Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. 21 María Ellingsen er 24 ára leikkona sem útskrifaðist frá leiklistarskóla í New York fyrir tæpu ári. Hún vakti athygli sl. vor er leikritið Ef ég væri þú var fnunsýnt í kjallara Þjóðleik- hússins. Enn meiri athygU vakti María er kvikmyndin Foxtrot var frumsýnd í ágúst. Þar fer hún með eitt aöalhlutverkið. María er nú að leika í kvikmynd Þráins Bertelsson- ar, Magnúsi. Hún er aftur komin á litla sviðið og æfir af kappi leikritið Hættuleg kynni sem sett verður upp af Þjóðleikhúsinu í Gámla bíói í nóv- ember. Þetta eru þó ekki fyrstu spor henn- ar á hvíta tjaldinu því María lék Lóu í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Okkar á milli, sem sýnd var hér á landi fyrir nokknnn árum. Það hlut- verk kom á óvenjulegan hátt upp í hendumar á Maríu. „Þegar ég var fimmtán ára í Hólabrekkuskóla átt- um við að skrifa ritgerð um þekktan íslenskan listamann. Ég valdi Hrafn Gunnlaugsson meðan aðrir völdu t.d. Þórberg Þórðarson. Ég hafði tals- verðan áhuga á kvikmyndagerð á þeim tíma og hafði heyrt af Hrafni. Það var áður en hann gerði sína fyrstu kvikmynd. Tveimur árum síð- ar bauð hann mér að leika í kvik- myndinni Okkar á miili,“ segir Mar- ía. Ætlaði að verða læknir Hún var á sínum unglingsárum í leiklistarklúbbi en ætlaði sér þó ekki að leggja fyrir sig leiklist. „Ég ætiaði að verða læknir," segir hún. Þau áform breyttust og átján ára hætti María í skóla og gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu um tveggja ára skeið eða þar til hún fór í leiklist- amám til Bandaríkjanna. „Mig langaði til að læra í New York því ég vissi að það myndi þroska mann mikið að standa á eigin fótum. Við tókum nokkrir íslendingar íbúö saman á leigu. Mér fannst mannlífið í New York vera hálfgert leikhús,“ segir María. Jón Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Foxtrot, var með henni í skólanum í byijun og það var einmitt hann sem bauð henni hlut- verkið í þeirri kvikmynd. „Ég var hér heima í heilt sumar og vann við Foxtrot. Við vorum nán- ast í útilegu það sumar því myndin var tekin upp að mestu leyti úti á landi. Allur hópurinn var þvi alltaf saman. Það er talsvert annað en vinnan við Magnús. Ég er aðeins þrjá daga í upptöku þrátt fyrir að ég sé í meðalstóru hlutverki. Magnús er mjög íslensk mynd og ólík Fox- trot. Þeim er ekki hægt að líkja sam- an.“ Erfið sena María fer með hlutverk Eddu í Magnúsi. „Edda er frökk og tekur lífmu létt. Hún er fordómalaus og skemmtileg. Það var mjög erfið sena sem var verið að taka upp á Borgar- María Ellingsen í hlutverki sinu sem Edda í kvikmyndinni Magnús sem nú er i vinnslu. „Þetta var ein erfiðasta senan min,“ segir María um heimsóknartimann á Borgarspítalanum þar sem hún þurtti aó gráta f heilan dag. DV-mynd Kristján Ari „Óþægilegt að sjá sig á hvíta tjaldinu" - segir María Ellingsen, ung leikkona á uppleið spítalanum. Þá reyndi bæði á ein- svona atriðum þarf maður að ganga að mig. Þó hef ég aldrei velt fyrir beitingu og þolinmæði,“ segir María nyög nærri sér og ekki síður gefa af mér að fara að læra kvikmynda- og á við atriðið er hún þurfti að gráta sér. Það er ólíkt að leika í kvikmynd gerð,“ segir María ennfremur. „Mér yfir sjúkrabeði fóður síns. Atriöið eða á sviði,“ segir María. þykir reyndar mjög gaman að læra. þurfti að taka upp aftur og aftur. „í „Kvikmyndagerö hefur alltaf heill- Og finnst það lúxus. Leiklistarskól- inn var eríiður og reyndi mikið á mann.“ Hef verið heppin Eftir að hún kom heim frá námi kynnti hún sig í leikhúsunum eins og venja er. „Það varð til þess aö Andrés Sigurvinsson bauð mér hlut- verk í Ef ég væri þú eftir Þorvarð Helgason. Ég hef verið heppin," segir María. Auk alls þessa stundar María nám í Söngskólanum. „Það er líka tals- verð vinna,“ segir hún. Snæbjörg Snæbjamardóttir er kennari Maríu í Söngskólanum en María telur að æskilegt sé fyrir leikara að geta sung- ið. „Ég neyddist til að syngja í verk- um í New York á meðan ég kunni ákaflega lítið að syngja,“ segir hún. „Þetta kemur smátt og smátt en enn- þá er langt í land með að ég geti sung- iö,“ heldur María áfram og brosir. Hættuleg kynni, sem María æfir þessa dagana, er skemmtilegt verk að hennar sögn. „Þó að undirtónninn sé alvarlegur er mikill húmor í því. Hættuleg kynni er verk sem er fullt af erótík," segir María. Hún hefur ekki áður leikið á stóru sviði þannig að það verður nýtt fyrir hana. „Ég er bæði farin aö hlakka til og kviða fyrir frumsýningunni, hlakka þó að- allega til, held ég. Verkið gerist á átjándu öld og það er einmitt skemmtilegt að leika í öðrum tíma. Síðir kiólar. blúndur, hárkollur og á verkið." „Kaupmenn, prestar og sjómenn“ Margir hafa kannski velt þvi fyrir sér hver María Ellingsen sé. Flestir þekkja verslunina Ellingsen en hver er María? „Langafi og langamma komu hingað til lands um aldamótin frá Noregi, settust hér að og stofnuðu þessa verslun. Annar afi minn var Ellingsen sem kom frá Noregi og hinn var Haraldur Níelsson, prófess- or í guðfræði við Háskólann. Faðir minn er Haraldur Ellingsen. Móðir mín er frá Færeyjum, þannig að þaö eru sjómenn, prestar, smiöir og kaupmenn sem að mér standa. Við systkinin erum fimm.“ Þess má geta að faðir Maríu og Jón Óttar Ragnars- son sjónvarpsstjóri eru systkina- böm. Engir leikarar era í ætt Maríu en hún segir að leiklistin eigi hana alla eins og er. Hún segir að ekki sé hægt að setja samasemmerki milli hennar sem persónu og Lísu sem hún lék í Foxtrot. „Vegna þess hversu ólík ég er sjálfri mér í myndinni þekkir mig enginn á götu,“ segir hún. Þegar Foxtrot var frumsýnd í ágúst fannst Maríu skrýtið aö horfa á sig á hvíta tjaldinu. „Það er óþægilegt að vera á tveimur stöðum í einu. En ætli það venjist ekki,“ segir María Ellingsen sem að ári birtist okkur að nýju á þessu margfræga tjaldi. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.