Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 8. OKTðBER 1988. 63 DV Lífsstfll Alhambra: Síðasta höll Máranna - þar sem galdramenn og brottmimdar prinsessur bíða Þegar Boabdil, síðasti konungurinn í Alhambra, leit höll sína hinsta sinni á leið í útlegð til Afríkustranda and- varpaði hann þungan. Lái honum hver sem vill. Það var árið 1492, sama ár og Kólumbus fann Ameríku. Þar með var lokið 500 ára yfirráðum Mára á sunnanverðum Spáni. Alhambra er arabísk höll á Spáni. Alhambra er draumur, skrýddur mósaíkmyndum úr steini, niðandi vatni, goðsögnum og myrtusviðar- görðum. Alhambra er eins og hugar- fóstur sem löngu dauðir konungar gerðu að veruleika. Höllin rauð Alhambrahöll er við borgina Granada í Andalúsíu, aðeins rúma eitt hundrað kílómetra norður af Malaga og Costa del Sol þar sem þúsundir íslenskra ferðamanna dvelja á hverju sumri. Og frá sólar- ströndinni ætti enginn að fara án þess að heimsækja þessa glæsilegu höU. Nafn Alhambrahallarinnar er dregið af arabísku orðunum „al- quala hamrá“ sem þýða „rauða höll- in“. Samkvæmt arabískum þjóö- sögnum eiga múrar og turnar haUar- innar aö hafa fengið Ut sinn af því að þeir voru reistir við kyndUbjarma. Norðaustur af Malaga eru Sierra Nevada fjöUin og við rætur þeirra - á hásléttunni Vega, 700 metra yfir sjávarmáU - eru borgimar Santafé og Granada. Sú síðamefnda dregur nafn sitt af epU því sem á íslensku heitir kjarnepU. Og eins og AkrópóUs vakir yfir Aþenu, vakir Alhambra yfir Granada. Töfrakraftur Abu Alahmar Inngönguleiðin í hölUna heitir Pu- erta de la Justicia, eða Hlið réttlætis- ins, og í það er kjameplið hoggið, nafn borgarinnar og tákn. Árið 1238 kom til Granada Múham- eð nokkur Abu Alahmar. Hann réði ríkjum yfir Aijona og Jaén en tók sér konungstign þegar til Granada kom, hinn fyrsti af ætt Beni Nasar. Niðjar hans álitu hann hafa verið gæddan töfrakrafti af því að meö elju sinni og dugnaði útvegaði hann það ógrynni fjár sem þurfti til að reisa Alhambra. Múhameð Abu Alahmar var vís og duglegur konungur. Hann stofnaði sjúkrahús, kom á almennu réttarfari Ferðir og lét grafa áveituskurði í sléttuna. Hann var einnig nógu snjall tU að láta Ferdinand hinn helga af Kastihu ekki etja sér út í stríð þegar hann sat um Jaén. Þess í stað gerðist Abu Alahmar honum handgenginn sem svo aftur kom honum í klemmu þeg- ar Ferdinand bað hann taka þátt í umsátrinu um Máraborgina SeviUa, sem var sigruð 1248. Það var á því ári sem grunnurinn var lagður að Alhambra. Konungurinn hafði sjálfur yfirum- sjón með byggingu Alhambrahallar- innar, klæddur sem verkamaður, og hann flutti sjaldgæfar og Umandi plöntur í garðana þar sem hann var oft á ferh með bömum sínum og eig- inkonum. Múhameð Abu Alahmar lést á 80. aldursári þegar hann á hesti sínum leiddi riddarhð sitt til orrustu við óvini sem ógnuðu Granada. Lík kon- ungs var smurt og lagt í sUfurkistu í marmaragrafhýsi í höllinni sem hann hafði reist. Sonurinn Abul Yusuf tók við af föður sínum. Hann lauk við múrana umhverfis hölUna og byggði 30 tuma meðfram þeim. Sonur Yusufs lauk við hinn stórfenglega Comarestum, endurnýjaði skreytingar hallarinnar og skipulagði þekktasta hiuta Al- hambra, Ljónagarðinn. Elskendur hvísla Þeir sem hafa í hyggju að skoða Alhambra ættu að gefa sér góðan tíma þvi skrefin mUU garðanna fögru og hins stórbrotna Velaturns em mörg þúsund. Það getur líka tekið tímann sinn að rata um höUina þótt menn séu vopnaðir alls kyns kortum. Menn skyldu þó ekki snúa við fyrr en Ljónagaröurinn er fundinn. Margir gestanna komast aldrei þangað. Hið sama gildir um Sal leyndardómanna þar sem elskendur koma sér fyrir, hvor í sínum enda salarins, og hvísla heitstrengingar yfir herbergið endi- langt. En þökk sé kynlegum hljóm- burði salarins heyrir ekki nokkur annar orð þeirra. Hver einasti staður í Alhambra hefur eina eða fleiri sögur sér tengd- ar. Hér var heU ætt hálshöggvin svo blóðið seytlar stöðugt upp í gegnum steinana. í þessum turni talaði ást- sjúkur prins við fuglana. Undir þessu hUði sitja gamaU galdramaður og brottnumin prissessa og bíða ... Endursagt úr Politiken Arnarflug: Notaðir farseðlar veita afslátt Punktakerfi Arnarflugs, sem veitir afslátt út á notaöa farseðla, hefur hlotið góðar undirtektir meðal fyrirtækja. Arnarflug hefur tekið upp sérstakt punktakerfi sem veitir föstum viö- skiptavinum afslátt á farmiðum eftir ákveöinn fjölda flugferða. Kerfi þetta nær þó aðeins til fyrirtækja en ekki einstakJinga. „Við höfum fengið margar fyrir- spumir frá fyrirtækjum sem ferðast með okkur um hvort við gætum ekki veitt þeim einhverja sér skUmála. Við settum þetta upp til að koma til móts við þau því okkur finnst sjálf- sagt að verðlauna menn fyrir aö ferð- ast með okkur,“ segir Sveinn Guð- mundsson, forstöðumaður Arnar- flugsklúbbsins. Punktasöfnunin gengur þannig fyrir sig að starfsmenn þeirra fyrir- tækja sem taka þátt í henni safna saman kápunum utan af flugmiðun- um og skila þeim inn til Arnarflugs. Síðan er viðkomandi fyrirtæki veitt- ur afslátturinn. Yfirmenn þess ráða svo hvemig hann er notaður, hvort það er til annarra viðskiptaferða eða skemmtiferða. Farseðlar gefa mismarga punkta eftir því hvort um er að ræða afslátt- arfargjald eða fullt fargjald. Lágu fargjöldin gefa 5 punkta, viðskipta- fargjöld og fullt fargjald aðra leið gefa 15 punkta hvort, og loks eru veittir 25 punktar fyrir fullt fargjald báðar leiðir. Til að fá afslátt þurfa fyrirtækin að safna minnst 60 punktum sem veita 25% afslátt fyrir einn farþega. 120 punktar veita 40% afslátt fyrir einn en ef menn skila 180 punktum og kaupa einn farmiða fæst 95% af- sláttur af öðmm. Loks fá menn svo 95% afslátt af tveimur miðum ef skil- að er 320 punktum. Afslættir þessir em miðaðir við fullt fargjald. Punktakerfið var tekiö upp til reynslu fyrir tveimur mánuðum en er nú komiö á fullt skrið. Aö sögn Sveins Guðmundssonar hafa undir- tektir verið mjög góðar og segir hann að nú þegar séu nokkrir tugir fyrir- tækja á skrá hjá Arnarflugi. Afsláttarkjör sem þessi tíökast hjá mörgum erlendum flugfélögum, einkum í Bandaríkjunum. Þau era þó að því leytinu til frábrugðin kerfl Arnarflugs að þar geta einstaklingar tekið þátt í þeim. Skyldi slíkt vera á döfinni hjá Arnarflugi? „Þessi prógrömm fyrir einstakl- inga hafa verið til vandræða erlendis vegna þess að þau verða mjög stór. Afsláttarfargjöldin eru farin að éta af borgandi sætum og flugfélög er- lendis eru aö reyna aö losa sig við þetta. Við ákváðum því að byggja þetta öðruvísi upp,“ segir Sveinn Guðmundsson, forstöðumaður Am- arflugsklúbssins, um hið nýja punktakerfi Arnarflugs. -gb Um alla Alhambrahöll eru lágmyndir með versum úr Kóraninum, hinni helgu bók múhameðstrúarmanna. LUXEMB0RG UPPSKERUHATIÐ FRÍIR BÍLAR íslenska bílaleigan Lux Víking býöuröll- um islendingum uppskerutilboö vegna — “ góörar uppskeru í sumar. Hafið samband við ykkar ferðaskrifstofu strax. Sími í Reykjavík 83333 \ V /CD u úyáúihJ-^? íslenska bílaleigan 7A Rte De Treves Luxemborg sími 90352436888 Dæmi: Strandhögg (helgarferö 3 dagar) 1 dagurókeypis AusturferA (1 vika, 7 dagar) 2 dagar ókeypis Víkingaferð (2 vikur, 14 dagar) 3 dagar ókeypls VinlandsferA (3 vikur, 21 dagar) 5 dagar ókeypis Landnám (4 vikur, 28 dagar) 7 dagar ókeypis Hjá Lux Viking eru Ford bílar, Ford bilar ekki Fiat. ,! j torjrett r fyrir pá sem œtla í verslunar- j ferð, eða hvíla sig og vilja lifa 1 hMKuDjHK . . • steinsnar frá -p og hinni frábœru verslunar- borg Trier meö I j'txitsbíl JímÉ_ á sérstöku uppskeruhátíöartilboöi. VerðiÖ kernur svo sannarlepa á óvart. Flug, hús og bill í eina viku: Kr. 27.693 pr. mann miðað við 2 fullorðna. Kr. 23.146 pr. mann miðað við 4 fullorðna. rerðab Hafnarstrœti 2 — sími 62-30-20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.