Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988.
Jóhann Hjartarson.
Borgarleikhúsinu. Skákir hans í
fyrstu umferðunum sýna að hann
mætir vel undirbúinn til leiks.
Jafntefli eftir tvísýna skák við
Kortsnoj í fyrstu umferð, síðan átti
hann vinningsfæri gegn Nunn í 2.
umferð en varð að sættast á jafn-
tefli og svo sigur á Spassky.
Skák
Jón L. Árnason
Hvítt: Jaan Ehlvest
Svart: Boris Spassky
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
Rf6 5. 0-0 d6 6. c3 Bg4
Spassky dustar rykið öðru hveiju
af þessu afbrigði sem reyndist hon-
um vel á árunum 1960-’61.
7. Hel Be7 8. d3 0-0 9. Rbd2 He8 10.
Rfl Bf811. Rg3 Bd712. h3 g613. Rh2!?
Þessi ætti ekki að hafa komið
Spassky á óvart því að þannig lék
júgóslavneski stórmeistarinn
Parma gegn honum á stórmótinu í
Moskvu 1971. Annars er 13. d4 al-
gengari kostur.
13. - Bg7 14. f4 d5 15. f5 Re7
Betra en 15. - b5 16. Bb3 dxe4 17.
dxe4 Ra5 18. Bg5! með mun betri
stöðu á hvítt en þannig tefldist skák
Parma og Spasskys.
16. Bxd7 Dxd7 17. Df3 gxf5 18. exf5
e419. dxe4 dxe4 20. Df2 Red5 21. Bg5
h6?!
Svartur gerir sennilega betur
með því að sleppa þessu innskoti.
Betra er 22. - Dc6 strax með tví-
sýnni stöðu.
22. Bh4 Dc6 23. Hadl b5 24. Rg4 Rxg4
25. hxg4 Rf6 26. De2 Dc5+ 27. Khl
e3 28. Df3! Dc4
Hótunin var 29. BxíB BxíB 30.
Re4. Svartur er kominn í vandræði.
29. Hd4 Dxa2
I S ö
k ii
k % á
á A
l . A i
A
W& : A:
U \t?
ABCDEFGH
30. Dc6! Rh7 31. He4! Heb8
Auövitaö ekki 31. - Hxe4? vegna
32. Dxa8+ og síðan fellur hinn
hrókurinn. En nú taka hinir þungu
menn svarts ekki þátt í leiknum
og sókn hvíts verður óviðráðanleg.
32. Rh5 Dxb2 33. Rxg7 Kxg7 34. He7
Kg8
Hótunin var 35. Dg6+ og mátar.
8 I I #
v á 11 &É
ABCDEfGH
35. Hxf7!
Og Spassky gafst upp. Eftir 35. -
Kxf7 36. Dg6+ KfB 37. f6 RxfB 38.
BxfB er hann óverjandi mát.
-JLÁ
Stórmótið á
Hótel Örk
Stórmótið á Hótel Örk fór fram
helgina 1. og 2. okt. Yfir fimmtíu pör
voru skráð til leiks, en aðeins 38 pör
mættu til leiks. Það er því miður
orðið aht of algengt að pör skrái sig
tíl leiks í keppni og mæti svo ekki tíl
leiks. Þaö gildir bæði um helgarmót-
in svo og um spilamennsku innan
félaganna. Eins og nærri má geta
hefur þetta mikil óþægindi í fór með
sér fyrir aðra spilara og ekki síst
keppnisstjóra og kemur til álita að
beita refsiaðgerðum gagnvart þeim
pörum sem gerast brotleg á þennan
hátt. Mótíð á Hótel Örk fór í alla staði
vel fram, þó mörg pör hafi vantað.
Keppnin í lokin var æsispennandi,
og skildi aðeins eitt stíg að efsta par-
ið og það sem hafnaöi í öðru sætí.
Röð efstu para varð þannig:
1. Gylfi Baldursson-
Sigurður B. Þorsteinsson 1305
2. Ásgeir Ásbjömsson-
Hrólfur Hjaltason 1304
3. ísak Örn Sigurðsson-
Sigurður Vilhjálmsson 1236
4. Aöalsteinn Jörgensen-
Ragnar Hermannsson 1224
5. Freyja Sveinsdóttir-
Sigríður Möller 1219
6. Vilhjálmur Sigurðsson-
Þráinn Sigurðsson 1194
7. Georg Sverrisson-
Þórir Sigursteinsson 1183
Bridge
ísak Sigurðsson
Sigurvegaramir hlutu sólarlanda-
ferð næsta vor með Ferðamiðstöð-
inni hf. og pörin í 2. og 3. sæti unnu
ferð með Arnarflugi að eigin vali.
Pörin í 4. og 5. sæti fengu gistingu á
Hótel Örk að launum. Hótel Örk viil
koma á framfæri bestu óskum til
þeirra sem tóku þátt í mótinu og
studdu það, svo og til Ferðamiðstöðv-
arinnar og Amarflugs fyrir þeirra
stuðning. ÍS
59
>v_________________íþróttapistill
Horfum fram
á veginn
Það er eflaust aö bera í bakkafull-
an lækinn að fara að ræða hér um
nýafstaðna ólympíuleika. Flestír
eru án efa búnir að fá sig fullsadda
af fréttum frá Seoul sem því mið-
ur vom oftar en ekki í daprara
lagi.
Handboltalandslið okkar hefur
veriö mikiö til umræöu undan-
fama mánuði og ekki er enn séð
fyrir endann á vangaveltum varð-
andi liðiö. Landshðið er jú skipað
okkar bestu íþróttamönnum þrátt
fyrir ófarir í Suwon og því ekki
skrítiö að mikið pláss fari í það hjá
fjölmiðlum að fiaha um hðið. Fram
undan er önnur stórkeppni, beint
í kjölfar ólympíuleika. Nokkuð sem
fáa óraði fyrir en vissulega var
þessi möguleiki alltaf fyrir hendi.
Að afstöðnum fúkyrðum
og reiðilestri
Leikmenn íslenska landsliðsins og
aðstandendur þess hafa mátt þola
mikla gagnrýni undanfarna daga.
Fúkyrðaflaumur hefur vaxið dag
frá degi og menn hafa reytt hár sitt.
Fjölmiðlar hafa ekki látið sitt eftir
hggja enda ekki ástæða til annars
á köflum. Nú er málum þannig
komið að ahir þeir sem dug hafa
og þor til framfara ættu að taka
höndum saman, leggja svipuna til
hhðar og einbeita sér að næsta
verkefni. Gráta ekki Bjöm bónda
heldur safna hði, eins og Svavar
Gestsson menntamálaráðherra
sagði við heimkomu ólympíuhðs-
ins.
Stuttur tími til stefnu
Ég tel að hoht sé fyrir margan
manninn að láta nú af stóryrðum
og stefna fram á veginn. Gleyma
síðustu ólympíuleikum, allavega
fram yfir b-keppnina í Frakklandi.
Handknattleiksmennirnir hafa lagt
gífurlega hart að sér við undirbún-
ing landsliðsins og fórnað fjöl-
skyldu og vinnu að stórum hluta.
Þeir hafa gert sitt besta en deila
má um hvort „kennarinn” hafi lagt
rétt námsefni fyrir nemendur sína.
Hann (Bogdan) hefur öragglega
lært sína lexíu af feröinni til Suð-
ur-Kóreu og það er vel. Stuttur tími
er til stefnu og hann verður að
nýta svo vel sem verða má.
Bogdan á að halda áfram
Skömmu eftir ólympíuleikana var
mörgum gramt í geöi vegna þess
takmarkaða heiðurs sem áttunda
sætið gaf landsliðinu. Sá er þetta
ritar var engin undantekning þar
á. Eftir að hafa hugsað máhð í
nokkurn tíma, velt fyrir sér hinum
ýmsu möguleikum, stendur þessi
útkoma eftir: Bogdan Kowalczyk á
aö halda áfram með íslenska hðið
fram yfir b-keppnina í Frakklandi.
Að mínu matí er það rangt að fara
aö ráða nýjan þjálfara svo skömmu
fyrir það stórmót sem b-keppnin
er. Og Bogdan á það ekki skUið að
honum sé sparkað út í horn þegar
hann í fyrsta skiptí hefur vihst af
réttri leið. Það vita alhr hve snjah
þjálfari hann er og engum er betur
treystandi til að vísa íslandi til
sætis í a-keppninni á ný en einmitt
honum.
Vegamikið uppgjör
fram undan
Þegar htíð er á stöðu mála nú má
ljóst vera að mikilvægar ákvarðan-
ir verður að táka og það víða.
Handknattleiksforystan þarf að
ráða þjálfara sem allra fyrst og
vonandi er því verki lokið þegar
þetta birtíst á prenti. Þeir menn,
sem starfa fyrir HSÍ, þurfa að setj-
ast niður og ræða málin. Bera verö-
ur klæði á vopnin og forysta HSÍ
verður að vera í stakk búin til þess
að koma fram sem ein hehd en
ekki í hki hringlandi veru sem
hleypur í austur í dag og vestur á
morgun. Þar á bæ verða menn að
geta starfað saman af heilum hug.
Þetta er í raun undirstaðan fyrir
því aö vel fari í Frakklandi.
íslendingar verða
líka að ákveða sig
Handknattleiksunnendur og raun-
ar landsmenn alhr standa líka á
krossgötum. Þeir verða nú að gera
það upp viö sig hvort þeir séu
reiðubúnir til þess að styrkja ís-
lenska landshðiö til frama í Frakkl-
andi. Ef landshðsmenn okkar, sem
enn hafa ákveðið að færa fórnir,
fmna fyrir stuðningi almennings
er ekki ástæða til að örvænta. En
umfram aht verðum við að stiha
kröfum í.hóf og líta raunsætt á
hlutína.
Þaö vora gerðar allt of miklar
kröfur til landshðsins fyrir ólymp-
íuleikana. Liöið átti skilyrðislaust
að vinna tílverðlauna. Nú verðum
við að snúa blaðinu við og mark-
miðið á aö vera að halda sér í b-
keppninni. Allt annaö er aukavinn-
ingur.
Láta verður leikmenn í friði
Það er mín skoðun að allt of mikið
hafi verið látíö með leikmenn
landsliðsins fyrir ólympíuleikana.
Á tímabili var þetta orðið þannig
að svo til sami tími fór í að auglýsa
mögulega og ómögulega vöru í fjöl-
miðlum og aö æfa handknattíeik-
inn. Leikmennimir voru þambandi
ávaxtasafa hér og þar, syngjandi
inn á plötu, leikandi í auglýsingum
og svona mætti lengi telja. Betur
væri ef leikmenn fengju frið fyrir
b-keppnina. Ekki mun veita af allri
þeirri einbeitingu sem völ er á þann
stutta tíma sem tíl stefnu er.
Sundfólkið og Bjarni
Aðrir keppendur íslands á ólymp-
íuleikunum en handboltalandshðið
bera skertan hlut frá þessum pisth
af eðlUegum ástæðum. Margur
keppandi okkar náði ekki að sýna
sitt rétta andlit í Seoul og því verð-
ur vart breytt héðan af. Við verðum
að gera betur næst. Þó get ég ekki
stillt mig um að minnast á hluta
af sundfólkinu okkar sem bætti
árangur sinn verulega á leikunum.
Þar má nefna Ragnar Guömunds-
son sem stóð sig vel í sundkeppn-
inni. Bjami Friðriksson stóð sig
líka vel. Hann mættí sterkum and-
stæöingum sem á endanum höfn-
uðu á hinum eftirsótta verðlauna-
paUi.
í lokin þetta: Við skulum láta af
öllum skömmum og rausi vegna
hðinna daga í Seoul. Horfum fram
á veginn með hógværari kröfur og
dýrmætan lærdóm aö leiöarljósi.
Stefán Kristjánsson
• Bogdan Kowalczyk og Guðjón Guðmundsson sjást hér við afgreiðslustörf á bensinstöð fyrir ólympíuleik-
ana. Flest bendir til þess að þeir starfi meö landsliðsmönnum okkar fram yfir b-keppnina i Frakklandi.