Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER Við þurfum ekki að biðjast afsökunar - segir Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði landsliðsins í handbolta Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska landliðsins í handbolta, ætlar að halda áfram að spila með hðinu, að minnsta kosti fram yfir B-keppnina sem fram fer í Frakk- landi í febrúar. Fjórir mánuðir eru tii stefnu en hann segir að fram- undan sé ekki jafnmikið álag og verið hefur í sumar. „Bogdan getur nýtt sér þjálfun okkar frá í sum- ar,“ segir Þorgils Óttar. Ólympíuleikarnir í Seoul eru aö baki en umræðan er enn hávær. Miklar vonir voru bundnar við að íslenska handboltaliðið kæmist í eitt af sjöttu sætunum en hafnaði í því áttunda. Menn hafa velt ástæðunni fyrir sér og sitt sýnist hverjum. Þorgils Óttar segir að úrslitin hafi ekki komið sér á óvart. „Við vorum búnir að reikna með þessum möguleika líka og ræddum hann í sumar,“ segir hann. „Við ákváðum að ef sú staða kæmi upp að klára verkefniö." Á meðan dvalið var á ólympíu- svæðinu ræddu leikmenn liðsins stöðuna ekki síður en áhorfendur hér heima. „Andinn var mjög góð- ur hjá liðinu allan tímann. Eftir hvern leik ræddum við um sóknar- leikinn og spáöum í hlutina. Verst þótti okkur að heyra fréttir aö heiman um að þjálfarinn væri dæmdur í miðju móti. Þaö er slæmt þegar slíkt kemur upp. Við stóðum allir með okkar þjálfara og það kom aldrei til að Bogdan yrði ekki með í síðasta leiknum. Ef hann hefði ekki verið með þá hefðum við ekki heldur verið með. Menn standa með þjálfara sínum út mótið,“ seg- ir Þorgils Óttar. „Þótt þjálfarinn beri ábyrgö á lið- inu er ekki hægt aö sakfella hann einan. Leikmenn liösins bera einn- ig ábyrgð. Hins vegar tel ég rangt að vera með sakfellingar því hér var ekki um neitt stórslys að ræða þó takmarkinu hefði ekki verið náð. Það lengsta sem viö höfum komist er sjötta sætið og við stefnd- um aö því aö ná þvi aftur. Auðvitað er eðlilegt að menn geri sér háar vonir fyrir stórmót en allt getur gerst í íþróttum," segir Þorgils Ótt- ar ennfremur. Dramatiskt ávarp Mörgum var hverft við er drama- tískri athöfn Jóns Hjaltalíns Magn- ússonar, formanns HSÍ, var út- varpað. Þar bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að okkar menn höfðu tapað fyrir Svíum. Þorgils Óttar segir að sú afsökun hafi ekki verið frá leikmönnum komin. „Okkur fannst við ekki þurfa að biðjast afsökunar og ég gerði athugasemd við Jón vegna þessa. Þetta kom flatt upp á pkkur því við gerðum okkar besta. Ég hef aldrei áður lent í jafnerfiðri keppni og þessari. Við reyndum að ein- beita okkur að leikunum en vissu- lega haföi utanaðkomandi umtal áhrif á liðið.“ Þorgils Óttar segir að íslenska landsliðið í handbolta sé að mjög miklu leyti háð stuðningi almenn- ings og fyrirtækja. „í stað stuðn- ingsins komum við fram í auglýs- ingum og reynum að fjármagna okkur sjálfir. Annað er upp á ten- ingnum í austantjaldslöndunum þar sem menn vinna við þetta á fullum launum frá hinu opinbera. Þar verður þessi utanaðkomandi truflun ekki. Við búum í litlu þjóð- félagi og þegar eitthvað mikið er í húfi beinist athyglin ósjálfrátt mjög mikið að leikmönnum og erfitt að koma í veg fyrir það.“ Þrjú hundruð þúsund fyrir gullið Þorgils Óttar segir að það sé al- rangt að leikmönnunum hafi staðið til boöa sjö hundruö þúsund krón- ur ef þeir kæmust á vinningspall. „Okkur var boöinn ákveðinn bón- us, hundrað þúsund krónur fyrir sjötta sætið og síðan stighækkandi upp í þrjú hundruð þúsund krónur fyrir gullið. Við fáum ekki krónu þar sem við lentum í áttunda sæt- inu. En við fengum greitt fyrir vinnutap í sumar,“ segir Þorgils Óttar. Um miöjan júni hófust alvöru æfingar fyrir ólympíuleikana og Þorgils telur að það hafi verið eðli- legur tími. „Þessar æfingar voru nauðsynlegar. Undanfarin ár höf- um við æft mjög stíft og þaö hefur orðið mikil breyting á handbolta frá þvi sem áður var.“ Talsverð gagnrýni hefur veriö á Bogdan vegna þess hversu fáa leik- menn hann notar. Þorgils Óttar segir að hann hafi alltaf keyrt á fáum mönnum. „Árangurinn hefur skilað sér með þessari aðferð. Bogdan gerði þetta líka með Vík- ingsliðið og það skilaöi árangri þá. Mér finnst rugl að tala um að það sé rangt núna eftir tíu ára árang- ursríkt starf hans hér á landi. Þj álf- arinn velur sitt lið og hlýtur að nota þá sem hann telur að skili hlutverkinu best. Það líkar auðvit- að engum að sitja á bekknum. Ég hef lent í þeirra aðstöðu og líkaði ekki. Sjálfsagt hafa allir lent í þeirri stöðu. Það eru bara sjö leikmenn á velhnum, fimmtán í allt og sumir þurftu að sitja eftir heima. Oftast er skýringin sú að aðrir eru betri,“ segir Þorgils Óttar. Of margir leikir virka neikvætt Leikmenn liðsins hafa að baki allt upp í tvö hundruð landsleiki og er leikreyndasta handboltaliðið í heiminum í dag. „Þegar menn hafa náð ákveðnum landsleikja- fjölda getur komið upp sú staða að of margir leikir á ákveðnu tímabili hætti að skila sér. Það getur farið að virka öfugt og menn orðir leiðir. Við erum smáþjóð, sem er að keppa við mjög stórar þjóðir, og reynum allt til að ná þeim. Einn liðurinn í því er að vera með leikreynt lið og við höfum grætt á því á undanfórn- um árum. Leikgleðin kemur þegar vel gengur. Við fundum strax í byrjun að við vorum ekki nógu ánægðir meö leik liðsins. Miklar æfingar draga einnig úr leikgleð- inni. Það er ákveðið sjónarmið að liðið hafi ekki náö toppnum á rétt- um tíma. Það þarf að draga úr æf- ingum rétt fyrir keppni tfi að menn geti slakað á. Hugsanlega var þjálf- arinn of seinn að slaka á. Síðasti leikurinn var langbestur en það var viku of seint. Hins vegar veröa menn að átta sig á því að í harðri keppni eins og þessari fara menn mjög skammt á leikgleöinni einni saman. Harkan og líkamleg þjálfun skipta ekki minna máli. Mér finnst keppnin hafa verið lærdómsrík. Það er auð- velt að takast á við hlutina þegar vel gengur en í mótbyr reynir á mann. Það er líka lærdómsríkt að finna þegar illa gengur hversu fljót- ir sumir eru að snúa baki viö manni. Þá á ég við gagnrýni á órétt- mætan og órökstuddan hátt áður en keppninni var lokið.“ Nýtt blóð eftir B-keppnina Þorgils Óttar telur að Bogdan eigi að vera með liðið fram yfir B- keppnina. „Eg hugsa að það verði gott að skipta um þjálfara eftir B- keppnina því Bogdan er búinn að vera svo lengi með liðið. Það getur verið nauðsynlegt að fá nýtt blóð. Sjálfsagt verða líka einhverjir leik- menn sem hætta eftir þá keppni." Þorgils Óttar er 26 ára og hefur spilað með landsliðinu í sjö ár. Handbolti er hans áhugamál og hefur verið frá tíu ára aldri. Hann og Kristján Arason byijuðu um sama leyti í FH. Mikill uppgangur var hjá liðinu og það varð íslands- meistari í þriöja og öðrum flokki og síðan í meistaraflokki. Þorgils Óttar var valinn í unglingalands- hðið 18 ára gamall og stuttu síðar var hann vahnn í 21 árs liðið sem keppti í Portúgal og varð í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni. Nítján ára var Þorgils Óttar vahnn í A- landsliðið og hefur verið þar síðan. Hann segist aldrei hafa haft áhuga á atvinnumennsku í handboltan- um. „Ég fór í viðskiptafræði í Há- skólanum og starfa nú við íjár- málasvið Iðnaðarbankans. Ég hef áhuga á að einbeita mér að því og ná árangri í mínu starfi.“ Frami í pólitík Þorgils Óttar á unnustu, Ingi- björgu Kaldalóns. Þorgils býr hjá foreldrum sínum, Sigrúnu og Matt- híasi Á. Mathiesen í Hafnarfirði. Faðir Þorgils var á fundi Alþjóða handknattleikssambandsins vegna HM og ætlaði að fylgjast með ólympíuleikunum er hann hvarf úr ráðherrastóh í annað sinn, staddur í Seoul. „Það snerti mig að sjálfsögðu en ég fylgist mjög vel með stjórnmálum og honum þann- ig að þetta kom mér ekkert á óvart. Sú óvissa, sem hafði verið ríkjandi, boðaði að eitthvað gæti gerst,“ seg- ir Þorgils Óttar. Sjálfur hefur hann tekiö þátt í stjórnmálum. Hann var í framboði í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði og segist jafnvel geta hugsað sér meiri afskipti af pólitík í framtíðinni. Þorgils Óttar segir að leikmenn landsliðsins hafi verið mjög einangraðir frá hinu daglega lífi. Vinahópur hans er engu að síð- ur stór fyrir utan landshðsfélag- ana. Mjög mikill vinskapur er milli þeirra handboltamanna og þeir hittast oft utan heíðbundnu æfing- anna. Þorgils Óttar segir að stund- Þorgils Óttar Mathiesen, þreyttu um sé rifist harkalega á þessum vígstöðvum enda séu strákarnir skapstórir. „Menn læra auðvitað í svona hópi að taka tillit hver til annars. Við skemmtum okkur mjög vel saman og oftast er rætt um handbolta,“ segir Þorgils Óttar og hlær. „Við ræðum líka mjög mikið um stjórnmál þó umræðan sé ekki á mjög alvarlegu sviði.“ Þora ekki á skemmtistaði Eiginkonur landshðsmanna Menn verða að taka mótlætinu og gefast ekki upp Ég er mjög óánægður með framkomu ákveðinna stjórnarmanna innan HSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.