Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988.
Breidsídan
Sumartíska kynnt úti í heimi:
„Tískusýningar þurfa að fá
nýtt form hér á landi"
Helga Möller segir að á slnum tlma hafi tiskusýnlngar hér á landi verið
notaðar sem skemmtiatriði og flestir fengiö nóg af þeim. DV-mynd GVA
- segir Helga Möller hjá Módel 79
„Ætli viö höfum ekki kláraö markaöinn," sagöi Helga Möller,
auglýsingastjóri og fyrrum tískusýningarstúlka í Módel 79, er
Breiðsíðan spuröi hana hvers vegna slíkar sýningar væru að
mestu liðin tíö. Fyrir um tíu árum síðan voru tískusýningar fast-
ur liður á skemmtistööum borgarinnar. Þá voru Model 79 stofnuð
og uröu brautryðjendur í aö gera tískusýningar aö „showi“.
„Þaö máttu ekki þrír menn koma saman þá var búið aö setja
upp tískusýningu. Við vorum skemmtiatriði,“ sagöi Helga. í dag
er nánast fátítt að tískusýningar séu haldnar og þá með öðrum
hætti en áður tíðkaðist. Helga sagði að fyrir tíu árum hafi verið
mesta basl að fá verslanir til að sýna föt en sýningarstúlkurnar
þurftu sjálfar að standa í því. „Líklegast er það svipað í dag þó
verslanir séu mun fleiri.“
Nú standa tískusýningar yfir úti í heimi og vekja mikla at-
hygli. Helga sagði að þar væru sýningarnar öðruvísi. „Þar er
verið að sýna föt,“ sagði hún. „Þegar þessi tískusýningarbóla
gekk yfir hérlendis voru fötin aukaatriði. Danssporin og hreyfing-
arnar skiptu meira máli. Ef slíkar tískusýningar yrðu teknar upp
í sama mæli aftur yrðu þær að hafa annan og nýjan máta. Það
yrði að finna upp nýtt form,“ sagði Helga.
„Ég held að fólk hafi fengið nóg af þessum sýningum. Hins veg-
ar veit ég að margir sakna þessa tímabils," sagði Helga Möller.
Þegar tískusýningarnar voru upp á sitt besta var sýningarfólkið
það fólk sem hvað mest var í sviðsljósinu. Ekki ósvipað því sviðs-
ljósi sem sjónvarpsmenn baða sig í. „Það er rétt að starfmu fylgdi
umtal,“ sagði Helga. „Margir hafa einmitt líkt því við sviðsljós
fjölmiðlafólksins. Þó var ekkert verra en slúðrið sem kom um
okkur í dönskum blöðum og barst hingað heim en það hef ég
ekki áhuga á að endurvekja,“ sagði Helga og átti þar við er íslen-
skar fyrisætur voru sakaðar um vændi. „Það voru óheiðarleg
vinnubrögð blaðamanns sem þar átti hlut að máli og viö urðum
fyrir barðinu á,“ sagði Helga Möller. Hún er nú hætt að sýna föt
þó stundum bregði henni fyrir í sjónvarpsauglýsingum eins og
öðru sýningarfólki. En starf þess hefur einmitt aukist á undanf-
örnum árum á þeim vettvangi.
-ELA
Joan Collins kom nýlega til
Mflanó og þurfti eins og aðrir að
ganga í gegnum vegabréfaskoð-
un. Vörður laganna sem þar stóð
trúði ekki aö fæðingardagurinn
væri réttur og Joan Collins rétti
honum ökuskírteinið til frekari
sönnunar. Ef hann hefði sagt við
hana hversu ungleg hún væri
hefði allt verið í stakasta lagi. En
vörðurinn vissi greinilega ekki
við hvem hann talaöi er hann
hreytti út úr sér: „Þú ættir nú að
vera eldri eftir útliti að dæma."
Söngvarinn Prince þykir allsér-
stæöur persónuleiki. Greinilegt
er aö hann telur sig mikils verö-
an. Að minnsta kosti lét hann
hafa eftir sér aö hann þyrði aldr-
ei í baö er hann gistir á hótelum.
Ástæðan: Jú, hann er svo hrædd-
ur um aö herbergisþernan brjót-
ist inn og sjái hann liggja allsnak-
Þú ert 2000 krómim ríkari!
Þessir ungu piltar tefldu skák af miklum hug fyrir stuttu í Kringlunni. Margeir Pétursson gengur á milli og lék á móti þeinj öllum. Nú þegar skák-
umræöan er í algleymingi er rétt að verðlauna ungan skákmann. Hver veit nema þar sé kominn stórmeistari framtíðarinnar. Áð minnsta kosti
ætti áhugi strákanna ekki að dvína á meðan skáklifið blómstrar hér á landi. Sá sem hér hefur hring um höfuð sér er nú oröinn tvö þúsund krónum
ríkari og má vitja peninga sinna á ritstjórn helgarblaðs DV, Þverholti 11. DV-mynd Brynjar Gauti
inn í baökerínu ...
Milla Jovanovich er bara tólf ára
gömul en engu að sfður hefur hún
prýtt forsíður heimstlskublaö-
anna. Nú hefur henni boöist hlut-
verk í kvikmynd og spá margir
þvi að hún sé ný Brooke Shields.
Milla á sjálfsagt framtíöina fyrir
sér ...
Leikarinn firægi, Eddie Murphy,
hefur þénaö gífurlegar upphæðir
á kvikmyndum síðustu árin. Nú
þarf hann hins vegar að punga
út heilmiklum peningum. Eddie
þarf að greiða - og haldið ykkur
nú - yfir þijá milljarða króna til
Shelby Gregory sem er handrita-
höfundur. Ástæðan er sú aö
Eddie, að sögn Shelby, stal hug-
myndum úr handriti hans í kvik-
myndina Coming To America.
Shelby lét Eddie hafa handrit í
fyrra er hann hafði boðið honum
hlutverk í kvikmynd. Eddie
Murphy las yfir handritið en áf-
þakkaði síðan boðið. Síöan kom
kvikmynd hans á hvita tjaldið og
þá sá Shelby handritiö sitt Ijóslif-
andi komiö. Og nú á Eddie sem
sagt að borga fyrir aíhotin ...