Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Page 24
24 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. í vinnu hjá Sam frænda II: Hvað ertu búin að telja marga? Þú verður að taka lögregluna með þér þegar þú ferð út að vinna, sagði flokksstjórinn og leit á mig Anna, þú verður að taka lögregluna meö þér þegar þú ferð út í þitt hverfi, sagöi flokksstjórinn minn um leið og hann rétti mér heljarmikla möppu með manntalsskjölum. Viðstaddar voru tvær konur sem báðar höfðu búið miklu lengur á svæðinu heldur en ég og vissu því um hvaða hverfi var að ræða. Þær urðu skelfingu lostnar þegar þær heyrðu hvaða hverfi mér hafði verið úthlutað. Ég trúði auðvitað ekki flokkstjóranum, hélt hann væri aö gera að gamni sínu og sagði: Þú hlýtur að vera að gera aö gamni þínu? Hringja í lögregluna? Hvað heldurðu að ég fari að gera það! Þetta er alveg voðalegt hverfi, sagði hann þá. Ég skal koma með þér fyrst, svo getum við séð til en eftir að fer að skyggja máttu alls ekki fara þang- að. Það kom í ljós aö um var að ræða alræmt hverfi í nágrannabæ mínum. Nærri þrír fjórðu hlutar allra glæpa, sem framdir eru á Mið-Flórídasvæð- inu, eru taldir eiga rætur sínar að einhverju leyti í þessu hverfi. Mér er tjáð að þarna fari fram eiturlyfja- sala og alls kyns spilhng ráði þarna ríkjum. íbúamir eru að langmestu leyti svartir og var ég satt að segja meira en lítið kvíðafull yfir þessu nýja starfi. Þar með var ævintýrið byrjað. Eftir aö Bill, flokksstjórinn minn, hafði útskýrt eitt og annað fyrir okkar fór- um við hver til síns heima. Áður en hægt var að halda út á vettvang varð að vinna undirbúningsvinnu og varð hún að gerast heima við. Bill sagði mér svo að hringja til sín er ég væri tilbúin að fara út í hverfið. Ég var bæöi dálítið spennt en líka hálfhrædd og feimin að fara á vett- vang. í starfi mínu sem blaðamaður í yfir þrjátíu ár hef ég auðvitað hitt ýmiss konar fólk en aldrei neitt líkt því sem ég hitti þarna. Þetta var al- veg sérstakt. Að þurfa að spyrja fólk, og það kolsvarta útlendinga, um þeirra nánustu hagi var svolítið sem ég hafði ekki lent í áður. Mér fannst eins og ég væri að hnýsast í eitthvað sem mér kæmi hreinlega ekkert við. Ég verð að viöurkenna að þegar ég horfði á auðar línurnar sem ég átti að fylla með nöfnum í vinnubókinni minni datt mér aldrei í hug að mér myndi takast það. í gin ljónsins Svo kom loks aö því að við Bill héldum út af örkinni. Varla þarf að taka fram að það var mjög heitt í veðri og ég reyndi þvi að vera létt- klædd. Þar af leiðandi hafði ég ekki vasa fyrir skriffæri, gleraugu og annað sem síðar kom í ljós að nauðsynlegt er að hafa við höndina við skrásetn- ingu heimsbyggðarinnar. Ég hélt.á manntalsmöppunni á handleggnum og við borð lá að handleggurinn slitn- aði af vegna þyngslanna. Hverfið mitt reyndist vera tvískipt. Þetta voru allt leiguíbúðir, öðrum megin einlyft íbúðarhús með þrem til fjórum íbúðum en hins vegar tveggja hæða hús með fleiri íbúðum. Annars vegar voru oddatölumar og hins vegar jöfnu tölumar. Hér í Bandaríkjunum er aigengast að jöfnu tölurnar séu vestan og norðan I fyrsta húsinu bjuggu sjö manns. Mjög erfitt var að skilja enskuna sem maðurinn talaði og vissi hann næsta lítið um aldur eða nöfn barnanna. við strætin en oddatölurnar sunnan og austan við. Hvort leigufyrirtækið hafði sína skrifstofuna sem sá um hverfin. Þess vegna kom ekki að sök þótt ég missti af því að læra hvernig átti að finna húsnæði á korti úti á víðavangi. Viö urðum að leggja bílnum á gestabílastæði og ganga þó nokkum spöl. Það virkaði í það minnsta langt í steikjandi sólarhitanum með níð- þunga manntalstöskuna á öxlinni. Svo börðum við að fyrstu dyrun- um. Bill er ákaflega stór maður, vel yfir 180 cm á hæð og þreklega vax- inn. Hann var búinn að leggja mér lífsreglurnar en þegar fyrsti skjól- stæðingurinn birtist var mér allri lokiö og ég kom varla upp nokkru orði. Bil hafði því orð fyrir okkur og ég skráði. Góðan daginn, við erum hér frá manntalinu, sagði hann hátt og snjallt og allir viðstaddir sáu strax að þama var á ferðinni maður með vald. Þegar ég fór svo ein míns liðs reyndi ég að líkja eftir tóninum í rödd Bills og ég held nú bara aö mér hafi ekki tekist sem verst. Fæðingarvottorð einfölduðu skrásetninguna í fyrsta húsinu bjuggu sjö manns. Mjög erfitt var að skilja enskuna sem maðurinn talaði og vissi hann næsta lítið um aldur eða nöfn barnanna, sem hann átti sum en þó voru fleiri stjúpböm. Ekki bætti úr skák að sjónvarpið var stillt á hæsta hljóð, svo hátt að glumdi í öllu húsinu. Lít- il hnáta var að sniglast í kringum okkur og hvarf af og til inn í innri vistarveru. Allt í einu kom sú litla með bunka af fæðingarvottorðum og gerðist nú skrásetningin öllu auð- veldari þar sem hægt var að lesa bæði nöfn og fæðingardaga af skír- teinunum. Þessi „skjólstæðingur" bauð okkur inn en margir gerðu það alls ekki. Töluðu við okkur á tröppunum, þeir stóðu í skugganum en við í glamp- andi sólinni. En það var heldur ekki sem árennilegast þegar mér var boð- ið inn. AUs staðar var dregið fyrir gluggana svo að inni var hálfrökkvað og þegar maöur kemur inn úr glamp- andi sólinni er maður hálfbhndur. Og þegar við bætist að fólkið var kolsvart sá ég stundum ekki einu sinni fólkið sem sat eða lá í fletum sínum. Langoftast yfirheyrði ég fólkið á dyraþrepinu í glampandi sólinni, al- veg að stikna. Stundum bogaði svit- inn svo af mér að blöðin urðu hál- frök. Eins fallegt að þetta var ekki skrifað með bleki, það hefði verið ljóta sjónin. Allt er skráð með blý- anti til að auðveldara sé að lagfæra villur sem kunna að slæðast inn í kerfiö. Eftir að búið er að safna upplýsing- um á vettvangi verður að halda heim á leið og skrásetja allt í rétta reiti. Það tekur líka sinn tíma. Ég var svo spennt að skila verki mínu vel aö fyrsta daginn vann ég langt fram yfir háttatíma. Hér hafa þeir ekki trú á yfirvinnu svo að það varö að hagræða vinnu- tímanum á vinnuskýrslunni þannig að hann yrði helst ekki yfir 8 tíma dag hvern. ' Hins vegar mátti færa tíma yfir á laugardaga eða sunnudaga ef á þurfti að halda. En sama tímakaup var, hvaða dagur sem var. Sjálfur verður starfsmaðurinn að halda skýrslur yfir aksturinn. Hins vegar geri ég ráð fyrir að ef hann þyki óeðlilega mikill sé gerð athugasemd þar við. Bill bauðst til að fara með mér aft- ur en nú vildi ég prófa sjálf. Hann sagði mér að hringja í lögregluna en einhvern veginn kom ég mér ekki að því og fór ein míns liðs til fundar við „skjólstæðinga" mína. Þann dag- inn voru það mest konur og börn sem ég hitt. „Illþýðin" hafa þá líklega verið úti að safna liði eða sofandi. Ég var þarna yfirleitt á morgnana fram yfir hádegið en varð svo að koma aftur seinnipartinn. Kvöldin voru alveg úr leik. Bill lagöi á það ríka áherslu að eftir að sólin væri komin á vesturhimininn mætti ég ekki vera þarna á ferli. Enda hefði mér ekki dottið’ það í hug. Daglegur gestur Verkið dróst á langinn því að víða var enginn heima viö þegar mig bar að garði. í venjulegum tilfellúm hefði skrásetjarinn skihð eftir nafn sitt og símanúmer og viðkomandi svo hringt. Ekki var taliö ráðlegt að gera það þarna í þessu hverfi. Ég varð því að heimsækja hvert heimilisfang þrisvar sinnum áður en ég mátti fara í „síðustu tilraun" sem var raunar afar einföld. Það var að spyrja skrif- stofufólkið um íbúana. Það reyndist afar elskulegt fólk sem skildi vel vandræði mín og leysti skilmerkilega úr spurningum mínum. Þar sem ég er samviskusöm, af hin- um svokallaða gamla skóla, reyndi ég þrisvar sinnum við hvert heimilis- fang nema nokkur sem ég taldi að væru auð en reyndust það svo ekki þegar til átti að taka. Að vísu var ekki auðvelt að sjá hvar var búið og hvar ekki. Glugga- tjöldin voru ekki upp á marga fiska og rúðurnar sumar hverjar brotnar og bara troðið einhverju drasli í göt- in. Umgangurinn var skelfilegur Suma dagana voru yfirfullir rusla- gámar í hverjum botnlanga og nóg var af alls kyns flugum og öðru kviku sem heldur sig í heitum löndum. Blessuð litlu börnin voru að leika sér í öllum skítnum, mörg hver ber- fætt. Það er ekki vegna þess að þau eigi ekki skó en hér um slóðir þykir mörgum það gott og gilt aö ganga berfættir, jafnt börnum sem full- orðnum. Einn daginn voru þrír litlir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.