Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1988.
LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA
Vanur lögmaður getur bætt við sig lögfræðistörfum
s.s. málflutningi, samningum, búskiptum og inn-
heimtu.
Sími 34231
Nauðungaruppboð
Að kröfu Hjalta Júlíussonar verða eftirtaldar bifreiðar seldar á opinberu
uppboði til greiðslu á flutnings- og geymslukostnaði. Uppboðið fer fram
laugardaginn 15. október 1988 að Stapahrauni 12, Hafnarfirði og hefst
kl. 14.00. Bifreiðarnar, sem seldar verða, eru: G-9149, G-13035, G-22186,
G-25146, R-41424, R-41486, D-870, Ö-2351, Ö-7345, Ö-10320, Ö-
10638, Y-16115, H-3763.
Greiðsla við hamarshögg.
Baejarfógetinn í Hafnarfirði.
Hundahald í Reykjavík -
skoðanakönnun
Dagana 24.-30. október nk. ferfram skoðanakönnun
um hundahald í Reykjavík.
Kjörstaður er í anddyri Laugardalshallar og verður
opinn mánudag 24. - föstudags 28. kl. 16.00-19.00,
en laugardag 29. og sunnudag 30. frá kl. 14.00-
20.00
Kjörskrá er sú sama og gilti við forsetakosningar 25.
júní sl. Atkvæðisrétt hafa þeir, sem á kjörskránni eru
og eru orðnir 18 ára 30. október nk.
Vakin er athygli á, að kjörskráin miðast við lög-
heimili 1. desember 1987.
Allar upplýsingar um kjörskrá gefur Manntalsskrif-
stofa Reykjavíkur, Skúlatúni 2, sími 18000.
Kjörstjórn
Fjölmiðlar dv
Þetta framtak Stöðvar 2 er því mikils hróss maklegt, djarfleg tilraun sem einnig vekur athygli á landi okkar og
þeim miklu vinsældum sem skákin nýtur hér.
Á réttu róli að nýju
Þá eru blessaðir ólympíuleikamir að
baki og þjóðin að komast á rétt ról
aftur. Ekki skal ég leggja neinn dóm
á það hvort fjölmiðlun af leikunum
hefur verið of mikil eða lítil miðað
við áhuga almennra neytenda, en til
allrar hamingju fór keppni yfirleitt
fram á afbrigöilegum tíma frá okkar
bæjardyrum séð, svo annað dag-
skrárefni fékk að vera nokkurn veg-
inn í friði í sjónvarpi og útvarpi.
í ökkla eða eyra
Ég skal fúslega viðurkenna að ég
lagði ekki nyög mikið á mig til þess
að fylgjast með fréttum af ólympíu-
leikunum, en auðvitað er ég ekkert
laus við þjóðrembu á svona stundum
frekar en aðrir íslendingar. Það var
heldur ekki auðvelt að komast hjá
því aö fylgjast svolítið með, ef maður
fór á annaö borð ekki í íjölmiðlabind-
indi, því hvergi var hægt að hlusta á
fréttir eða fletta blaði án þess aö sjá
og heyra harmþrungið rausið um
ófarir, vonbrigði og óuppfylltar
„væntingar", svo notað sé eitt af
óskabörnum ylhýra málsins um
þessar mundir.
í raun og veru mætti ætla eftir
neyðarstunum íþróttafréttamanna
síðasta hálfa mánuðinn að íslenska
þjóðin hafi orðið fyrir slíkum
skakkafóllum að menn af öðru þjóð-
emi htu á okkur meö háösglotti um
aha framtíð og sæmst væri fyrir okk-
ur að læðast með veggjum og láta
sem fæsta vita hvaöan við erum, ef
við skyldum lenda innan um mann-
borulegt fólk annarra þjóða.
Að vísu mun mega til sanns vegar
færa að flestir íslensku þátttakend-
umir í leikunum voru nokkuö frá
því besta sem þeir hafa sýnt. Á því
kunna að vera einhverjar aðrar
skýringar en tímamismunur, gjör-
breyttur aðbúnaður og loftslag. Hitt
er hka ljóst að fleiri hafa oröið fyrir
vonbrigðum á þessum leikum en ís-
lendingar og jafnvel heimsmeistarar
hafa orðið að bíta í það súra eph að
komast hvergi nærri verðlaunum.
En af hveiju uröum viö fyrir þess-
um óskaplegu vonbrigðum? Hverjir
skyldu hafa vakið þessar miklu
„væntingar“? Það skyldu nú aldrei
hafa verið nákvæmlega sömu menn-
irnir og mega vart mæla fyrir ekka-
sogum yfir brostnum vonum? Und-
anfama mánuði hefur varla verið
unnt að fletta blöðum né hlusta á
fréttir án þess að sjá stríðsfyrirsagn-
ir eða heyra upphrópanir yfir ein-
stakri snilld þessara norrænu vík-
inga sem ætluðu að sýna heiminum
hverjir væru bestir - og rúmlega
það.
Þegar þetta er skrifaö eru ólympíu-
fararnir ekki komnir heim. Vafa-
laust verður því sitthvað komið fram
í dagsljósið, þegar þessi grein birtist,
sem nú er þoku huhð fyrir íslenskum
fjölmiölaneytendum. En ósköp finnst
mér það skrítið að hafa enga úttekt
séð á getu eöa getuleysi íslensku
íþróttamannanna austur í Kóreu.
Góöir blaðamenn reyna yfirleitt að
finna skýringar á árangri manna,
góðum eða slæmum, í stað þess að
vera með endalausar upphrópanir.
Vonandi hressast skrifíinnar íþrótt-
anna og reyna að finna skýringar,
ef frammistaöan var á annað borð
svo hræðileg sem lesa má úr orðum
þeirra.
Skákin
Á Stöð 2 fer nú fram merkileg til-
raun. Þar er haldið heimsbikarmót í
skák. í fljótu bragði viröist skák ekki
líflegt sjónvarpsefni. Varla er hægt
aö miöa við það þegar þjóðremba
okkar er í hámarki eins og þegar
Jóhann baröist við reykjarkóf
Kortsnoj gamla vestur í Kanada og
öll þóðin stóð á öndinni í lengri tíma
yfir mynd af skákstöðu sem enginn
skildi.
Fjölmiðlar
Magnús Bjamfreðsson
Engu að síður er ljóst að verði unnt
að matreiöa skákmót þannig að al-
menningur fylgist af áhuga með
gangi mála, þá er um að ræða merki-
legt skref hvort heldur á er litið frá
sjónarhóli skákhstar eða sjónvarps.
Þetta framtak Stöðvar 2 er því mikhs
hróss maklegt, djarfleg tilraun sem
einnig vekur athygli á landi okkar
og þeim miklu vinsældum sem skák-
in nýtur hér. Ef til vill er einmitt
þetta mót merkilegasti viðburðurinn
í fjölmiðlun hérlendis í langan tíma
og enn einu sinni hefur Stöö 2 skotið
ríkissjónvarpinu ref fyrir rass í inn-
lendri dagslo-árgerð.
Mikil innlend dagskrárgerð
Þegar Stöð 2 hóf starfsemi sína
héldu margir að hún myndi nær ein-
vörðungu flytja fólki erlent efni af
léttara taginu, annars flokks afþrey-
ingarefni. Yfirlýsingar forráða-
manna stöðvarinnar um fámennt
starfslið og alhliða spamað í rekstri
ýttu undir þessa skoöun og gerðu það
að verkum að þeir sem til sjónvarps-
reksturs þekktu voru nokkuð tor-
tryggnir á að merkileg sjónvarpsstöð
væri í uppsiglingu.
Sem betur fer hafa forráðamenn
Stöövar 2 áttað sig á því að þjóðin
var ekki að biðja um nýtt kapalsjón-
varp. Og satt best að segja hefur svo
undarlega farið að það er einkum á
sviði innlendrar dagskrárgerðar sem
Stöð 2 hefur vakið verulega athygh.
Hún hefur bryddað upp á fjölmörg-
um nýjungum, verið óhrædd viö að
færa dagskrárgerð sína út á meðal
fólks, t.d. á skemmtistaði, og sýnt að
unnt er aö nota þá á skynsamari
hátt en til áramótadansleikja. Stöðin
hefur tekið þá skynsamlegu stefnu
að gera dagskrár sem ekki kosta
óhemju fjármuni en höfða samt til
margra, á meðan gamla stöðin virð-
ist hjakka í hugmyndafátækt og end-
urtekningum í innlendri dagskrár-
gerð.
Meðal þess sem teljast verður for-
vitnilegt í innlendri dagskrárgerð
Stöðvar 2 á næstimni eru þáttaflokk-
ur um heilsu og annar flokkur um
matargerð í umsjón eins færasta
matargerðarmeistara okkar (hvort
sem þeir fara nú að öhu leyti sam-
an!!).
Eitt af því sem Stöð 2 hefur tekið
frumkvæði í er að setja íslenskt tal
með barnaefni. Gjörbreyting hefur
orðið í þessum efnum eftir að stöðin
hóf starfsemi sína. Að vísu hafði
Sjónvarpið byijað á þessu, en engu
að síður hefur Stöð 2 markað þarna
djúp spor.
En engin er rós án þyrna. Því fer
fjarri aö allt sé gahalaust á þessari
ágætu nýlegu stöð. Eitt af því sem
ég vh benda forráðamönnum hennar
á er aö hafa betra eftirlit með þýöing-
um. Þar er einhver brotalöm. I sum-
um vönduðum myndum koma fyrir
fáránlegar vitleysur. Ekki endhega
málfarslegar heldur einnig misskiln-
ingur.
Annað er það sem óneitanlega fer
á stundum í taugamar á fólki og það
er hin gegndarlausa auglýsingastarf-
semi fyrirtækja í kringum hina og
þessa þætti. Hræddur er ég um að
forráðamenn stöðvarinnar verði fyrr
en síðar að finna sér aðrar leiðir til
ljármögnunar. íslenski markaður-
inn er smár og þaö verður ekki til
lengdar hægt að mjólka íslensk fyrir-
tæki á þennan hátt, enda þótt þau
telji sig með því afla sér velvilja hjá
fólki, nema skattalögin hjálpi stöð-
inni þeim mun betur til þess að halda
þessari fjármögnun úti.
Góð kynning
Stöð 2 tók upp á því skömmu eftir
aö hún hóf gtarfsemi sína að gefa út
sérstakt vandað blað þar sem dag-
skráin er kynnt. Þetta blað fá allir
áskrifendur stöðvarinnar í hendur
og er upplag þess því mjög stórt á
íslenskan mælikvarða, væntanlega
er það útbreiddasta tímarit á íslandi.
Útgáfa svona rits hefur lengi tíðkast
í öðrum löndum en af einhverjum
ástæðum hefur Sjónvarpinu víst
aldrei fundist ástæða th slíkrar út-
gáfu og situr nú eftir með sárt ennið.
Ritiö sjálft er vegna útbreiðslu sinnar
orðinn ákjósanlegur auglýsingamið-
hl eitt út af fyrir sig og kannski borg-
ar útgáfan sig fjárhagslega, auk þess
sem hún styður við bakiö á stöðinni.