Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 42
58 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. Stjanað við stórmeistarana á heimsbikarmótinu - Kasparov og Jóhann tefla saman á sunnudag Þeir fjölmörgu áhorfendur sem lagt hafa leið sína á heimsbikarmó- tíð í Borgarleikhúsinu hafa áreið- anlega fengið dágóða skemmtun fyrir sinn snúð. Stórmeistararnir voru reyndar dálítið varkárir í fyrstu umferð mótsins en siðan hefur meira fjör færst í leikinn. Aðstæður fyrir keppendur jafnt sem áhorfendur eru frábærar og skipulagning mótsins virðist til mikillar fyrirmyndar. Starfsmenn mótsins hafa leyst greiðlega úr þeim vandamálum sem upp hafa komið. Verst var staðan við upphaf mótsins er þrjú af níu tölvustýrðum sýningarborð- um vont biluð. Þessi borð eru nýj- ung á íslandi. Nú koma leikir stór- meistaranna jafnóðum upp á skjá- inn sem vitaskuld er mikið hag- ræði, einkum er leikurinn æsist í tímahraki. Belgiskir sérfræðingar voru fengnir sérstaklega til lands- ins til að setja kerfið upp. Þeim tókst hins vegar ekki að leysa verk sitt af hendi og voru sendir heim með næstu vél. íslenskt fyrirtæki, Tölvumyndir, hljóp í skarðið svo segja má að tæknihliðin byggist nú á íslensku hugviti. Reiðhjól og regnhlíf Skákmeistarar hafa margir hveijir mikið dálæti á því að kvarta yfir hinu og þessu, enda er óhætt að segja að venjulega sé af nógu að taka á skákmótum. Framkvæmda- stjóm mótsins hefur tekið þá stefnu aö reyna að sinna öllum ósk- um þeirra eftir því sem unnt er. Þessu eiga stórmeistararnir ekki að venjast enda verða sumir þeirra ærið kindarlegir fyrir vikið. Portisch fékk fttllan kassa af vid- eospólum upp á herbergi á Holida- y-Inn hótelinu, Spassky bað um regnhlíf og verslunin Örninn upp- fyllti ósk Timmans og Andersson og sendi þeim reiðhjól. Þá fær Kortsnoj hlaðborð í rúmið á hverj- um morgni og hefur nú tekið land og þjóð í sátt. Þegar óreyndur starfsmaður hótelsins neitaði þess- ari bón hans, áleit hann það vera samsæri af íslendinga hálfu eftir einvígið við Jóhann! Stóllinn er frábær! Stórmeistararnir óskuðu eftir því að geta gengiö aö hádegismat á hótelinu til kl. þrjú en taflið hefst kl. fimm. Kasparov vill borða síðar, þannig að nú situr hann einn í matsalnum eftir þrjú. Svo fær hann súkkulaði meðan hann teflir en kræsingarnar sem stórmeisturun- um er boðið upp á í Borgarleik- húsinu eru kapítuli út af fyrir sig. Kasparov vildi ekki sitja á stól með snúningsfæti við taflborðið, eins og Fischer forðum. Því voru starfsmenn mótsins sendir út af örkinni til að finna stól við hæfi heimsmeistarans. Óttar Felix, hinn landskunni poppari og einn starfs- manna mótsins, keyptí forláta stól að rússneskri fyrirmynd. Kasparov þótti stóllinn ekki nógu hár. Hann var hækkaður upp og þá var Ka- sparov sáttur: „Mjög gott, mjög gott,“ sagði hann og eftir að hann var búinn að vinna Andersson hafði sætið enn batnað: „Stóllinn er frábær!“ sagði hann þá brosandi. Spennandi skákir um heig- ina Fimmta umferð mótsins verður tefld í dag, laugardag, og hefst hún kl. 17. Sjötta umferö verður tefld á morgun á sama tíma en á mánudag eiga stórmeistararnir frí. Þar sem níu skákir eru í gangi samtímis verður varla hjá því komist að eitt- hvað spennandi sé að gerast í skák- salnum. Þeir sem tefla saman í dag eru Jóhann og Sokolov, Sax og Mar- geir, Portísch og Kasparov, Speel- man og Kortsnoj, Ehlvest og Tim- man, Nikolic og Beljavsky, Ju- supov og Spassky, Andersson og Nunn og Ribli og Tal. Þessar skák- ir lofa góðu; Jóhann og Margeir eiga t.a.m. báðir í höggi við sókn- djarfa meistara. Á morgun, sunnudag, má búast við húsfylli í Borgarleikhúsinu til að fylgjast með skák mótsins: Heimsmeistarinn Garrí Kasparov hefur hvítt gegn Jóhanni Hjartar- syni. Þá hefur Margeir hvítt gegn Sokolov, Kortsnoj hvitt á Ribli, Tal hvítt á Portisch, Sax hvítt á Ehlvest, Timman hvítt á Nikolic, Spassky hvítt á Andersson, Beljav- sky hvítt á Jusupov og Nunn hvítt á Speelman. Ehlvest er til alls vís Eistlendingurinn Jaan Ehlvest vann mikið afrek í þriðju umferð er hann lagði Boris Spassky að velli. Ehlvest er sókndjarfur stór- meistari með lipran skákstíl. Hann stóð sig afar vel á heimsbikarmót- inu í Belfort, varð einn í 3. sætí á eftir Kasparov og Karpov. Spassky stóð einnig fyrir sínu í Belfort og tapaði aðeins í lokaumferðinni fyr- ir Karpov. Ehlvest gæti gert stóra hluti í Gæti Ólafur Ragnar Grímsson lært Morton? af Fáir bridgespilarar kannast víst við gaffalbragö Mortons, en Morton þessi var forsætisráöherra hjá Hin- riki sjöunda Englandskóngi. Morton þessi var með þá kenningu í skattheimtu að þeir kaupmenn í landon sem lifðu rikmannlega gætu auðveldlega borgað skatt til kóngsins og þeir sem liíöu sparlega væru að nurla saman fé og gætu því líka séð af einhverju í fjárhirslur kóngsa. Ef til vill gæti Ólafur Ragnar dreg- ið einhvem lærdóm af þessu. En áfram meö gaffalbragð Mort- ons. Þrátt fyrir leyndardómsfullt nafn er einfalt tímasetningarbragð að baki, þ.e. að fresta afkasti þar til varnarspilari hefur tekið afstöðu. Hér er dæmi þar sem bandaríski stórmeistarinn Eddie Wold beitir gaffalbragði Mortons. V/A-V * Á52 V ÁK7 ♦ K864 + Á62 Vestur spilaði út hjartadrottningu. Wold trompaði og tók trompin af andstæðingúnum. Þar eð hann taldi aö vestur væri líklegri til þess að eiga tígulás þá spilaði hann litlum tígli. Bridge Stefán Guðjónsen ÖUu mall sMptir vera vakandl |JUMFERÐAR VÍð StjýTÍð. ♦ G9 V DG10642 ♦ Á92 + 105 ♦ KD10843 V - ♦ D53 + K743 Sagnir gengu þannig með Wold í suður: Vestur Norður Austur Suður 2H dobl pass 3H pass 3G pass 4S pass pass 6S pass pass Hvað gat vestur gert? Ef hann stykki upp með tígulás hyrfu lauftap- ararnir niður 1 A og K í hjarta og þegar hann gaf drap Wold á kónginn og kastaði siðan tveimur tíglum í háhjörtun. Síðan tók hann tvo hæstu í laufi og gaf slag á lauf. Fjórða lauf- ið var síðan trompað í blindum og þar með var tólfti slagurinn fenginn. Það er því vert að íhuga að geyma sér afkast í háspil. Þú gætir nefnilega stimgið gafíli Mortons í annan and- stæðinginn. \ Landstvímenningur Bridgesam- er að þátttöku 350-400 para hiö bands íslands verður spilaöur um minnsta, en virk aðildarfélög innan land allt í vikunni 17.-23. okt. nk. vébanda BSÍ eru 47. Sigurvegarar Spiluð verða sömu spil um land í landstvímenningi 1987 uröu Hafn- allt, og landið reiknað út sem ein firðingarnir Þorsteinn Þorsteins- heíld. Veitt veröa gullstig fyrir son og Óskar Karlsson. Allar nán- efstu pör. Þátttökugjald á par er ari upplýsingar ura þessa keppni aðeins 900 kr. sem renna mun veitir skrifstofa Bridgesambands- óskipt í húsakaupasjóð BSÍ. Stefnt ins. Stofnanakeppni Bridgesara- má senda eins margar sveitir og bands íslands 1988 verður spiluð það lystir. Fyrirkoraulag ræöst af dagana 22., 23. og 25, okt nk. (laug- þátttökufjölda sveita, armaðhvort ardag, sunnudag og þriðjudag). spila allir viö alla, eða Monrad 9-12 Spilamennska hefst klukkan 13 á umferðir. Keppnisgjald verður 10 laugardag og sunnudag, en kl. 19.30 þúsund krónur á sveit. Sigurvegari á þriðjudaginn. Öll fyrirtæki/stofn- síðasta árs var sveit ísal. Skráning anir og félög hafa rétt á að taka er hafin á skrifstofú Bridgesam- þátt í þessari keppni og skal hver bandsins í síma 689360, sem jafn- sveit vera skipuð 4 mönnum hið framt.veitirallarnánariupplýsing- rainnsta (enginn hámarksfjöldi ar. spilara í sveitum). Hvert fyrirtæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.