Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 16
16
LAUG ARD AGUR < OKTÓBER 1988.
Þráinn Bertelsson býr til fjölskyldu-LÍF
Með peningasnúruna um
hálsinn og Magnús í vinnslu
r
Egill Ólafsson leikur aðalhlutverk í nýrri íslenskri kvikmynd, Magnúsi, sem Þráinn Bertelsson er að vinna
aö þessa dagana.
Það lágu nokkrir sjúklingar á deild
A-4 á Borgarspítalanum. Þeir voru
mismikið veikir eins og gengur og
gerist en úr einni stofunni heyrðist
grátur frá ungri konu. Faðir henn-
ar, Magnús, liggur á deildinni.
Krabbameinsdeild er hún kölluð
þessa dagana. Reyndar er deild A-4
lokuð vegna skorts á starfsfólki
þrátt fyrir aö þar innan dyra sé
mikið um að vera og starfsfólkið í
erfiðum hlutverkum.
Jú, á deild A-4 er verið að kvik-
mynda bíómyndina Magnús eftir
Þráin Bertelsson og það er kvik-
myndaliðið og leikarar sem hafa
lagt undir sig deildina. Alimargt
fólk er í einni stofunni og þar liggja
tveir menn í rúmum, Egill Ólafsson
leikari sem Magnús og eldri borg-
ari sem þjáist af flugmódelsástríðu.
Ljósin eru sterk í stofunni og hitinn
frá þeim nánast óbærilegur. Eng-
inn lætur það á sig fá og hver gegn-
ir sínu hlutverki.
Bjartsýni
og þolinmæði
Þráinn Bertelsson, höfundur
handrits, leikstjóri og framleiðandi
myndarinnar, situr í makindum í
gluggakistunni og fylgist með. Það
þarf þolinmæði i kvikmyndagerð
og af henni virðist Þráinn eiga nóg.
Bjartsýni sakar ekki heldur og
hana hiýtur Þráinn einnig að eiga
því annars hefði hann varla lagt út
í ævintýrið. Kvikmyndagerð á ís-
landi er nefnilega ekkert annað en
ævintýramennska.
„Það sem er að gerast hér,“ segir
Þráinn, er við setjumst hjá honum
í gluggakistuna til að forvitnast um
allt þetta tilstand, „er að Magnús,
sem er aðalpersóna myndarinnar
hggur á sjúkrahúsi, á krabbadeild,
og þessi sena segir frá einum heim-
sóknartíma. Þar eru mætt dóttir
hans Edda, leikin af Mariu Elling-
sen, kærasti hennar Gísli, sem er
guðfræðinemi,' og yngsti sonur
Magnúsar, Ólafur, leikinn af Ingi-
mar Oddssyni, sem er reyndar
söngvari hljómsveitarinnar Jójó
frá Skagaströnd. Þau eru í heim-
sókn og senan lýsir dæmigeröum
heimsóknartíma á sjúkrahúsi sem
einkennist af erfiðri stemningu.
Slík heimsókn er oft erfið, bæði
fyrir gestina og sjúklingana, og þá
stemningu erum við að reyna aö
fá fram. Það er ekki um margt að
tala og heimsóknin hefur mikil til-
finningaleg áhrif á dótturina. Hún
er hálf móðursjúk, finnst hún sitja
við dánarbeö foöur síns,“ segir Þrá-
inn. „Þetta atriði tekur í sýningu
eina mínútu og tuttugu sekúndur.“
Það liggur mikið að baki þessarar
einu mínútu sem við eigum eftir
að sjá á hvíta tjaldinu. Heimsókn-
artíminn á deild A-4, sem kemur
fram í seinni hluta myndarinnar,
tók heilan dag í vinnslu. Og þannig
er það víst með margar mínúturnar
í bíómynd.
Einstigi gamans
og alvöru
Þráinn vill ekki rekja söguþráð
myndarinnar, sem eðlúegt má telj-
ast, en segir þó að hún fjalli um
fjölskyldu. Ósköp venjulega fiöl-
skyldu í Reykjavík. „Magnús er
lögfræðingur og fulltrúi hjá borg-
arlögmanni. Hann er kvæntur
konu sem heitir Helena, sextugur
listmálari, leikin af Guörúnu Gísla-
dóttur. Myndin segir frá viku til tíu
dögum í lífi Magnúsar. Á þessum
dögum gerist ýmislegt í einkalífi
Magnúsar, bæði sem snertir per-
sónuna sjálfa og hans nánustu."
Magnús er sjötta mynd Þráins
Bertelssonar. Fyrri myndir hans,
Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf með
þeim Karli Ágúst Ulfssyni og Egg-
ert Þorleifssyni, Jón Oddur og Jón
Bjarni; tvíburarnir hennar Guð-
rúnar Helgadóttur og loks Skamm-
degi. Fjórar fyrrnefndu voru mjög
vel heppnaðar og fengu góða að-
sókn. Hins vegar var minni aðsókn
aö Skammdegi. Skemmtilegur
húmor hefur einkennt flestar
myndir Þráins. Hver man ekki eftir
blinda manninum sem ók Volks-
wagen bílnum í Löggulífi eða þegar
þeir Þór og Danni deildu við frysti-
húseigandann í Vestmannaeyjum?
Þráinn segir að Magnús sé ekki
beinlínis grínmynd. „Það fer allt
eftir því hvernig menn líta á lífið,“
segir hahn. „Það er fullt af
skemmtilegum hlutum í myndinni
en undirtónninn er alvarlegur. Ef
maður getur séð spaugilegu hliö-
arnar á málunum þá koma þær
fram ekkert síður en hinar alvar-
legu. Þetta er mynd þar sem maður
reynir að ferðast eftir þröngu ein-
stigi sem liggur á mörkum gamans
og alvöru."
Hestar og
ólíkar
manngerðir
Það eru tvö ár síðan Þráinn fór
aö fást við handritið aö Magnúsi.
Þegar Þráinn var ritstjóri Þjóövilj-
ans um tíma voru uppi sögusagnir
um að hann væri að ná sér í efni-
við í nýja mynd sem ætti að fialla
um blaðamann. Sú var þó ekki
raunin þegar upp var staðið heldur
mynd um ríkisstarfsmann. í heilt
ár hefur Þráinn unnið við myndina
í fullu starfi, nú er komið að upp-
tökum og frumsýning er áætluð að
ári.
í kvikmyndinni Magnús koma
hestar einnig við sögu. Hrímnir frá
Hrafnagili mun leika eitt aðalhlut-
verkið. Hrímnir er verðlaunahest-
ur. Magnús á sér þann draum að
eignast hestinn en hann er í mynd-
inni eign tengdafóður hans, Ólafs,
sem er leikinn af Jóni Sigurbjöms-
syni. Mágur Magnúsar, Theodór,
sem er leigubílstjóri, leikinn af
Ladda, lætur einnig að sér kveða í
myndinni svo óhætt er að segja að
ýmsar manngerðir skjóti þar upp
kollinum.
„Við verðum í tvo mánuði að taka
upp myndina víða í Reykjavík og
næsta nágrenni," segir Þráinn. í
sjúkrastofunni á Borgarspítalan-
um eru yfir fiörutíu manns í vinnu.
Starfslið, leikarar og nokkrir stat-
istar. „Um þrjátíu leikarar koma
við sögu í myndinni og nokkrir
tugir af statistum. Alls vinna við
myndina um tvö hundruð manns,“
útskýrir Þráinn.
Hann segir að þeir hafi fengið frá-
bæra fyrirgreiðslu og verið vel tek-
ið. „Leikmyndahönnuður okkar,
Geir Óskar, hefur haft veg og vanda
af því að útvega okkur tökustaði.
Ósk hans um að fá lánaöa deild hér
á Borgarspítalanum var tekið með
miklum skilningi og þaö gleður
mann auðvitað því annars hefði
þetta ekki verið hægt.“
Von um
meiri styrk
Þráinn segir að kvikmyndin
muni kosta tæpar fiörutíu milljón-
ir. „Við fengum þrettán milljónir
úr Kvikmyndasjóði og þá er mikið
eftir. Maður vonast auðvitað eftir
að fá viðbótarstyrk úr sjóðnum.
Undanfarin ár hafa engar íslenskar
kvikmyndir verið geröar hér á
landi. Þær myndir sem hér hafa
verið gerðar hafa verið kostaðar
að hluta til með erlendu fiármagni.
Ég er að reyna að berjast við að
framleiða íslenska mynd vegna
þess að mér finnst nóg framboð
vera á amerískum myndum. Það
er þegjandi samkomulag á milli
mín og Holly wood aö þeir framleiði
ekki íslenskar myndir og ég ekki
amerískar," segir Þráinn og brosir.
„Við erum bjartsýn á að fá þá að-
stoð sem þarf til að geta gert þessa
mynd jafnmyndarlega úr garði eins
og ef það væru útlendir peningar í
henni,“ heldur Þráinn áfram.
Fyrir skömmu var afturkallaður
styrkur til kvikmyndarinnar Meífí