Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 38
54
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988.
Kvikmyndir
V
Tólf ára drengur í Iíkama fullorðins manns
Big er rómantísk gamanmynd meö
gamanieikaranum vinsæla, Tom
Hanks, í hiutverki tólf ára drengs
sem er í líkama þrjátíu og fimm ára
gamals manns. Josh Baskin, en svo
nefnist drengurinn, varö þaö á á
rangri stundu aö óska sér að veröa
fullorðinn. Eftir aö hafa óskaö sér
aö verða stór sofnar hann og vaknar
i líkama fullorðins manns.
Josh veröur aö sjálfsögöu hræddur
og ruglaður þegar hann er ailt í einu
kominn 1 heim fulloröinna sem hann
erenganveginnreiðubúinnaðta- ,
kast á viö. Það er fyrst þegar hann
fær vinnu í leikfangagerö aö hann
gerir sér grein fyrir aö eins og hann
haföi alltaf grunað hefur það vissa
kosti aö vera „stór“.
Því fylgir frjálsræði, peningar til
aö eyða og ógrynni af leikföngum.
En hann er ekki viöbúinn því þegar
ung stúlka, sem vinnur meö honum,
hrífst af honum og leitar á hann. Og
þar sem stúlkan er kærasta eiganda
leikfangaverksmiöjunnar er viöbúiö
að stefni í vandræði.
Susan, en svo nefnist stúlkan, hef-
ur aldrei kynnst karlmanni á borö
við Josh sem veit nákvæmlega allt
um leikföng og hefur mikla innsýn í
hvað börn vilja. Hún er ákveðin í að
ná honum, heldur að sjálfsögöu aö
hann sé jafnklár á öörum sviðum.
Þaö er ekki fyrr en þau eru komin
upp í rúm að hún skynjar aö Josh
er öðruvísi en aðrir og að eitthvað
er að. En barnsleg gleöi hans og leik-
ur hrífur hana og um leiö nálgast þau
smám saman hvort annaö.
Big hefur á undanfömum mánuð-
■um veriö meöal vinsælustu kvik-
mynda vestanhafs og hafa gagnrýn-
endur hælt Toms Hanks fyrir hans
hlut.
Leikstjóri er Penny Marshall sem
leikstýrði síöast Jumpin Jack Flash.
Annar framleiðenda er James L.
Brooks sem er sjálfsagt þekktastur
fyrir aö hafa leikstýrt Terms of Ende-
arment og Broadcast News.
Það er langt síöan handritshöfund-
arnir Anne Spielberg og Gary Ross
fengu hugmyndina aö Big. Hug-
myndin var einföld. „ Alla krakka
dreymir einhvern tíma um aö veröa
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu ýmissa lögmanna og innheimtumanns ríkissjóðs fer fram opin-
bert uppboð á eftirtöldum eignum Bakka hf. í húsnæði félagsins að Hvítár-
bakka í Andakílshreppi mánudaginn 17. október 1988 og hefst það kl.
10.00 f.h.: Rennibekk, teg. UWU, WMW rennibekk, þýskum, Airco rafsuðu-
vél, þráðsuðuvél, teg. Kemppi, Airecc rafsuðuvél, rennibekk ásamt fylgihlut-
um, teg. AUA.
Sama dag fer fram opinbert uppboð við sýsluhúsið að Bjarnarbraut 2 í
Borgarnesi og hefst það kl. 13.30. Til sölu verður: bifreiðin M-788 sem
er Chevrolet Blazer, árg. 1974. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á sýsluskrif-
stofunni að Bjarnarbraut 2 í Borgarnesi.
Greiðsla við hamarshögg.
__________________Sýslumaðurinn i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
Leikfimi
Nú er aö hefjast hin vinsæla
þrek- og teygjuleikfimi fyrir alla
aldurshópa kvenna og karla í
Breiðagerðisskóla.
Uppl. í síma 46301 í dag og á
morgun.
Rósa Ólafsdóttir
íþróttakennari
Josh Baskin
(Tom Hanks)
ásamt besta
vini sínum,
Billy (Jarred
Rushton).
Leikstjórinn Penny Marshall ásamt Tom Hanks.
fullorðnir. Big íjallar um þaö sem
gerist þegar óskin verður að veru-
leika,“ segir Gary Ross.
Þegar handritiö var tilbúið var haft
samband viö James L. Brooks sem
strax hreifst af hugmyndinni. Brooks
gat ekki komið því við að leikstýra
myndinni svo að hann fékk Penny
Marshall til verksins.
„Tom Hanks kom strax upp í huga
mér þegar ég haföi iesið handritiö,"
segir Marshall, „en hann var upptek-
inn. Var þá tekin sú heillaríka
ákvörðun aö bíöa meö allt saman
þangað til hann losnaöi."
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
„Þaö sem heillaði mig viö Big,“
segir Marshall „var hvernig sakleysi
barns getur hreyft við fólki, sem er
í miklu kapphlaupi viö tímann, og
látiö þaö líta í eigin barm. Josh er
andstaðan sem lætur sér líða vel,
hefur enga framadrauma og ætlast
ekki til neins af neinum.“
Tom Hanks, sem hefur getiö sér
gott orð í gamanmyndum, hefur
sannaö, svo ekki verður um villst,
aö hann hefur mikla leikhæfileika.
Túlkun hans á Josh, sem hlýtur aö
teljast mjög erfltt hlutverk, er með
eindæmumgóð.
Þess má geta í framhjáhlaupi að
fyrir nýjustu kvikmynd hans, Punc-
hline, sem frumsýnd var vestanhafs
fyrir stuttu, fær hann aldeilis frá-
bæra dóma í hlutverki minrúháttar
grínista sem er lífsspursmál að fá
áhorfendur til aö hlæja.
Fyrir Hanks var hlutverk hans í
Big mikil áhætta. Aö leika dreng í
líkama fullorðins er hættulegt. Smá-
mistök í túlkun geta orsakað það aö
áhorfandinn missr trúna á persón-
unm.
„Ég varö í raun aö reyna aö gleyma
allri þekkingu á lífmu, reyna að kalla
fram minningar úr æsku. Þaö sem
hjálpaði mér mikiö var aö Josh talar
ekki mikið heldur gerir sig skiljan-
legan meö höfði og höndum," segir
Hanks. Árangur Hanks er ótvíræður.
Þaö er hann sem heldur myndinni
saman og á ekki lítinn þátt í þeirri
velgengni sem hún hefur átt að
fagna.
Þaö líöur ekki á löngu áöur en ís-
lendingar fá aö berja hana augum
því að Bíóhöllin mun taka hana til
sýningarmjögfljótlega.