Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. 25 Fellibylurinn sem brást „Veðriö brást ekki en staðsetnig lægðarinnar stóðst ekki að öllu leyti,“ segir Magnús Jónsson veöur- fræðingur þegar hann hugsar til baka til ferils hinnar ógurlegu Helenu sem gekk yfir landið um síð- ustu helgi. „Ég held að viö hefðum fengið mjög bágt fyrir ef við hefðum ekki spáð þessu veðri.“ Helena gerði vissulega sinn usla á norðvestanverðu landinu og miðun- um þótt spádómar um vonskuveður á höfuðborgarsvæðinu stæðust ekki. „Við njiðum vindspámar mest við sjófarendur enda mæðir mest á þeim þegar svona lægðir ganga yfirsegir Magnús. „Veðurhæðin varð líka mjög mikil á miðunum fyrir vestan o'g norðan land en höfuðborgarsvæð- ið slapp að mestu vegna þess að fer- ill lægðarinnar varð ekki alveg eins og við höfðum spáð.“ Bernskuskeið Helenu Helena var eitt sinn fellibylur sem gerði nokkurn usla við Karíbahafið þótt hún kæmist ekki í hálfkvisti við bróður sinn, Gilbert, sem fór þar 1. okt. kl. 06:28 Lægðin var skammt undan Vest- mannaeyjum að morgni 1. okt. og hafði breytt ferðaáætlun sinni. 30. sept. kl. 19:29 Helena komin inn á Grænlandshaf að kvöldi 30. sept. og lítur illilega út. Spáin fyrir landið slæm. hamförum nokkru áður. Fellibylja- sögur síðustu vikna hafa trúlega magnað þá ógn sem mönnum stóð af Helenu. Þegar Helena kom á norðurslóðir var hún ekki lengur í tölu fellibylja enda segir Magnús að það sé nánast útilokað að fellibyljir nái hingað af veðurfræðilegum orsökum. Hingað koma leifar þeirra þó oft sem djúpar lægðir á haustin. „Það er mjög breytilegt frá ári til árs hvað leifar fellibylja ná hingað oft,“ segir Magnús. „Stundum slepp- um við alveg en önnur haust gerist þetta nokkrum sinnum. Fellibyljirn- ir verða aðeins til á haustin en ekki á öðrum árstímum vegna sérstakra skilyrða í sjónum. Sjórinn verður að vera 270 heitur í 6 til 100 fjarlægð frá miðbaug. Það eru frumforsendurnar fyrir því aö þeir myndist. Fjarlægðin frá mið- baug skiptir máh vegna snúnings- krafts jarðar. Við miðbaug er hann enginn en vex í átt til pólanna. Þegar komið er norður fyrir 100 er sjórinn hins vegar ekki svo heitur að felli- byljirnir geti myndast. Ef sjávarhiti lækkaði um ÍO væru fellibyljir trúlega úr sögunni en mundu magnast um allan helming 2. okt. kl. 10:35 Fyrir norðan land flosnaði Helena upp og kvaddi með hressilegri snjókomu á sunnudeginum. ef sjávarhiti hækkaði því án vissrar uppgufunar úr sjónum myndast þeir ekki. Hingað norður berast þeir fyrir áhrif loftstrauma en breytast í venju- legar lægðir þegar sjórinn kólnar. Hingað koma þeir því ekki nema sem kröftugar lægðir komi þeir á annað borð. Yfir 30 vindstig Þessar lægðir eru þó hvergi nærri eins kröftugar og fellibyljirnir. Mesta 1. okt. kl. 20:47 Skagfirðingar lentu i braut Helenu þar sem hún tók strikið norður yfir landið að kvöldi 1. okt. Vestfjarðamiðum sem er þó vel yfir 12 vindstig." Þeir sem fylgdust grannt meö út- varpsfréttum um síðustu helgi vissu ekki betur en mikið fárviöri væri í aðsigi. „Við vöruðum fólk vissulega við en gáfum þó aldrei út sérstaka aðvörun um fárviðri," segir Magnús. „Spáin hljóðaði upp á 11 vindstig á Vestfjörðum en minna í öðrum landshlutum. Á fóstudag reiknaði ég með að lægöin færi inn yfir Suð- austurland en hún fór vestar og þaö breytti miklu. Versta veðrið varð því vestar en upphaflega var spáð. Það haföi aðal- lega áhrif á svæðinu frá Breiðafirði og til Stranda og við Norðurland þeg- ar á leið. í öðrum landshlutum varð veðrið aldrei verra en búast má við í venjulegri vetrarlægð." flutninginn því nafni. Það varð til visst fár og spár um óveður magnað- ar langt umfram það sem ástæöa var tíl. Þetta er auðvitað ekki nógu gott því þegar raunveruleg ástæða er til að vara fólk við þá er hætta á að enginn taki mark á spánum. Veð- urspáin brást þarna vissulega að hluta en spár um fárviðri voru aldrei á okkar ábyrgð. Við reiknuðum með átta til níu vindstigum í Reykjavík en vindurinn varð aldrei nema sex vindstig. En ef það á að hætta að taka mark á einhverjum þá bendi ég fyrst á út- varpsstöðvarnar áður en röðin kem- ur að okkur,“ sagði Magnús Jónsson veðurfræðingur. -GK vindhæð, sem vitað er um hér á landi, var 210 kílómetrar á klukku- stund en í Gilbert náði veðurhæðin 320 kílómetrum sem er hátt í að vera þrisvar sinnum meira en 12 vindstig ef skalinn næði á annað borð svo hátt. Ég hélt fyrst að um prentvillu væri að ræða þegar ég sá veðurskeyt- in. Helena varð aldrei svona kröftug og hér við land náði vindhraðinn trú- lega ekki meira en 150 kílómetrum á §tormur í vatnsglasi Fyrir velflesta landsmenn varð Helena því fellibylurinn sem brást og veðurfræðingar hafa setið undir því ámæh að kalla „úlfur, úlfur" að ástæðulausu. Magnús ber þetta þó af sér og félögum sínum. „Það voru fyrst og fremst útvarpsstöðvarnar sem bjuggu til þetta veður," segir hann. „Við fengum þarna öflugan Uðstyrk ef hægt er að kalla frétta- 1. okt. kl. 10:53 Vestmannaeyingar njóta nú návista við Helenu að morgni laugardagsins 1. okt. Hún er nú endaniega hætt við að koma við á Hornafirði. «8»S m. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.