Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988. Brúðkaupsferð í fellibylnum Gilbert: likin flutu uppá ströndina -hastarleg lífsreynsla íslenskra hjóna í Mexíkó Viða slitnuöu tré upp með rótum, lögðust yfir vegi og tepptu þá. Það var því ekki sérlega auðfarið um göturnar i Cancún þegar Gilbert var búinn að fara um þær. „Ferðamannaeyjan vinsæla, Coso- mel, sem var rétt fyrir utan strönd- ina þar sem við dvöldumst, þurrk^ð- ist nærri þvi út í fellibylnum. Líkin flutu upp á ströndina sem hótelið okkar stóð við. En við sáum þau sem betur fer ekki,“ sagði Linda Guð- bergsdóttir, sem ásamt manni sínum, Jóni Áma Jónssyni, lenti í miklum hrakningum í Mexíkó fyrr í mánuð- inum. Þau höfðu lagt upp í brúö- kaupsferö þann 8. september sl. Ætl- uðu þau að eyða hálfum mánuði í borginni Cancún á Yukatanskaga. En þau höfðu ekki dvalið nema flóra daga í sólinni þegar fellibylurinn Gilbert æddi yfir skagann og skildi eftir sig eyðileggingu og hörmungar. Við gefum þeim hjónum orðið: „Brúðkaupsferðin byijaði eigin- lega hálfskrítilega. Hún hófst á því að töskumar urðu viðskila við okkur og vora týndar í tvo daga. Hitinn var steikjandi og við heldur hlýlega klædd upp á íslenskan máta. Við gátum ekkert verið úti því við bull- svitnuðum bara. Á endanum gáf- umst við upp á þessu og fóram og keyptum okkur fót. Þegar við roguö- umst heim með pokana troðna af létt- um fotum, stuttbuxum og bolum, þá stóð heima að töskumar vora komn- ar.“ Linda og Jón Árni hugðust nú njóta hveitibrauðsdaganna og láta fara vel um sig, loksins þegar töskumar komu í leitimar. En Adam var ekki lengi í paradís. „Við voram búin að vera í þrjá daga þegar við fengum þá tilfinningu að ekki væri allt með felldu. Viö vorum í bænum að versla um fimmleytið einn daginn þegar við tókum eftir að fólk fór að keppast við að líma band þvers og kruss yfir gluggana hjá sér. Við skildum ekkert í því hvað fólkið var eiginlega að gera. Gilbert á ieiöinni Þá tókum við eftir því að verslanir vora viða lokaðar. Við fórum að Þau lentu í ævintýralegri brúökaupsferö i Mexíkó, Linda Guðbergsdóttir og Jón Arni Jónsson. DV-mynd KAE Slíkt og þvilíkt mátti víða sjá. Bflar hálfmarandi i vatni, meira eða minna skemmdir eftir risatré sem fallið höfðu yfir þá. spyrjast fyrir og var þá sagt að felli- bylurinn Gilbert væri á leiöinni. Við hugsuðum bara: „Nú, já. Þá verður maður bara að horfa á sjónvarpið í kvöld. Þetta er sjálfsagt bara rok og rigning eins og maöur á að venjast heirna." En það fór ekki svo að Linda og Jón Ami eyddu kvöldinu fyrir framan sjónvarpið. Gilbert reyndist nefni- lega öllu öflugri en þau höfðu reikn- að með. Það kom í Ijós að vindhrað- inn í stróknum var 340 kílómetrar á klukkustund. Gilbert færðist hins vegar ekki fram nema um 17 mílur á klukkustund. Þaö tók hann heila tvo sólarhringa að fara yfir borgina sem Linda og Jón Ámi dvöldu í. Nóg um þaö. Þegar þau komu heim á hótelið síðla dags brá þeim heldur en ekki í brún. „Þá hafði ríkisstjómin gefið skipun um að rýma skyldi öll hótel vegna fellibylsins. Gestina átti að flytja á öraggari staði í borginni. Okkur var sagt að ganga frá farangrinum okkar frammi á klósetti. Það gerðum viö og læstum töskumar þar inni. Við tókum ekkert með okkur nema tann- burstana og þaö allra nauðsynleg- asta. Mat áttum við ekki að taka með því það átti aö sjá okkur fyrir honum. Síðan vora hótelgestimir fluttir með fjölmörgum rútum niður í bæ. Þar lentu þeir í misjöfnum vistarver- um. Flestir af okkar hóteli lentu á ágætu hóteli. En aðrir lentu í skýlum og skólum úti um alla borg. Sumt húsnæðið var harla lélegt. Til dæmis hrundi eitt skýlið algjörlega á hæla feröámannanna sem verið var aö hleypa út úr því. Hótelið, sem við höfnuðum á, var heldur í verri kantinum. Það var skítugt, fýla þar inni, svo við lá að við kúguöumst þegar við gengum inn. Það var á hinn bóginn mjög traustlega byggt og það var ómetan- legur kostur eins og á stóð. Það komst ekki nema 1/3 af fólkinu, sem þangað var flutt, inn á herbergin. Hinir vora látnir húka á göngunum. Þar svaf fólk í stöflum um nóttina." Klósett og loftkæling í lama- sessi „Um miðnættið fór rafmagnið. Það þýddi svartamyrkur, vatnsleysi, kló- settleysi og enga loftkælingu. Fyrir utan æddi ofsaveðrið og enginn vissi hvemig endirinn yröi. Veðurofsinn náði hámarki um sexleytið um morg- uninn. Við voram orðin heldur leið á vist- inni því við fengum engan mat þenn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.