Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988.
Brúðkaupsferð í fellibylnum Gilbert:
likin
flutu
uppá
ströndina
-hastarleg lífsreynsla íslenskra hjóna í Mexíkó
Viða slitnuöu tré upp með rótum, lögðust yfir vegi og tepptu þá. Það var
því ekki sérlega auðfarið um göturnar i Cancún þegar Gilbert var búinn
að fara um þær.
„Ferðamannaeyjan vinsæla, Coso-
mel, sem var rétt fyrir utan strönd-
ina þar sem við dvöldumst, þurrk^ð-
ist nærri þvi út í fellibylnum. Líkin
flutu upp á ströndina sem hótelið
okkar stóð við. En við sáum þau sem
betur fer ekki,“ sagði Linda Guð-
bergsdóttir, sem ásamt manni sínum,
Jóni Áma Jónssyni, lenti í miklum
hrakningum í Mexíkó fyrr í mánuð-
inum. Þau höfðu lagt upp í brúö-
kaupsferö þann 8. september sl. Ætl-
uðu þau að eyða hálfum mánuði í
borginni Cancún á Yukatanskaga.
En þau höfðu ekki dvalið nema flóra
daga í sólinni þegar fellibylurinn
Gilbert æddi yfir skagann og skildi
eftir sig eyðileggingu og hörmungar.
Við gefum þeim hjónum orðið:
„Brúðkaupsferðin byijaði eigin-
lega hálfskrítilega. Hún hófst á því
að töskumar urðu viðskila við okkur
og vora týndar í tvo daga. Hitinn var
steikjandi og við heldur hlýlega
klædd upp á íslenskan máta. Við
gátum ekkert verið úti því við bull-
svitnuðum bara. Á endanum gáf-
umst við upp á þessu og fóram og
keyptum okkur fót. Þegar við roguö-
umst heim með pokana troðna af létt-
um fotum, stuttbuxum og bolum, þá
stóð heima að töskumar vora komn-
ar.“
Linda og Jón Árni hugðust nú njóta
hveitibrauðsdaganna og láta fara vel
um sig, loksins þegar töskumar
komu í leitimar. En Adam var ekki
lengi í paradís. „Við voram búin að
vera í þrjá daga þegar við fengum
þá tilfinningu að ekki væri allt með
felldu. Viö vorum í bænum að versla
um fimmleytið einn daginn þegar við
tókum eftir að fólk fór að keppast við
að líma band þvers og kruss yfir
gluggana hjá sér. Við skildum ekkert
í því hvað fólkið var eiginlega að
gera.
Gilbert á ieiöinni
Þá tókum við eftir því að verslanir
vora viða lokaðar. Við fórum að
Þau lentu í ævintýralegri brúökaupsferö i Mexíkó, Linda Guðbergsdóttir og Jón Arni Jónsson. DV-mynd KAE
Slíkt og þvilíkt mátti víða sjá. Bflar hálfmarandi i vatni, meira eða minna
skemmdir eftir risatré sem fallið höfðu yfir þá.
spyrjast fyrir og var þá sagt að felli-
bylurinn Gilbert væri á leiöinni. Við
hugsuðum bara: „Nú, já. Þá verður
maður bara að horfa á sjónvarpið í
kvöld. Þetta er sjálfsagt bara rok og
rigning eins og maöur á að venjast
heirna."
En það fór ekki svo að Linda og Jón
Ami eyddu kvöldinu fyrir framan
sjónvarpið. Gilbert reyndist nefni-
lega öllu öflugri en þau höfðu reikn-
að með. Það kom í Ijós að vindhrað-
inn í stróknum var 340 kílómetrar á
klukkustund. Gilbert færðist hins
vegar ekki fram nema um 17 mílur
á klukkustund. Þaö tók hann heila
tvo sólarhringa að fara yfir borgina
sem Linda og Jón Ámi dvöldu í.
Nóg um þaö. Þegar þau komu heim
á hótelið síðla dags brá þeim heldur
en ekki í brún.
„Þá hafði ríkisstjómin gefið skipun
um að rýma skyldi öll hótel vegna
fellibylsins. Gestina átti að flytja á
öraggari staði í borginni. Okkur var
sagt að ganga frá farangrinum okkar
frammi á klósetti. Það gerðum viö
og læstum töskumar þar inni. Við
tókum ekkert með okkur nema tann-
burstana og þaö allra nauðsynleg-
asta. Mat áttum við ekki að taka með
því það átti aö sjá okkur fyrir honum.
Síðan vora hótelgestimir fluttir
með fjölmörgum rútum niður í bæ.
Þar lentu þeir í misjöfnum vistarver-
um. Flestir af okkar hóteli lentu á
ágætu hóteli. En aðrir lentu í skýlum
og skólum úti um alla borg. Sumt
húsnæðið var harla lélegt. Til dæmis
hrundi eitt skýlið algjörlega á hæla
feröámannanna sem verið var aö
hleypa út úr því.
Hótelið, sem við höfnuðum á, var
heldur í verri kantinum. Það var
skítugt, fýla þar inni, svo við lá að
við kúguöumst þegar við gengum
inn. Það var á hinn bóginn mjög
traustlega byggt og það var ómetan-
legur kostur eins og á stóð. Það
komst ekki nema 1/3 af fólkinu, sem
þangað var flutt, inn á herbergin.
Hinir vora látnir húka á göngunum.
Þar svaf fólk í stöflum um nóttina."
Klósett og loftkæling í lama-
sessi
„Um miðnættið fór rafmagnið. Það
þýddi svartamyrkur, vatnsleysi, kló-
settleysi og enga loftkælingu. Fyrir
utan æddi ofsaveðrið og enginn vissi
hvemig endirinn yröi. Veðurofsinn
náði hámarki um sexleytið um morg-
uninn.
Við voram orðin heldur leið á vist-
inni því við fengum engan mat þenn-