar aö verki. Jöfhunarmark oft geta verið erfiðir andstæðingar
Vals geröi Þóröur Bogason. KR- þegarságáliinneráþeim. -HH
„Okkur var bolað út úr keppninni"
- segir Lárus Loftsson eftir 3-0 tap gegn Noregi
íslenska drengjalandsliðið, undir
16 ára, varð að þola 3-0 tap í seinni
leiknum gegn þvi norska, ytra, 30.
sept. sl. Með jafntefli eða 3-2 tapi
hefðu íslensku strákarnir tryggt sér
þátttökurétt í úrslitakeppni í Evr-
ópukeppni landsliða sem fram fer í
Danmörku á næsta ári. í fyrri leik
liðanna, sem fram fór á KR-velli,
sigraði ísland, 1-0.
Þetta tap gegn Norðmönnum hefur
valdið miklum vonbrigðum og þá
sérstaklega með hliðsjón af fyrri leik
liðanna þar sem okkar strákar tóku
þá norsku nánast í kennslustund.
Slíkir voru yfirburðir okkar manna.
Slök byrjun
Strákamir voru taugaóstyrkir í
byrjun leiks og eftir aðeins 5 mín.
leik tókst Norðmönnum að skora
fyrsta markiö úr vítaspymu sem var
réttilega dæmd. Á 13. mín. var Þór-
halli D. Jóhannssyni bmgöið af
norska markverðinum mjög gróflega
og bjuggust flestir við að vítaspyma
yrði dæmd. En raunin var önnur því
danski dómarinn úrskurðaði aðeins
homspymu á Norðmenn.
Á 30. mín. kom svo rothöggið.
Bjarka Gunnlaugssyni var visað af
leikvelli. Hann var lagður í einelti
af einum Norðmanninum og hafði
sá hinn sami togað í peysu Bjarka
og enginn bolti nálægur. Strákarnir
lentu í smástimpingum með fyrr-
greindum afleiðingum. Leikmaður
norska liðsins fékk aðeins gult spjald
en hefði auðvitað átt að fá rautt eins
og Bjarki. Við þetta mótlæti var öllu
lokið fyrir okkar stráka og eftirleik-
urinn léttur fyrir Norðmenn.
„Vonlaust að sigra
í svona leikjum“
Lárus Loftsson kvaðst mjög óhress
meö þátt dómarans: „Það var aug-
ljóslega um nokkurs konar norræna
samvinnu að ræða milli frændþjóð-
anna gegn okkur,“ sagði hann og
bætti við:
„Danski dómarinn var mjög hlið-
hollur Norömönnum í fyrri hálfleik
og er óhætt að segja að það hafi að
miklu leyti ráðiö úrslitum leiksins.
Aftur á móti reyndi hann aö klóra í
bakkann og gefa okkur innköst og
annaö eftir því þegar Norðmenn
voru búnir að vinna leikinn, svona
eins og til að réttlæta hiö liöna. Þaö
var greinilegt á öllu að danski dóm-
arinn var eingöngu mættur til að
bola okkur út úr keppninni," sagði
Lárus Loftsson.
Hin slæma byrjun
Þrátt fyrir gagnrýni Lárusar Lofts-
sonar á dómara leiksins hlýtur það
að skipta miklu máli hve íslenska
liðið byrjaði illa. Það hljóta því að
vakna upp spumingar úm undirbún-
ing fyrir leikinn. Það er ljóst að
leikjafjöldi íslenska liðsins er mun
minni en hins norska. Getur það
skipt sköpum? Líka má spyrja hvað
það hafi verið sem olli hinni miklu
hræöslu og taugaspennu í byijun
leiks. Að öllum líkindum hafa okkar
strákar ekki farið inn á með réttu
hugarfari. Það hlýtur að vera ljóst
að búast mátti við baráttuleik og áttu
strákarnir okkar að vera þannig
undirbúnir.
Hvað er fram undan?
Það verður lítið um að vera á næst-
unni fyrir þetta drengjalandslið.
Möguleiki er þó á því að komið verði
af stað keppni í 17 ára aldursflokki á
Norðurlöndum í samráði við Breta.
Sú keppni er hugsuð á næsta ári.
Nk. laugardag mun unglingasíða
DV leita nánari skýringa hjá Lárusi
Loftssyni drengjalandsliðsþjálfara á
misjöfnu gengi drengjalandsliðsins í
ár. -HH
Hér eru fjórir knáir úr drengjalandsliðinu. Lengst til vinstri er Ægir Dagsson, KA, markvörðurinn snjalli sem lék
mflleik með félagi sínu f 1. deild. Fyrir vikið valdi DV hann i lið vikunnar og er það frábær árangur hjá leikmanni í
3. flokki. Við hlið hans eru Guðmundur Gíslason, Fram og Dagur Sigurðsson, Val. Fyrir framan er Þórhallur D.
Jóhannsson, Fylki. - Þessir strákar voru í knattspyrnuskóla KSÍ að Laugarvatni í sumar og er myndin tekin við
það tækifæri. DV-mynd HH
Grunnskólamót KRRhefst í dag
Knattspymuráð Reykjavíkur
gengst fyrir grunnskólamóti í knatt-
spyrnu sem hefst í dag kl. 9.30. Mótið
fer fram á gemgrasvelhnum. Þetta
er í fyrsta skipti sem mót af þessu
tagi fer fram. Leikið er í tveimur riöl-
um. A-riðil skipa: Hólabrekkuskóli,
Hagaskóli, Breiðholtsskóli, Æfinga-
og tilraunaskóli KHÍ og Hvassaleitis-
skóli. í B-riðh leika Fehaskóli, Öldus-
elsskóli, Austurbæjarskóh, Álfta-
mýrarskóh og Réttarholtsskóh.
I dag spila í A-riðli:
Hagaskóh - Hvassaleitisskóli kl. 9.30
Breiðholtsskóli - Æfinga- og th-
raunaskóli KHÍ kl. 10.50.
B-riðill:
Ölduselsskóh - Réttarholtsskóh kl.
12.10.
Austurbæjarskóh - Álftamýrarskóli
kl. 13.30.
2. flokkur:
Fram-ÍR,3-1 (1-0)
Guðbjartur Auðunsson kom Fröm-
uram yfir í fyrri hálfleik.
í upphafi síðari hálfleiks jafnaði
Kristján Halldórsson fyrir ÍR-inga og
var leikurinn þrunginn spennu um
tíma, þar th Helgi Bjamason náði
aftur forustunni fyrir Framara.
Framarar sóttu mun meira undir
lokin og juku forystuna í 3-1 með
marki Helga Björgvinssonar.
Mótið heldur áfram nk. laugardag
og eigast þá við eftirtaldir skólar:
A-riðill:
Hólabrekkuskóli - Hagaskóh kl. 9.30.
Hvassaleitisskóli - Breiðholtsskóh
kl. 10.50.
B-riðih:
Fellaskóli - Ölduselsskóli kl. 12.10.
Réttarholtsskóh - Austurbæjarskóh
kl. 13.30.
Leikið verður næstu laugardaga í
riðlakeppni. Sigurvegarar úr riðlun-
um mætast síðan í úrslitaleik á gervi-
grasvelhnum 13. nóv. kl. 14.00.
Ljóst er að keppni þessi getur orðið
bæði spennandi og skemmtheg því
margir afburðaknattspymumenn
eru nemendur í fyrrtöldum skólum.
Nemendur em því hvattir til að fylgj-
ast með liði sínu og hvetja það th-
sigurs. -HH
3. flokkur (A):
Markahæstur KR-inga
Leikur KR og Víkings í 3. fl. (A) var
þrælskemmtilegur og spennan mikh
um miðbik leiks. Omar Bendtsen
skoraöi fyrra mark KR-inga í fyrri
hálfleik. Víkingar voru oft nærri því
að jafna, sérstaklega í byijun síðari
háhleiks eða þar til Kristinn Kjær-
nested (Strumpurinn) bætti við ööru
marki KR-inga. Hann er markahæst-
ur leikmanna 3. fl. KR með 7 mörk í
haustmótinu. -HH
Skarpari skil milli
handbolta og fótbolta
Allflest félög sem hafa knattspymu
á sinni stefnuskrá bjóða líka upp á
handknattleik. Það er ósjaldan sem
árekstur hefur átt sér stað milli þess-
ara íþróttagreina innan félaganna.
Slíkt er ákaflega slæmt félagslega því
þegar allt kemur til ahs þá er æft og
spilað undir sama merki og mark-
miðið er náttúrlega að auka hróður
síns félags. En því miður, víða jaðrar
viö beinan fjandskap mhli þessara
dehda. Hvað er svo til ráða gegn
þessu niðurrifsstarfi?
Manni dettur fyrst í hug að aðal-
stjórn gæti, ef þeir ágætu menn
nenntu að leggja það á sig, reynt að
lægja öldurnar, sett einhveija reglu
sem myndaði skarpari línu mhli
deildanna, þannig að ekki fari allt
úr böndunum. Það er einnig ljóst að
ekki þýðir að banna unglingum að
iðka, eina íþróttagrein fremur en
aðra. Það er þeir sem á að hafa síð-
asta orðið þar um.
En svona í lokin: Æfingar og
keppni í 5. flokki krakka í hand-
knattleik skilar engu upp á framtíð-
ina. Aftur á móti getur slíkt haft úr-
shtaþýöingu í iðkun knattspyrnu. í
Rússlandi byija unglingar 13-14 ára
aö leika handknattleik og þrátt fyrir
það eru þeir ólympíumeistarar með
meiru. Til frekari áréttingar: Wund-
erhch, einn frægasti handknattleiks-
maður V-Þjóðverja fyrr og síðar,
byijaði að iðka handknattleik 23 ára
gamall. Þetta segir okkur þá sögu að
til þess að ná virkilega góðum ár-
angri í knattspyrnu þarf meiri yfir-
legu en virðist þurfa í handknattleik.
Ég þykist tala hér af örlítilli reynslu
þar sem ég hef stundað báðar þessar
íþróttagreinar.
-HH
Umsjón
Halldór Halldórsson