Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Qupperneq 14
14 EMff C?MM'0W8?ÖK>TGMR> iíM Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Takk fyrir Tyrkjaránið Sjóræningar komu hingað fyrir 361 ári frá ströndum Norður-Afríku, löndum, sem þá voru stundum talin lúta Tyrkjaveldi, en nú eru kölluð Alsír og Marokkó. Sægarpar þessir voru hér kallaðir Tyrkir, fóru með litl- um friði og urðu frægir í íslandssögunni. Um langan aldur höfum við litlar spurnir haft af lönd- um þessum, nema hvað Danakóngur veitti þeim þróun- araðstoð fyrir 360 árum með því að kaupa heim til ís- lands hluta þess fólks, sem verið hafði í ánauð þar syðra og ekki samlagazt þjóðfélaginu fylhlega. Nú er loksins aftur komið að þróunarbeiðni. íslenzk skipasmíði hefur óskað eftir 130 milljón króna þróunar- aðstoð við Marokkó. Með styrk til markaðsátaks í lönd- um hins gamla Tyrkjaveldis er áætlað, að upphæðin fari í 350 milljónir, auk 500 milljóna ríkisábyrgðar. Mikil samkeppni er um að fá að veita þróunaraðstoð af þessu tagi. íslendingar eru ekki einir um hið virðu- lega hlutverk. Forsvarsmaður skipasmiðjanna sagði í blaðaviðtali, að „íslendingar verði að undirbjóða Norð- menn til að ná fótfestu á mikilvægum markaði.“ Ekki er einu sinni reiknað með, að skipin verði smíð- uð hér norður í höfum nema að hluta, enda segir for- svarsmaður skipasmiðjanna: „Þessi samningur byggist á, að við látum smíða meirihlutann af þessu erlendis til að verða samkeppnisfærir við Norðmenn.“ Hinum fróðlegu hugmyndum hefur auðvitað verið tekið fálega í iðnaðarráðuneytinu, því að ríkiskassinn hefur sjaldan verið aumari en einmitt núna, þegar ný ríkisstjórn hefur farið hamfórum í myndun milljarða- sjóðs í þróunaraðstoð Stefáns Valgeirssonar. Skipasmíðar eiga erfitt uppdráttar víðar en hér á landi. Þær hafa að mestu lagzt niður í Vestur-Evrópu. Finnar héldu lengi út-við smíði ísbrjóta og olíuborpalla, en eru nú í vandræðum með verkefni. Við vitum, hvern- ig fór fyrir Kochum og öðrum smiðjum í Svíþjóð. Rúmlega helmingur allra skipa er nú smíðaður í Jap- an og Suður-Kóreu. Síðarnefnda landið hefur á stuttum tíma stokkið úr 3% heimsframleiðslunnar á skipum í 37%. Engin leið er fyrir Vesturlönd að keppa við verðið í Kóreu, nema með miklum og vaxandi ríkisstuðningi. Á sama tíma hefur orðið mikill samdráttur í skipa- smíðum heimsins. Ekki er fyrirsjáanlegt annað en að svo verði áfram. Það er því lítil framtíð 1 því fyrir okk- ur að byggja upp aðra skipasmíði en þá, sem felst í við- haldi og endurbótum þeirra skipa, sem fyrir eru. Við berum þyngri byrði en aðrar þjóðir af starfsemi, sem ekki er samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi. Við höfum nóg með landbúnaðinn, sem kostar okkur meira á hvern íbúa en hernaðarútgjöld kosta íbúa annarra landa. Við getum ekki bætt skipasmíðum ofan á það. Við eigum að láta Norðmenn og aðra olíuauðkýfmga um þróunaraðstoð af því tagi, sem Marokkómenn hafa beðið um. Marokkó er stórskuldugt ríki, sem skuldar meira en ársframleiðslu sína. Það hefur lítið láns- ‘ traust, er í 73. sæti af 112 ríkjum á alþjóðaskránni. Verið er að bjóða upp á eins konar Nígeríuviðskipti, sem munu reynast þungbær að leiðarlokum. Málið fer að kárna fyrir alvöru, ef Marokkómenn geta að venju ekki staðið í skilum og íslenzkir skattgreiðendur verða enn að hlaupa undir bagga og borga allan pakkann. Engar líkur eru á, að stjórnmálamenn okkar láti glepjast í máli þessu. Nýtt Tyrkjarán verður því ekki að veruleika að sinni. En við skulum vera á verði. Jónas Kristjánsson Vitali Vorotnikof, sem kjörinn var forseti rússneska sambandslýðveldisins, ávarpar fund Æðsta ráðsins. Hugmyndafræðin og KGB settu ofan í Moskvu Síðsumars tók Mikhail Gorbatsj- of Sovétleiðtogi sér sumarleyfi að venju, og kom þá hvergi við fréttir í mánuð. Sinni venju trúir fóru þá á kreik helstu dragbítarnir í flokks- forustunni á endurnýjunarstefnu hans, Égor Ligatsjoff, stjórnmála- nefndarmaður og flokksritari með hugmyndafræðina á sinni könnu, og Viktor Tsébrikof, yfirmaður ör- yggislögreglunnar og leyniþjón- ustunnar KGB. Þeir héldu tölur, sem raktar voru á áberandi hátt í flokksmálgögnum, á þá leið aö per- estrojku, endumýjunar, þyrfti að vísu við, en fara yrði með stakri gát, forðast að víkja af réttri, sósíal- ískri braut. Tsébrikof varaði sér í lagi við að íjandsamlegur undirróð- ur og njósnir erlendis frá væru að reyna að smeygja sér inn í Sovét- ríkin í skjóli glasnost, stefnu hrein- skilni og opinskárrar umræðu. Fyrr í sumar hafði Ligatsjof borið brigður á að burðarásinn í utanrík- isstefnu Gorbatsjofs stæðist mál marx-lenínskrar kenningar. Flokksleiðtoginn þreytist aldrei á að brýna fyrir mönnum þörfina á nýjum hugsunarhætti til að kalla fram heillavænlegri framvindu heimsmála. Laga verði samskipti ríkja heims og ólíkra hagkerfa að þeim meginstaöreyndum sam- tímans, að kjamorkuvá og um- hverfisspjöll em ógnun við alia menn, hvort sem þeir teljast búa við kapítahsma eða sósíalisma. Slíkt vill Lígatsjof ekki heyra, hann heldur fast í gömlu kenninguna um að ósættanlegar stéttarandstæður séu hreyfiafl heimsframvindunn- ar. Enn hélt Gorbatsjof uppteknum hætti að sumarleyfi loknu og lagði af stað í skoðunarferð til fjarlægs héraðs, í þetta sinn Mið-Síberíu. í borginni Krasnojarsk voru festir á filmu og sýndir í sjónvarpi, fyrst í Moskvu og síðan um víöa veröld, atburðir sem eiga sér engan líka í sögu Sovétríkjanna. Flokksleið- toginn stendur í stríðu á torgum og gatnamótum, að svara kvörtun- um og ákúrum almennings, fólks- ins sem fæst við vömskort og hús- næðisvandræði, kæruleysi skrif- finna. Heimkominn frá Krasnojarsk og öðram stöðum í austurvegi, ávarp- aði Gorbatsjof fund ritstjóra, og flokksmálgagnið Pravda birti ræðu hans fyrra sunnudag. Flokksleið- toginn dró upp dökka mynd af vandkvæðunum sem framkvæmd endurnýjunarstefnunnar ætti við að stríða. „Okkur miöar of hægt, við erum að tapa tíma, og það þýð- ir að við erum að tapa leiknum... Fólk er ruglað í ríminu, haldið ímyndunum, óþolinmæði og gremju.“ Nú er komið í ljós, að daginn eft- ir að þessi vamaðarorð birtust so- véskum blaðalesendum, á mánu- dag í síðustu viku, lét Gorbatsjof kalla saman aukafund í æðstu valdastofnun Sovétríkjanna, stjómmálanefnd miðstjómar kommúnistaflokksins. Nú var það Ligatsjof, sem var fjarstaddur, í leyfi við Svartahaf. Á þessum auka- fundi voru teknar ákvarðanir, sem leiddu til skyndifunda í miöstjórn og Æðsta ráði fyrir vikulok. Á þeim voru staðfestar mannabreytingar í æðstu embættum, sem fært hafa Gorbatsjof og samherjum hans í hendur bæði tögl og hagldir í mun ríkara mæh en áður, en skert að sama skapi áhrif íhaldsafla, sem reynt hafa að þvælast fyrir ný- breytninni. Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson Eftir fundina á föstudag og laug- ardag er Gorbatsjof í senn æösti maöur ríkis og flokks, forseti for- sætisnefndar Æðsta ráðsins og að- alritari miðstjómar. Ligatsjof er ekki lengur úrskurðaraðili um hvað sé rétt hugmyndafræði, held- ur skal hann nú fást við að bæta úr lélegu matvöruframboði á so- véskum markaði. Tsébrikof lætur af stjóm KGB og tekur við umsjón með endurskoöun löggiafar. í stað hans kemur Vladimir Krjúskof, atvinnumaður í KGB og án sætis í stjórnmálanefndinni. Þar með eru áhrif öryggislögreglunnar rýrð verulega. Við hugmyndafræðistöðunni tek- ur Vadim Medvedéf, náinn sam- verkamaður Gorbatsjofs og nýr í stjórnmálanefndinni. Fyrir honum og tveim öðram af sama sauðahúsi víkja íhaldsmenn. Skipt er bæði um forseta og forsætisráðherra í rúss- neska sambandslýöveldinu, sem nær yfir þrjá íjórðu af flæmi Sovét- ríkjanna, þar sem ríflega helming- ur landsmanna býr. Meö þessum aögerðum er Gor- batsjof að sýna, aö honum er rammasta alvara að leggja til at- lögu við tregðuna í sovésku stjórn- kerfi, sem séö hefur um að fram til þessa hefur endumýjunarstefnan haft tilhneigingu til aö staðnæmast á pappírnum. „Helsta framfórin til þessa er að blöðunum er nú frjálst að lýsa ófremdarástandinu eins og það er,“ hefur David Remnick, fréttaritari Washington Post í Moskvu, eftir sovéskum fræði- manni. Rússaveldi hafði frá fornu fari orö á sér fyrir langt bil milli orða á æðstu stöðum og athafna úti um hinar breiðu byggðir. Um þverbak keyrði á harðstjómarárum Stalíns. Þá vora beinlínis vinsaðir úr og sendir fyrir aftökusveitir eða í fangabúðir þeir einstaklingar, sem sýndu framtak, einurð, hreinskilni og sjálfstæða hugsun. Hlaðið var að sama skapi undir augnaþjóna og tækifærissinna. Við tók sveiflu- kennd stefnumótun Krústjofs og síðan stöönunartímabil kennt við Bresnéf. Viðbrögð við nýju frumkvæði og nýmælum eru mótuö af þessari for- tíð. Forréttindahópurinn í embætt- iskerfi ríkis og flokks óttast þar á ofan um stööu sína og telur sér óhætt að láta endurnýjunina af- skiptalausa í verki, meðan ljóst er að mismunandi áherslur og skiptar skoðanir ríkja allt upp í æðstu for- ustu flokksins. Á þessu hyggst Gorbatsjof ráða bót með því að virkja til starfa og forustu ný öfl úr röðum almenn- ings. Hann boðar færslu valds frá flokksstofnunum til þjóðkjörinna ráða, þar sem fleiri en einn fram- bjóðandi veröa um hituna. Æðsta ráðið á að breytast í raunverulega löggjafarsamkomu úr sjálfvirku afgreiðslutæki fyrir ákvarðanir flokksforastunnar. Kosningar með nýju sniði til ráða með stóraukið valdsvið era ráðgerðar á fyrri hluta næsta árs. „Forðist að koma því inn hjá fólki, að það geti búist viö krafta- verkum,“ sagði Gorbatsjof við rit- stjórana. „Afmá verður úr hugum fólks trúna á „góða keisarann,“ á almáttugt miðstjórnarafl, á þá for- sendu að einhver á æðstu stööum muni koma á reglu og skipuleggja umbætur.“ Á sunnudag, daginn eftir fundina í Moskvu, fór fram í Tallinn, höfuð- borg Eistlands, stofnþing Alþýðu- fylkingar Eistlands. Þetta er þjóð- arhreyfing, sem setur sér það mark að koma fram endurnýjun á öllum sviðum þjóðlífsins. Til þess á að virkja allan almenning en vinna með endurnýjaðri forustu komm- únistaflokksins. Alþýðufylking Eistlands ætlar að bjóða fram í kosningunum á næsta ári. Hún vill að Eistland fái sjálfs- stjórn í efnahagsmálum og eigin gjaldmiðil með tíð og tíma. Talaö er um að gefa út sérstök vegabréf fyrir Eistlendinga. Á stofnfundinum voru sam- þykktar ályktanir um frjálsar kosningar, um að stjómarskráin tryggi einkaeignarréttinn, um af- nám herskyldu og um að þeir sem gerðust verkfæri glæpaverka Stal- íns verði dregnir fyrir rétt og hljóti makleg málagjöld. Vaino Valas, nýskipaður aðalrit- ari Kommúnistaflokks Eistlands, sat stofnfund Alþýðufylkingarinn- ar og ræddi við fréttamenn að hon- um loknum. Hann kvaðst ekki geta fallist á sumar samþykktir fundar- ins, en vildi ekki fara nánar út í þá sálma. Honum lá mest á hjarta að koma því á framfæri, aö til aö koma á breytingum yrði að kveðja á vettvang afl fjöldans. „Hvort sem okkur-líkar betur eða verr, eram við orðin miðstöð nýrr- ar tilraunar," sagði Valas í ávarpi sínu til stofnfundarins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.