Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Page 23
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990.
23
- nýtt leikarahverfi í Skerjafirðinum
Misjafnlega á sig komin standa þau
tignarleg eða vesældarleg í nýju
umhverfinu. Gömul hús sem hafa
verið flutt úr sínu gamla umhverfi í
Skerjaíjörðinn. Þar er að myndast
nýtt hverfi sem samanstendur af
gömlum aðfluttum húsum. Flest eru
þessi hús annars staðar úr borginni;
hús sem hafa orðið að víkja af sínum
upprunalega stað vegna nýrra fram-
Kvæmda.
Og fyrir þau þurfti að finna stað.
Litli Skerjafjörðurinn þótti hentugur
og gömlu húsin þóttu falla vel að
umhverfinu þar. En fiest önnur hús
þarna eru gömul.
Lóðunum í Skerjafirðinum hefur
verið úthlutað í tvennu lagi. Fyrst
var farið aö flytja gömul hús við
Fossagötuna og voru flutt þangað sjö
Hér sjást tvö hús sem bíða þess að komast á sökkla. Húsið lengst til vinstri
stóð áður við Tjarnargötu 5b en verður á Skerplugötu 5 í framtíðinni. Það
er Sigurður Örlygsson myndlistarmaður sem á húsið og hyggst innrétta
þar vinnustofu ásamt íbúð. Þá er það Bergstaðastræti 8 sem bíður þess
að verða Skerplugata 4. Og loks Skerplugata 7 sem áður var Traðarkots-
sund 6.
Séð út um glugga á „Bergstaðastræti 8“ og yfir á „Bergstaðastræti 6c“.
Þessi hús verða áfram nágrannar en á allt öðrum stað i borginni. Það er
hús Jóns Hjartarsonar leikara sem þarna sést út um gluggann. Það stend-
ur nú við Skerplugötu 9. DV-myndir GVA
hús. Siöan voru auglýstar lóðir fyrir
11 hús við Skerplugötu. Þar af eru
þrjár lóðirnar stærri en hinar og
voru þær ætlaðar undir tvíbýlishús.
En breytingar hafa verið gerðar eftir
lóðaúthlutunina því á einni lóðinni
hefur verið komið fyrir húsi þar sem
rekið er barnadagheimili, á annarri
hefur myndlistarmaður fengiö leyfl
til að hafa vinnustofu og enn er óljóst
með þá þriðju.
En eins og segir eru húsin sem
stendur misjafnlega á sig komin.
Sum eru orðin mjög falleg, í öðrum
er verið að vinna og nokkur eru gjör-
samlega óíbúðarhæf og standa enn
sökkulslaus. í Skerplugötu hefur lóð-
unum verið komið fyrir í hring og
er gert ráð fyrir að í miöjunni verði
útbúið fallegt torg.
í götunni búa meðal annarra þrír
leikarar ásamt íjölskyldum sínum,
þeir Jón Hjartarson, Haraid G. Har-
aldsson og Kristján Franklín Magn-
ús. Aðspuröur hvernig stæði á því
að leikarar sæktu í að flytja gömul
hús og gera upp sagði Jón Hjartarson
að líklega væru þeir bjartsýnni en
annað fólk. En eins og kunnugt er
búa margir leikarar á svokölluöu
Bráðræðisholti við Framnesveg en
þar er einnig hverfi gamalla aðfluttra
húsa.
„Það er líklega enn tímafrekara og
dýrara að gera upp gamalt hús en
að byggja nýtt,“ sagði Jón í samtali
við DV. „En ég hef trú á að þetta
komi til með að verða skemmtilegt
hverfi með tímanum."
Jón segist hafa verið búinn að ætla
sér lengi að stækka við sig og það
hafi „endað svona“. Hann er svo sem
ekki að flytja í nýtt umhverfi því
hann segist hafa búið áður í Skerja-
firðinum.
En látum svo bara myndirnar segja
okkur það sem eftir er sögunnar.
-RóG.
Séð inn í „nýja gamla“ hverfið í litla Skerjafirðinum. Fremsta húsið, sem
stendur við Fossagötu 1, er dæmi um hve fallega má gera upp gamalt timb-
urhús. Þetta hús stóð áður við Ránargötu 46. Hvita húsið til vinstri er ekki
aðflutt heldur stendur á sínum upprunalega stað við Fossagötu 3. Fossá-
gata 5 er svo lengst til vinstri en það hús stóð áður við Hörgshlíð 2. Lengst
til vinstri sést svo fyrrum Tjarnargata 11 sem varð að vikja úr miðbænum
fyrir nýja ráðhúsinu eins og frægt er.
Tilboó óskast
Tilboð óskast í neðanskráðar flugvélar sem skemmst
hafa í óhöppum:
TF-REF Piper PA 23 160, árg. 1958.
TF-LUL Socata TB-9, árg. 1980.
Ofangreindar flugvélar verða til sýnis á Reykjavíkur-
flugvelli mánudaginn 25. júní frá kl. 12 - 16. Tilboð
óskast fyrir kl. 16 fimmtudaginn 28. júní. Nánari upp-
lýsingar milli kl. 8 og 16 á aðalskrifstofunni, Lauga-
vegi 178, sími 621110.
VERNDGEONVÁ
TRYGGING HF
LAUGAVEG1178 SIMI621110
SANDSPYRNA
verður, haldin sunnudaginn 24.6. á bökkum
Ölfusár vió Eyrarbakka. Keppni hefst kl. 14.00.
Keppendur mœti fyrir kl. 12.00. Skoóun hefst kl. 10.00.
Kvartmíluklúbburinn / Björgunarsveitin Björg, Eyrarbakka
SERIA Soft, hvttur. 4 e8a B rilllur I pakko.
SERLA Soft, flulur, blelkur oa hvltur. 2 rOllur I pakko.
SERLA Tollet, aulur. 6 «80 12 rúllur I pakka.
•ndurunninn papptr- SERLA Nolurt Friendly, náttúruhvltur, 9 rúllur I pakka.
- ÞEGAR MÝKTIN SKIPTIR MÁLI
SERLA salernispappírinn er svo ondur mjúkur
hann hentar jafnt litlum kvefudum nobbum
vidkvœmu hörundi.
SERLA salernispappírinn er tvöfaldur, silkimjúkur
og einstaklega góður.
Globuse