Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988.
Fréttir
Alþýðusambandsþingið 1 nóvember:
Leikfléttusmiðirnir
eru teknir til starfa
Ásmundur Stefánsson stend- pé,ur Sigurðsson, torseti Al- Grétar Þorsteinsson, formað- Björn Grétar Sveinsson gæti Þóra Hjaltadóttir er orðuð við
ur höllum fæti innan ASÍ um þýðusambands Vestfjarða. ur Trésmiðafélags Reykja- orðið næsti formaður Verka- varaforsetaembætti hjá ASÍ.
þessar mundir víkur. mannasambandsins
Nú er ekki nema rúmur einn og
hálfur mánuður þar til þing Al-
þýðusambands íslands hefst, en það
er haldið á fjögurra ára fresti. Meðan
verkalýðshreyfingin var og hét, og
lét til sín taka í þjóðfélaginu, þóttu
þing ASÍ með merkustu atburðum.
Ekki eru nema 30 ár síðan Alþýðu-
sambandsþing hafnaði tillögum rik-
isstjórnar Hermanns Jónassonar og
þar með baðst Hermann lausnar fyr-
ir sig og ráðuneyti sitt. Slíkt var vald
ASÍ á þeim árum. Nú er öldin önnur
og minna hlustað á það sem forystu-
menn ASÍ hafa fram að færa en áður.
Samt er það nú svo að stjómmála-
flokkunum þykir allnokkurs virði að
ráða yfirstjóm Alþýöusambandsins.
Síðustu átta árin hefur verið eins
konar þjóðstjómarform á miðstjórn
Alþýðusambandsins og hefur friður
og ró ríkt innan hennar, þar til í
haust. Út á við hefur Alþýðusam-
bandið einnig sýnt mikla friðsemd í
verki. Ásmundur Stefánsson hefur
verið forseti sambandsins þennan
tíma. Hann naut mikils trausts í byrj-
un en það hefur farið minnkandi með
ámnum. Ástæðan fyrir því er fyrst
fremst sú hve erfitt Ásmundur á með
að vinna með fólki og einnig hitt
hversu sambandslaus hann er við
hinn almenna félaga í verkalýðs-
hreyfingunni. Það sem veikt hefur
stöðu Ásmundar sem forseta ASÍ
hvað mest síðustu misserin er sú
fullyrðing fiskvinnslufólks í landinu
að það hafi verið skilið eftir í samn-
ingunum 1986 og ekki borið sitt barr
síðan. Það hefur ekki fyrirgefið Ás-
mundi þetta enn og það var einmitt
ástæðan fyrir því að forysta ASÍ var
ekki látin sjá um gerð kjarasamninga
fyrr á þessu ári.
Allt síðan Ólafur Ragnar Grímsson
var kjörinn fonnaður Alþýðubanda-
lagsins hefur Ásmundur Stefánsson
verið í ákafri andstöðu við hann inn-
an flokksins. Ásmundur beitti sér
manna harðast gegn því að Alþýðu-
bandalagið tæki þátt í stjórnarmynd-
un á dögunum en þar hafði Ólafur
Ragnar betur. Þaö að Svavar Gests-
son skyldi standa með Ólafi Ragnafi
í því máli og tekið ráðherradóm hef-
ur orðið til þess að Ásmundur telur
Svavar hafa snúist gegn sér. Þeirra
samband hafði lagast mjög fyrir síð-
asta landsfund flokksins eftir margra
ára rimmu innan flokksins. Sú
rimma hófst frá hendi Asmundar
þegar ákveðið var 1978 að Svavar
Gestsson fengi 1. sæti á lista flokks-
ins í Reykjavík en ekki Ásmundur
en slagurinn stóð á milli þeirra
tveggja.
Staða Ásmundar innan Alþýðu-
bandalagsins var ekki mjög sterk
fyrir ríkisstjórnarmyndunina á dög-
unum en eftir hana hefur hún versn-
að til muna. Segja má að hann hafi
einangrast enn frekar en áður var
vegna afstöðu sinnar til stjórnar-
myndunarinnar. Niðurstaða skoð-
anakönnunar DV á dögunum sýndi
að allir sem sögðust myndu kjósa
Alþýðubandalagið sögðust líka
styðja ríkisstjórnina. Sú útkoma hef-
ur án efa komið Ásmundi og öðrum
þeim Alþýðubandalagsmönnum,
sem andvígir voru stjórnarmyndun-
inni, verulega á óvart.
Ef Ásmundur ákveður að gefa kost
á sér áfram sem forseti ASI, en það
hefur hann ekki gert enn, er bakland
hans í Alþýðubandalaginu ekki
s'terkt og það er það ekki heldur inn-
an verkalýðshreyfmgarinnar. Það er
því allt eins víst að boðið verði fram
á móti honum og raunar er leit að
nýjum forseta ASÍ hafin. Baktjalda-
makkið er byrjaö og samkvæmt
heimildum DV hafa ríkisstjórnar-
flokkarnir þegar hafið samstarf. Og
ekki bara það, heldur er verið að
leggja línur að langri leikfléttu hvað
varðar völd innan verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Forsetakandidatar
Því hefur verið haldið fram að þeir
séu ekki margir innan verkalýðs-
hreyfingarinnar sem geti sest í stól
forseta ASÍ svo vel sé. Þeir sem þessu
halda fram segja að það sé ekki fyrir
nema hálærða menn að stýra sam-
bandinu i gegnum brim flókinna
kjarasamninga. Þeir sem eru þessu
andvígir benda á að til séu margir
hæfir menn innan hreyfingarinnar
til að gegna.embætti forseta og hver
sem þann stól vermi geti ráðið sér
Fréttaljós
Sigurdór Sigurdórsson
sérfræðinga til aðstoðar, rétt eins og
ráðherrar geri. Þessi sjónarmið virð-
ast hafa orðið ofan á nú og menn
hafa verið aö fara yfir sviöið í leit
að forsetaefni. Alþýðuflokksmenn
hafa verið með kenningar um að tími
sé kominn til að maður úr þeirra
hópi verði forseti ASÍ. Um tíma var
Karl Steinar orðaður við forseta-
framboð en hann mun hafa hætt við
enda önnum kafinn maður fyrir. Nú
hafa menn aftur á móti stöðvast við
Pétur Sigurðsson, forseta Alþýðu-
sambands Vestíjarða, einn reyndasta
og hæfasta mann sem verkalýðs-
hreyfingin á til.
Framsóknarmenn eru ekki sterkir
innan verkalýðshreyfmgarinnar en
samt eiga þeir nokkra sterka og hæfa
einstaklinga sem þeir vilja efla til
mannaforráða innan Alþýðusam-
bandsins. Alþýðubandalagið hefur til
þessa talið sig sterkasta flokkinn inn-
an hreyfingarinnar, þótt margir
dragi það í efa. Ekki síst minnkuðu
ítök þess eftir að Guðmundur J. sagði
sig úr flokknum. Hann hefur í ára-
raðir verið sterkastur Alþýðubanda-
lagsmanna innan Alþýðusambands-
ins, sem formaður Verkamannasam-
bandsins og Dagsbrúnar. Eftir að
Guðmundur gekk úr flokknum og
Ásmundur er kominn á þröskuldinn,
eftir ræðuna frægu sem hann hélt á
þingi Sjómannasambandsins á dög-
unum, hafa áhrif Alþýðubandalags-
ins innan verkalýðshreyfmgarinnar
minnkað til muna. Þess vegna er
flokkurinn nú tilbúinn að taka þátt
í fyrmefndri leikfléttu með Fram-
sóknar- og Alþýðuflokki.
Leikfléttan
Samkvæmt heimildum DV felst
þessi leikflétta, sem nú er unnið að,
í því að Pétur Sigurðsson úr Al-
þýðuflokki verði næsti forseti Al-
þýðusambandsins. Fyrsti varaforseti
verði Þóra Hjaltadóttir úr Fram-
sóknarflokki en annar varaforseti
verði Grétar Þorsteinsson úr Al-
þýðubandalagi. Þá nær fléttan einnig
til miðstjómarkjörs en vitaö er að
allmiklar breytingar verða á miö-
stjóm ASÍ á þinginu. Gamalreyndir
verkalýðsforingjar hafa ákveðið að
gefa ekki kost á sér viö miðstjórnar-
kjörið. En fléttan nær lengra. Guð-
mundur J. Guðmundsson hefur lýst
því yfir aö hann ætli að hætta sem
formaður Verkamannasambandsins
á þingi þess eftir eitt ár. Alþýðu-
bandalagsmenn hafa átt formann
Verkamannasamhandsins alveg frá
stofnun þess. Og í fléttunni nú er
gert ráð fyrir að Björn Grétar Sveins-
son, formaður Jökuls á Höfn, verði
næsti formaður Verkamannasam-
bandsins en hann á sæti í fram-
kvæmdastjóm þess. Bjöm er án efa
efnilegasta foringjaefnið innan
verkalýðshreyfingarinnar sem Al-
þýðubandalagið á til.
Þrátt fyrir að ríkisstjórnarflokk-
amir standi að þessari fléttu er ekki
þar með sagt að hún gangi að öllu
leyti upp. Jafnvel þótt margir séu á
því að Pétur Sigurðsson myndi sigra
Ásmund Stefánsson í forsetakjöri á
ASÍ-þinginu er of snemmt að afskrifa
Ásmund ef hann gefur kost á sér
áfram. Eins er alls óvíst að Pétur eða
einhver annar fáist til að bjóða sig
fram gegn Ásmundi. Þá er enn eitt
sem er að gerast þótt hljótt fari.
Fjórðungssamböndin eru nú í óða-
önn að styrkja sig, ekki bara fyrir
þing ASÍ heldur til frambúðar. Til
að mynda er Alþýðusamband Aust-
urlands að verða mjög öflugt og alls
óvíst aö fulltrúar þess samþykki að
taka þátt í leikfléttu stjórnarflokk-
anna. Einn af reyndustu verkalýðs-
leiðtogum landsins sagði í samtali
við DV að alls óvíst væri að flokkarn-
ir hefðu sömu tök á fulltrúum á ASÍ-
þingi nú og þeir hafa haft til þessa.
Margt hefði breyst á síðustu misser-
um og því væri nú erfiðara aö spá í
spilin en nokkru sinni fyrr. Það eina
sem telja mætti víst í þessum efnum
væri aö til mikilla átaka mundi koma
á þinginu í nóvember vegna minnk-
andi kaupmáttar og veikrar stöðu
verkalýðshreyfingarinnar.
-S.dór
STÖDIN SEM HLUSTtXD ER 'H I
...4 TOPPNUMÍ
Bjarni Ólafur Guðmundsson
ER BEST ÞEKKTUR SEM NÆTURVAKTMAÐUR BYLGJUNNAR.
Hann hefur starfað á Bylgjunni frá upphafi og hefur ótrúlega reynslu af
tónlistarvali sem kemur hlustendum til góða eftir kl. 22 á virkum dögum.
Allir fá eitthvað við sitt hæfi fyrir svefninn hjá Bjarna!
BYLGJAN