Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1988. 31 íslandsmálarinn W.G. Collingwood: Fyrinnaður með litakassa Breskur ferðamaður stendur í Hafnarstrætinu í Reykjavík, nýkom- inn á land eftir ferð yfir hafið. Þetta er í júní árið 1897 og rigning í lofti. Hann er með vatnslitakassa, út- dregna Kodakmyndavél af nýjustu gerð og fiinm pakka af filmum í far- teskinu. í þessum sporum var breski málarinn William G. Collingwood þegar hann hóf fór sína um landið til að mála sögustaði með árangri sem sjá má í væntanlegri bók frá Erni og Örlygi. En hver var þessi Collingwood sem tók ástfóstri við ísland eftir sumar- dvöl hér í lok síðustu aldar? Þegar hann steig hér á land í rigningunni sumarið 1897 hefur hann komiö l'andsmönnum fyrir sjónir líkt og fleiri breskir ferðamenn sem lögðu leið sína hingaö. Hann var í vissum skilningi síðastur þeirra leiðangurs- manna af hans þjóðerni sem heim- sóttu sögueyjuna í norðri til að sjá þar hetjuslóðir víkinganna með eigin augum. Málari og fornfræðingur Bretar hafa alltaf verið miklir ferðamenn og þær eru ófáar þjóðim- ar sem fengið hafa fjársjóöi í mynd- um eftir ferðir þeirra. Collingwood var breskur fyrirmaður og ferða- langur af þessu tagi. Hann hafði hlot- ið klassíska menntun og lærði þá m.a. að mála myndir með vatnslit- um. Það var ein af þeim íþróttum sem vel menntaðir menn áttu að hafa á valdi sínu. Collingwood var reyndar ekki bara handverksmaður á sviði málaralist- ar því að hann bjó yfir ótvíræðum listrænum hæfileikum. Hann lærði bæði hjá föður sínum, sem var þekkt- ur málari á öldinni sem leið, og fag- urfræðingnum John Ruskin. Coll- ingwood galt síðar fósturlaunin með tveim bókum um Ruskin. Collingwood var af aðalsættum þó að ættin væri að vísu ekki gömul. Forfaðir hans var aðlaður eftir orr- ustuna við Trafalgar þar sem hann stjómaði breska flotanum eftir fall Nelsons og fullkomnaði verk hans. Þetta var afrek sem gerði nafnið Coll- ingwood frægt í heimaiandinu. Afkomendur stríðsmannsins völdu sér þó friðsamari verkefni. Ættin hefur alið marga listamenn og forn- ftæðinga og þar er sá Collingwood, sem kom hingað einna frægasfur. Collingwood var einnig sérfræðingur í sögu norrænna manna á Englandi og í framhaldi af því spratt áhugi hans á íslenskum fornsögum. Þeirra vegna lagði hann upp í pílagrímsferð sína til íslands sumariö 1897. Vantaði myndir með fornsögu Þegar Collingwood kom hingað vann hann að þýðingu á Kormáks sögu og fannst að hann vantaði myndir til að skreyta útgáfuna með. Hann sá enga leið betri til að leysa þetta vandamál en að fara sjálfur á sögustaðina og mála þar myndir. Til liðs við sig fékk hann dr. Jón Stefáns- son sem annars er frægastur fyrir að hafa setið löngum stundum á Brit- ish Museum og haft byltingarmann- inn Lenin að sessunaut. Saman skrifuðu þeir Collingwood og Jón bókina A Pilgrimage to the Saga-Steads of Iceland og gáfu út tveimur árum eftir íslandsfórina í 500 eintökum á ensku. Bókin hefur aldrei komið út á íslensku. Þeir félagar komu til landsins með póstskipinu Lauru í byrjun júnímán- aðar. Þeir höfðu fyrst viðdvöl í Vest- mannaeyjum. Þar dró Collingwood ljósmyndavél sína fram og festi at- hafnir eyjaskeggja á filmu. Hann átti Þrúður Elísabet Guðmundsdóttir, húsfreyja á Stóru-Borg í Húnavatnssýslu. Hún var 43 ára þegar Collingwood málaði myndina. Hvítárvellir í Borgarfirði. Þetta var hús barónsins á Hvítárvöllum en við hann er Barónsstígurinn i Reykjavík kenndur. Húsið stóð til ársins 1924. forláta Kodak myndavél með filmu en slíkir gripir höfðu ekki verið not- aðir áður hér á landi. í Vestmanna- eyjum náði hann m.a. mynd af upp- skipun á bárujárni úr póstskipinu. Þetta var við upphaf bárujámsaldar á íslandi. Fleira en sögustaðir Til Reykjavíkur komu þeir 12. júní og héldu rakleiðis á söguslóðir vestur á Snæfellsnesi. Þeir fóru víðs vegar um nesið og Coollingwood málaði og málaði. Sögustaðimir voru tilefni ferðarinnar en fljótlega fór hann einnig aö festa á blað sitt riáttúru- stemningar. Collingwood var að upp- götva að á íslandi var fleira aö sjá en fræga sögustaði. Hér málaði hann einnig mannamyndir og greiddi með þeim fyrir veittan beina því aðra greiðslu vildi enginn þiggja. Eftir árangursríka ferð um Snæ- fellsnes lá leiðin um fleiri sögustaði í Dölum. Þar var nóg myndefni til að tengja við hetjusögur og úr Dölun- um eru margar af fallegustu mynd- um Collingwoods. Næsti áfangi var Húnavatnssýsla. Þá var haldið suður á bóginn á ný og næst málað á slóð- um Egils sögu í Borgarfirði. Þaðan lá leiðin á ný til Reykjavíkur. Enn lögðu þeir Jón og Collingwood land undir fót og næst málaði Coll- ingwood á Þingvöllum og á Suöur- landi. Ein frægasta mynd Colling- woods er frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, bæ Gunnars Hámundarsonar. Á heimleiðinni til Englands stungu þeir niður fæti á ýmsum stöðum á Norðurlandi og enn fékk Colling- wood myndefni til að festa á blöð sín. Á ferðum sínum fékk Collingwood þá flugu i kollinn að ísland væri kjör- ið ferðamannaland og rómaði mjög fegurö þess í viðtali við Einar H. Kvaran, skáld og ritstjóra ísafoldar. „Menn eru orðnir þreyttir á Sviss og Noregi,“ sagði hann í viðtalinu, „og svo sjá menn hvergi slíka sjón sem hér.“ Þrjú hundruð myndir áeinu sumri Eftir tveggja mánaða ferðalög um landið sneri Collingwood heim með um 300 myndir sem hann hafði málaö á íslandi. Collingwood sýndi myndir sínar á ýmsum stöðum í heimsdandi sínu fyrst eftir heimkomuna. Þegar frá leið fóru margar myndanna á flakk og safnið dreifðist víða um lönd. Þær voru vinsælar sem mynd- skreytingar við bækur um ísland. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina var á ný hafist handa við að ná myndunum saman. Árangurinn af því starfi var sýndur í Þjóðminja- safninu hér árið 1962. Skömmu síðar var úrval úr myndunum einnig gefið út á bók hér. Heildarútgáfa íslands- mynda hans hefur þó ekki komið á prent fyrr en með nýju bókinni. -GK Bærinn Sel í Reykjavik við Sjávargötuna til hægri. Seljavegurinn, sem nú Grímstunga í Vatnsdal. Myndina málaði Collingwood 19. júli árið 1897. er, dregur nafn sitt af bænum. Handan flóans skartar Snæfellsjökull sínu fegursta í kvöldsólinnl. Myndina málaði Collingwood 13. ágúst áriö 1897. V SJÁI lHr DREGIÐ L w I [ FSTÆI )AG Dl ISMEh OPIÐ TILKL IN .. 22. HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.