Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988.
Hermann Pálsson þrætir
vió Norðmenn um
ættir Leifs heppna
Anna Bjamason, DV, Denver:
Þaö leikur ekki nokkur vafi á því
að Leifur Eiríksson er íslenskur, þótt
Norðmenn hafi gert allt sem í þeirra
valdi stendur til þess að sannfæra
umheiminn um að hann hafi verið-
norskur. Það er einkum í Bandaríkj-
num sem þeim hefur oröið vel ágengt
með þessa skoðun sína.
En hiö íslenska ætterni Leifs var
staðfest í bráðskemmtilegum fyrir-
lestri sem dr. Hermann Pálsson flutti
við háskólann í Boulder í Colorado
fyrir skömmu. Dr Hermann var
gestaprófessor við norrænudeild há-
skólans í Boulder nú í haust.
Dr. Hermann hefur verið prófessor
við Edinborgarháskóla í 35 ár og er
þekktur fyrir rannsóknarstörf sín og
þýðingar á íslenskum fomsögum á
enska tungu.
Dr. Hermann var við daglega
kennslu í skólanum í Boulder þar
sem 23 nemendur voru skráðir hjá
honum, en marga dagana voru nem-
endurnir þijátíu talsins.
Gestakennslunni lauk með fyrir-
lestri um vesturferðir víkinga sem
haldinn var í samkomusal einnar
elstu byggingarinnar á háskólalóö-
inni sem nefnist Old Maine. Húsið
var byggt um síðustu aldamót.
Meðal áheyrenda voru margir
Norömenn sem búsettir eru hér í
Colorado, en fáir íslendingar. Eftir
fyrirlesturinn var móttaka í gesta-
húsi háskólans.
Hermann Palsson er mjög líflegur
fyrirlesari.
Bóndasonurinn í
keltneskan háskóla
Hermann Pálsson er fæddur að
Sauðanesi í Húnavatnssýslu árið
1921. Atvikin höguðu því svo til, að
hann hélt utan til framhaldsnáms og
lagöi stund á keltnesku við háskól-
ann í Dublin.
Var honum þá boðið að kenna eitt
ár viö háskólann í Edinborg. Eftir
það var honum boðin fóst staða viö
þann skóla og hefur hann veriö þar
æ síðan.
Þar kennir Hermann íslensku og
íslenskar fombókmenntir. „Geipi-
mikill áhugi er á þessum fræðum í
Skotlandi. Þeir sem stunda enskar
miðaidabókmenntir sem aðalfag
verða að taka eitt erlent mál og velja
margir íslensku eða keltnesku,“
sagði Hermann í spjalli við tíðinda-
mann DV í Denver.
Talið barst að íslendingasögunum.
Sennilega þekkja fáir núlifandi menn
íslendingaögurnar jafnvel og dr Her-
mann. Eftirlætissaga hans er Njála
enda fjallaði doktorsritgerð hans um
þá sögu á sínum tíma. En telur Her-
mann að sögurnar séu „sannar“ eða
eru þær aðeins skáldskapur?
„Njála ber af þessu öllu saman.
Eitthvaö af því sem þar stendur er
úr lífinu sjálfu en annað tekið víðs
vegar að,“ sagði Hermann.
Hann hefur þýtt fjöldann allan af
sögunum á ensku. í haust kemur út
hjá Penguin útgáfunni 9. bindið, en
í sumum bindunum eru fleiri en ein
saga. Hefur Hermann unnið þetta
starf ýmist einn síns liðs eða í sam-
vinnu við Magnús Magnússon, sjón-
varpsmanninn kunna.
Orðabókarhöfundar
féllu á prófi Hermanns
Hvernig líst Hermanni á þá útgáfu
íslendingasagnanna sem kom út hjá
Svörtu á hvítu fyrir tveimur árum?
„Að mörgu leyti vel, það er margt
gott um þá útgáfu að segja. Þeir raða
sögunum í stafrófsröð og það er mjög
gott. Svo gáfu þeir út skýringar við
sögurnar á síðasta ári.
Dr. Hermann Pálsson með dr Michael Bell prófessor við Boulder háskól-
ann. Sá síðarnefndi er mikill íslandsvinur og talar íslensku reiprennandi
þótt nú séu 27 ár liðin frá því hann var á íslandi.
Mér er sagt að ekki sé hægt að
kaupa skýringarnar einar sér. Það
er ekki gott. Ég á t.d. bæði bindin og
kæri mig ekki um að þurfa að kaupa
þau aftur,“ sagði Hermann.
Á meðan á spjallinu stóð barst talið
að stóru ensk-íslensku orðabókinni
sem Örn og Örlygur gáfu út fyrir
tveimur árum. Hana hafði Hermann
ekki séð fyrr og hafði gaman af að
skoða hana hjá blaðamanni DV.
Hermann fletti upp á orðinu
„parapsychology" sem hann þýddi
fyrir mörgum árum sem hindrunar-
sálfræði. En sú skýring var ekki gef-
in. Einnig fletti hann upp á þýöingu
á „ailianation" sem hann þýddi sem
örlendingu. Sögnina að örlendast
hvað hann þekkta í málinu frá 12.
öld.
Loks fletti Hermann upp á Jerusal-
em. Skýringin var Jerúsalem. „Þessi
borg hefur heitið Jórsalir á íslensku
frá fyrstu tíð. Þarna fengu þeir núll,
þessir orðabókarhöfundar. Það er
alltof mikið af nýyrðum í íslensku,
orðum sem eru sviplítil og leiðin-
leg,“ sagði Hermann.
Norðmenn vissu ekki
af fundi Vínlands
Fyrirlestur Hermanns var hvorki
sviplítill né leiöinlegur. Hermanni
tókst vel að halda athygli áheyrend-
anna sem hlógu innilega að hnytti-
yrðum hans.
í máh hans kom m.a. fram að Norð-
menn hefðu alls ekki haft hugmynd
um Vínlandsfund Leifs heppna Ei-
ríkssonar fyrr en á síðari hluta 19.
aldar.
„Ef þeir hefðu vitað um fund Vín-
lands,“ sagði Hermann, „hefðu þeir
án efa sest þar að og ekki látiö þar
við sitja. Þeir höfðu bæði skipakost
og vel hæfa sjómenn til að fara í slík-
ar ferðir.
íslendingar voru engir skipasmiðir
á við Norðmenn og bjuggu ekki yfir
þeirra kunnáttu til sjóferða. Þeir
voru einnig fátækir að skipum og því
fór sem fór.“
Hermann ræddi um hið mikla
norska veldi sem Hákon Hákonarson
Noregskonungur byggði upp á 13. öld
og náði til Færeyja, Islands og Græn-
lands auk Noregs og var meðal víð-
feðmustu ríkja þeirra daga.
En þetta ríki var honum og afkom-
endum hans ofviða að nýta og at-
hafnasvæði víkinga þessara tíma
náði aldrei nema til Englands, Skot-
lands og eyjanna þar fyrir noröan
og írlands.
Hermann Pálsson er kvæntur Guð-
rúnu Þorvarðardóttur og eiga þau
eina dóttur, Steinvöru, sem er ball-
ettdansari og búsett í London. Þær
Guðrún og Steinvör komu til Banda-
ríkjanna og voru í vikutíma með
Hermanni í háskólaborginni Bould-
er.
Timothy Dalton
hvílir sig á
James Bond
Eftir hetjulega framgöngu í síðustu
mynd um meistaranjósnarann
James Bond birtist Timoty Dalton í
gjöróliku hlutverki í myndinni
Hawks. Hann segir aö nýja myndin
fleilh meira um lífið en dauðann en
þó leikur hann dauðvona mann.
Þetta er mynd sem gefur Dalton
betra tækifæri til að sanna sig sem
kvikmyndaleikari en James Bond.
Dalton er kunnur fyrir sviðsleik sinn
og sækir nú mjög á sem kvikmynda-
leikari.
„Þetta er fyndin mynd,“ segir Dal-
ton. „Hún fjallar líka um hugrekki
og hörku. Maðurinn, sem ég leik,
stendur frammi fyrir óyfirstíganlegu
vandamáli sem hann mætir af miklu
hugrekki og ber gæfu til að sjá skop-
legu hliðarnar á ástandi sínu þótt
dauðinn blasi við honum.
Þetta er lögfræðingur, venjulegur
miðstéttarmaður, sem sýnir fyrst
styrk sinn á örlagastundu. Myndin
fjallar því þrátt fyrir allt meira um
lífið en dauðann."
Leikstjóri myndarinnar er Robert
Ellis Miller. Hann ber mikið lof á
Dalton í hlutverkinu. „Hann er ekki
hræddur við að sýna sterkar tilfinn-
ingar í leik sínum,“ segir Miller.
„Hann er óhræddur við að taka
áhættu og leikur af krafti í mynd-
inni. Leikur Daltons er, trúi ég, helsti
styrkur myndarinnar.“
Hawks er mikilvægur áfangi fyrir
Dalton. Hann er viöurkenndur sem
Shakespeareleikari og stóö sig
þokkalega sem James Bond. Til
þessa hefur hann þó ekki tekist á við
Timothy Dalton með höfundum sögunnar í Hawks, þeim David English og
Barry Gibb.
Atriði úr nýju myndinni. Dalton kominn á veitingahús eftir erfiöa skurðað-
gerð.
raunverulega persónusköpun á hvíta
tjaldinu. Eftir þessa mynd tekur önn-
ur myndin um Bond við. Sú á að
heita License Revoked.
Dalton er fæddur í Wales. Hann er
af leikhúsfólki kominn. Hann lagði
stund á klassískt leiknám og fékk
ungur vinnu í leikhúsi. Fyrst þegar
hann sást í kvikmynd þótti hann!
„leikhúslegur" og svo leit út sem
honum hði illa fyrir framan mynda-
vélamar. Þetta varð m.a. til þess aö
gamhr Bondaðdáendur fógnuðu ekki
þegar fréttist að hann ætti að leika
þetta helsta goð kvikmyndanna.
Robert Ehis Miller haföi engar efa-
semdir um hæfileika Daltons þegar
hann réð hann í aðalhlutverkið í
nýju myndinni. Handritið er skrifað
af David English eftir hugmynd sem
Barry Gibb fékk. Sá er reyndar
þekktari sem meðlimur hljómsveit-
arinnar Bee Gees en handritshöfund-
ur.
Tökur á myndinni hófust fyrir ári
og nú er myndin fullgerð og hefur
fengið góöa dóma hjá þeim sem hafa
séð hana á forsýningum.