Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 19
19 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. an sólarhring. Viö höföum tekið með okkur eitthvað að drekka og kart- öfluflögur og bjuggum því betur en flestir aðrir. Um tvöleytið daginn eftir vorum við orðin svo hundleið að við ákváð- um að fara út og spyija fregna. Þegar út kom var mjög hvasst en þó hægt að hafast við utan dyra. Við vorum frelsinu fegin, enda vissum við ekki þá að við vorum í gatinu á felhbyln- um. Þess vegna var ekki hvassara en raun bar vitni.“ Þau Jón Árni og Linda hófu nú að spyijast fyrir um hvort fellibylurinn væri farinn hjá eða hvort vænta mætti annars áhlaups. En enginn vissi neitt. Og það var raunar fáa að spyija því varla sást sála á götunni. Þvi ákváðu þau að fara á gamla hótel- ið sitt þar sem þau áttu allan sinn farangur. En það var ekki hlaupið að því þar sem herinn hafði lokað öllum götum. Þau gáfust þó ekki upp og hittu loks hjón sem voru á bíla- leigubíl. Með þeim fengu þau far á hótelið. Ekki var farið hratt yfir því vatnið náði upp á miðjar hliðar bíls- ins og ýmsir farartálmar voru á leið- inni. Heljarstór tré, sem stormurinn hafði rifið upp með rótum, lágu þvert yfir götumar. Ljósastaurar höfðu brotnað og ýmsir hlutir, svo sem bíl- ar og bátar, höfðu fokið úr stað. Til að komast síðasta spölinn urðu ferðalangamir að bijóta lögin og aka inn einstefnuakstursgötu sem lá frá hótelinu. Allar hinar vom vaktaöar af hermönnum. Þegar þau komu á hótelið var þar allt á rúi og stúi. Flest var brotið sem brotnað gat. „Kælikistumar úr sund- laugarbamum vom uppi í mini-golf- inu, allir gluggar á neðstu hæðinni mölbrotnir. Það var allt í rúst. Veit- ingastaður á neðstu hæð hótelsins var ekki til lengur, nema að nafninu til. Víða var hægt að ganga beint í gegnum húsið.“ Angistarvein um nóttina „Um kvöldiö hófst svo martröðin aftur. Þá var seinni hluti Gilberts að fara yfir. Veðurofsinn var ólýsanleg- ur. Þaö hvein og söng í öllu, myrkrið var kolsvart. Stundum heyrðust ang- istarvein þegar eitthvað hafði látið undan í einhveiju herberginu, gluggi brotnaö eða borð fokið um koll. Við heyrðum til dæmis hroðalegt kven- mannsöskur um miðja nóttina. Við komumst aldrei að þvi hvað hafði gerst, þrátt fyrir eftirgrennslan dag- inn effir. í okkar herbergi vom tvö stór tví- breið rúm. Annað þeirra reistum við upp á rönd og byrgðum gluggann með því til að hann fyki ekki inn. Þessa nótt lék allt á reiðiskjálfi. Vatnsgusumar gengu undir hurðina hjá okkur, þrátt fyrir að við væram uppi á 6. hæð. Rigningin var svona rosaleg. Borgin var vægast sagt á kafi, þvi auk hellirigningarinnar fór flóðbylgja yfir landið." Um sjöleytið morguninn eftir var veðrið gengið niöur. Þá hafði fellibyl- urinn geisað í tvo sólarhringa. „Fólk- inu var ekki hleypt inn á hótelið okkar því þeir vora svo hræddir aö það stæli húsgögnunum sem flutu um allt. Gestimir komust þvi ekki inn fyrr en eftir sólarhring til við- bótar. Ástandið var þannig að við gátum hvergi fengið upplýsingar. Vatn var ekkert, rafmagn ekkert og maturinn afar naumt skammtaður. Viö sóttum sjó í fótu niður á strönd, þrömmuð- um með hana upp á 6. hæð og helltum í klósettið. Með þessu móti einu var hægt að nota salemið. Þannig þrauk- uðum við þann daginn." Þegar hér var komið sögu vom þau Jón Ami og Linda búin að fá meira en nóg af dvölinni þama. En ekki þýddi að halda til flugvallarins í Can- cún. Þar var allt í ólestri, flugvöllur- inn ónýtur og tugir þúsunda manna biðu eftir aö komast af landi brott. Að auki áttu þau Jón Árni og Linda ekki pantað far fyrr en eftir tíu daga. Það þýddi að voniaust var fyrir þau að komast í burtu um flugvöllinn í Cancún. Næsta dag komst Jón Ámi að því fyrir tilviijun að fólk, sem feröaðist með bandarísku ferðaskrifstofunni Thomson-Travel, átti að mæta á ákveðnum tíma niðri í bæ og fá upp- lýsingar. „Við skelltum okkur bara í hópinn og komumst þá að raun um að feija átti fólkið til annarrar borg- ar. Þaðan skyldi flogið með það til Bandaríkjanna. Við gripum tækifær- ið, þóttumst vera Thomson-Travel- fólk, hentumst upp á hótel, sóttum farangurinn og náðum síðustu rútimni. Þegar við ætluðum að tékka okkur inn í flugið vomm við stoppuð af enda vorum við hvergi á farþega- lista. Við gátum heldur ekki keypt okkur sæti, þótt 70 sæti væru laus, því samkvæmt einhveijum reglum má ekki tvíselja í sætin. Það hefði verið gert í okkar tilfelli þar sem ferðaskrifstofa hafði þegar keypt flugið. Þegar við ætluðum að fá inni á einhveiju hóteh í borginni reyndist það ekki hægt því þau voru öll full.“ Fengu farseðla gefins „Við ákváðum því að reyna aftur við flugið. Þá var klukkan tólf á mið- nætti á fóstudagskvöldi. Það var löngu búið að tékka farþegana inn í vélina, en okkur virtist sem eitthvað væri verið að vinna í okkar málum. Svo allt í einu kom ein stúlkan á ferðaskrifstofunni, rétti okkur flug- miða og sagði: „Við megum eki selja ykkur miða svo við ætlum bara að gefa ykkur þá. Drífið þið ykkur bara um borð.“ Við létum ekki segja okkur það tvisvar, en hlupum með allar ferða- töskurnar eftir óralöngum göngun- um og út í vél. Töskurnar fengum við að hafa sem handfarangur. Við rétt náðum vélinni og svo mikill var asinn að við fómm ekki einu sinni í gegnum útlendingaeftirlitið. Form- lega séð erum viö því enn í Cancún. Við flugum síðan til Chicago og fór- um til kunningja okkar þar. Þaðan Allt var á tjá og tundri í hýbýlunum þegar Gilbert var búinn að fara um lá leiðin svo heim, eftir eftirminni- þau. Þarna eru stólar brotnir, þykkt sandlag á gólfum og allt rennandi blautt. lega ferð." -JSS Svo mikill var veóurofsinn aó heill togari fauk upp i fjöru, raunar alla leið upp að einu hótellnu á staðnum. Skipið var frá Kúbu og skipverjar einnig þaðan. Var þess stranglega gætt aö þeir færu ekki að klifra niður úr togaranum eftir að hann var kominn svo rækilega á þurrt. Mexíkanarnir óttuðust nefnilega að hinir fyrrnefndu kynnu að ílendast i Mexíkó kæmust þeir á annað borð frá skipi. öflugasta verðgæslan er sú sem neytendur sjálfir standa að. Verðskyn og réttlætistilfinn- ing neytandans er besta vopnið í baráttunni gegn verðhækkunum og slæmri þjónustu. Á neytendasíðu á mánudag er litið á nokkur tilfelli um vakandi auga hins almenna neyt- anda. Fjöldi fólks hefur ávallt samband við neyt- endasíðu DV með kvartanir og ábendingar af ýmsum toga. Slíkt er hlutverk neytendasíðu og reynt er að sinna umkvörtunum eftir megni. Frásögn af misgóðri þjónustu. Bréf frá neyt- anda með verðskynið í lagi og fleira. Allt á neytendasíðu á mánudag. Á mánudaginn segir í Sviðsljósi frá fjölskyldumálum tenniskappans Björns Borg. Hann er ástfanginn upp fyrir haus af ítölsku rokksöngkonunni Loredana Berté og þeytist eins og skopparakringla á milli Ítalíu og Sví- þjóðar og hefur þá oft litla son sinn og Jannike Björling, Robin, með í förum. Þeir eru fáir, þriggja ára patt- arnir, sem hafa fengið að kynnast jafnmörgum hótelherbergjum og Robin. Jannike hefur eðlilega miklar áhyggjur af syni sínum eins og hver önnur móðir. Um það má lesa nánar f Sviðsljósi í mánudagsblaði DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.