Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. Fréttir______________________________________________________________________________x>v Þórður Olafsson hjá Lindalaxi: Um 5 prdsent fisksins voru með kýlaveiki „Þessi sjúkdómur var í fiski sem kom til okkar. Sá fiskur er ekki í okkar eigu og viö losuöum okkur við hann strax,“ sagöi Þóröur Ólafsson, framkvæmdastjóri Lindalax, en þangað mun hafa komið eitthvaö af fiski sem sýktur var af kýlaveiki. Þórður sagöi aö búiö væri aö ein- angra fiskinn og útrýma honum. „Þetta er nú bara lítil sending ef miðað er viö aö í stöðinni eru 2 millj- ónir fiska. Þá höfum viö mjög góöa aöstöðu til að einangra svona tilfelli þegar þau koma upp.“ Þórður sagði aö þessi fiskur heföi aöeins verið í einu keri og það væri einmitt kostur strandeldisstööva aö unnt væri að einangra svona tilfelli vel. Þá sagði hann að stöðugt samband væri við fisksjúkdómanefnd auk þess sem sérfræöingar á vegum stöövarinnar fylgdust stöðugt með líðan fisksins í stöðinni. Þóröur sagðist ekki geta sagt ná- kvæmlega til um hve margir fiskar hefðu sýkst. Hann taldi þó að það væru um 5% af fiskum stöðvarinnar eða nokkrir tugir þúsunda fiska. -SMJ FYRIR BAK OG HNAKKA Vegna sérstaks samnings við framleiðanda getum við nú boðið á kynningarverði nokkur hundruð hitateppi á aðeins kr. 3.900,- ,áður kr. 5.430," Hitateppi hentar ölium, ungum sem öldnum. Pantið strax. Dregur úr vöðvaspennu með hita. Vinnur sérstaklega gegn verkjum í baki og hnakka og almennri þreytu. Ver úr 100% bómull sem hægt er að þvo. Tvær hitastillingar. Tengi fyrir 60/30 W. 220 volt. Stærð ca 37x55 cm. Póstverslunin Príma Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. © VISA © EUROCARD Fótóhúsið - Príma - ljósmynda- og gjafavöruverslun, Bankastræti, sími 21556. r=-, ES3 IJU Jón Gunnlaugsson hjá Sjóeldi: Erfitt að meta tjónið vegna kýlaveikinnar „Það er rétt að hjá okkur hefur fundist þetta afbrigði kýlaveiki en ég lít nú ekki á það sem mjög alvarlegan hlut - þetta er jú í flestum stöðvum á Reykjanesi," sagði Jón Gunnlaugs- son, stjórnarformaður hjá Sjóeldi, en sýni sem þaðan voru send upp að Keldum sýndu að kýlaveiki hafði grernst í stöðinni. „Ég veit ekki hvaðan þetta er kom- ið né heldur hvernig þetta kemúr. Við eigum eftir að ræða það við fisk- sjúkdómanefnd hvað verður gert við fiskinn. Það má vera að við fleygjum því sem er sýkt enda ekki um mikið magn að ræða.“ Jón sagði að tjónið hefði ekki verið metið ennþá enda væri það erfitt. Þær stöðvar sem fmnast með sjúk- dóminn eru settar í ákveðið dreifing- arbann og það hefði auðvitað áhrif á söluhorfur. -SMJ Sigurður Helgason fisksjúkdómafræðingur: Lyfjagjöf er nú helsta vopnið við kýlaveiki „Fyrst í staö var fiski, sem fékk þennan sjúkdóm, eytt en nú er reynt að hemja sjúkdóminn með lyfjagjöf sem gengur stundum vel en stundum miður," sagði Sigurður Helgason fisksjúkdómafræðingur þegar hann var spurður um meðferð gegn því afbrigði kýlaveiki sem hér hefur stungið sér niður öðru hvoru. Nú síðast í þrem stöðvum á Suðurnesj- um, Lindalaxi, Sjóeldi og Silfurgeni. Sjúkdómurinn sem hér um ræðir er afbrigði af kýlaveiki sem stundum er kölluð kýlapest. Þetta er baktería sem ber latneska heitið Aeromonas salmonicida. Undirtegundir af henni eru þijár og er ein þeirra hin eigin- lega kýlaveiki sem meðal annars olh Norðmönnum þungum búsifjum fyr- ir nokkrum árum. Það afbrigði hefur ekki fundist hér á landi. Þessi sjúkdómur veldur blóðsýk- ingu, blæðingum í holdi og roði. Þá sjást sjúkdómseinkenni í innri líf- færum og þá geta sár jafnvel mynd- ast. Þessi sjúkdómur fannst fyrst hér á landi 1980 og skýtur upp kollinum með árvissum hætti. Fyrst í stað var brugðist við með þeim hætti að fiskinum var eytt en nú er reynt að hemja sjúkdóminn með lyfjagjöf. Það verður þó áð gæta þess vandlega að hætta henni þó nokkru áður en slátrun fer fram. Þessi sjúkdómur virðist ekki hafa miklil áhrif á söluhorfur fisksins er- lendis. Þó að fiskeldismenn reyni að minnka áhrif sjúkdómsins með lyfja- gjöf þá eru menn sammála um að útrýming sjúkdómsins hljóti að vera höfuðmarkmið. Það verði að gera með nýjum fiski eins og oft er gert. Þessi sjúkdómur er landlægur í stöðvum á suðvesturhorninu og sagði einn viðmælenda blaðsins að hann mætti finna í þrem af hveijum fjórum stöðvum þar. Vilja sumir tengja þessa kýlaveiki við þaö þegar sjó og heitu vatni er blandað saman. Þá virðast heppileg lífsskiiyrði myndast. Asamt nýrnaveiki og tálknveiki er þetta sá sjúkdómur sem veldur fisk- eldismönnum mestum erfiðleikum hér á landi. -SMJ Það er einfalt að visa veginn en fara hann ekki sjálfur. Myndin er frá bæki- stöð borgarstarfsmanna viö Meistaravelli. Auðsjáanlega er hægt að ganga betur frá en þarna er gert þar sem hreinsunarátak borgarinnar stendur nú yfir. Á Meistaravöllum er verk að vinna til að gera umhverfið snyrti- legra. Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri segir að þessi bækistöð sé til bráðabirgða. Verið sé að byggja nýja við Njaröargötu. DV-mynd S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.