Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 44
L
' 60
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988.
LífsstíU
Mayrhofen.
Mayrhofen:
Fjórir milljónir fer-
melra af skfðabrekkum
Mayrhofen er lítill 3300 manna bær
í 630 metra hæð yfir sjávarmáli í Zill-
erdalnum, einhverjum frægasta og
rómantískasta dal Austurríkis. Dal-
urinn er ekki aðeins þekktur fyrir
náttúrufegurð sína heldur eru íbú-
amir einkar léttir í lund og söng-
menn miklir. Þar jóðla menn af mikl-
um krafti, týrólahljómsveitir leika
vinsæl lög og stignir eru þjóðdansar,
hinir svokölluðu Schuhplatter.
í Mayrhofen eru skíðabrekkurnar
ótalmargar og er sú lengsta 2250
metrar. Þeir sem frekar vilja vera á
___ gönguskíðum geta vahð um 9 braut-
ir. Þeir sem vilja njóta vetramáttúr-
uxrnar á tveimur jafnfljótum geta
gengiö á mddum brautum sem eru
samtals 45 kílómetrar. Alls þekja
skíðabrekkumar fjórar milljónir fer-
metra. Skíðalyftur og svifbrautir eru
þijátíu talsins.
Börnin em ekki afskipt í Mayr-
hofen enda bærinn þekktur fyrir
hvað vel er hugsað um þau. Þar hafa
þau sína eigin skíðaskóla, skíðadag-
heimili þar sem þau eru í gæslu ailan
liðlangan daginn, veitingastaðir em
með sérstaka barnamatseðla og
börnin fá afslátt á lyftupössum.
í námunda við bæinn er Hintertux-
erjökull þar sem hinir huguðustu
geta rennt sér. Þar nær sviíbrautin
upp í um 3300 metra hæð. Við jökul-
inn er svo Tuxerfoss sem er vel heim-
sóknar virði.
Ferðir
Þeir sem ekki vilja renna sér á skíö-
um alla daga hafa úr mörgu að velja.
í Europa Haus félagsmiðstöðinni
geta menn tyllt sér niður og gluggað
í bók eöa horft á myndband. Nú, eða
beitt hrossi fyrir sleða og farið í öku-
ferð um snæviþakinn dalinn. Þeir
sem það viija geta sleppt sleðanum
og farið í útreiðartúra. Skákmót em
haldin einu sinni í viku og þannig
mætti lengi telja.
Veitingastaðir Mayrhofen bjóða
upp á heíðbundinn austurrískan mat
svo og rétti frá öðmm löndum. Ann-
ars er austurrísk matargerð fremur
alþjóðleg vegna þeirra fjölmörgu
þjóða sem áður voru hluti af hinu
Austurrísk-ungverska keisaradæmi.
-gb
/ ; ^
Útboð
Reykhólasveit 1989
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu
Vestfjarðavegar milli Kambs og Geitarár.
Lengd 3 km, fyllingar 50.000 m3 og burðarlag
15.000 m3.
Verki skal lokið 1. ágúst 1989.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 12. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum
fyrir kl. 14.00 þann 24. október 1989.
Vegamálastjóri
__________1________________J
Jólaferðir til Austurríkis:
Á skíðum
skemmti
égmér . . .
Jól og snjór. Þetta tvennt er óaðskilj-
anlegt í hugum flestra íslendinga.
Því miður er það þó svo að náttúran
vill stundum bregðast okkur, að
minnsta kosti þeim sem búa á suð-
vesturhorni landsins. En þeir eru
margir sem ekki vilja una þessari
óvissu og bregða sér því til Evrópu
á skíði.
íslenskar ferðaskrifstofur bjóða
jafnan upp á flölbreytilegar skíða-
ferðir yfir vetrartímann og stefnan
er yfirleitt tekin á Austurríki. Þaö
er kannski ekki furða þvi þar uppi í
fjöllum geta menn verið vissir um
aö finna snæviþaktar brekkur, allt
frá nóvemberlokum og fram í apríl-
lok. Austurríki hefur líka á síðari
árum orðið einn vinsælasti vetrar-
áfangastaður í allri Evrópu.
Skíðaíþróttin er þjóðaríþrótt Aust-
urríkismanna. Þeir hlaupa um í
snjónum frá þriggja ára aldri og fram
yfir sjötugt. Skíðastaðirnir sem úr
er aö velja eru Uka fjölmargir. Tahð
er að skíðaaðstaða sé í meira en 800
smábæjum og þorpum í landinu.
íslenskir skíðafarar til Austurríkis
fara aUir til Salzburg þaðan sem þeir
fara síðan á eftirlætisstaðinn sinn.
Ef menn eiga þess kost er tfivalið að
hafa þar einhvetja viðdvöl, í þessari
fæðingarborg Mozarts og háborg
tórfiistarinnar.
Hér að neðan verður lítiUega getið
fjögurra vinsælla skíðastaða í Aust-
urríki, Mayrhofen, Kitzbúhel, Zell
am See og Lech-Zúrs. Ferðaskrifstof-
umar bjóða þó ferðir til fleiri staða,
eins og Saalbach Hinterglemm, Pies-
endorf og Sölden.
Austurríki er þó ekki eina landið
þar sem hægt er að finna góðar skíða-
brekkur. Sviss og Frakkiand hafa
fullkomin skíðalönd og þangað er
líka hægt að fara þótt ekki sé um
skipulagðar hópferðir að ræða. Af
vinsælum frönskum skíðastöðum
má nefna Chamonix og Avoriaz. Þess
má svo geta að næstu vetrarólympíu-
leikar verða haldnir í Frakklandi, í
borginni AlbertviUe.
-gb
Lech.
Lech-Zurs:
Með þyrlu upp
á hæsta tind
Skíðasvæðiö í Lech-Zúrs býður upp
á fjölbreytta aðstöðu fyrir byijendur
jafnt sem lengra komna í skíðaíþrótt-
inni. Troðnar skíðabrautir eru 80
kílómetrar að lengd og bmnbrekk-
umar 120 kílómetrar. Upp á brekku-
toppana kemst maður með 35 svif-
brautum og lyftum. Þeir sem vilja
fara ennþá hærra geta farið með
þyrlu.
Þrír skíðaskólar eru á svæðinu
með hátt á fjórða hundraö kennara.
Gönguskíðamönnum er líka gert tfi
hæfis því troðnar brautir fyrir þá eru
margar og langar. Þá em sérstakar
göngubrautir handa þeim sem ekki
em í skíðahugleiðingum en hafa
engu að,síður gaman af því að vera
á stjákli í snjónum. Ekki vantar held-
ur skautasvellin né sleðana, að
ógleymdum sundlaugunum og gufu-
böðunum.
Börnin fá líka sitt, skíðaskóla og
skíðadagheimili.
Bærinn Lech stendur við sam-
nefnda á og þrátt fyrir mikinn ferða-
mannastraum hefur tekist að við-
halda fornum svip hans. Á kvöldin
er félagslífið með frískara móti,
gnægð af matsölustöðum, diskótek-
um og börum.
-gb
!