Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Side 26
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. 26 Elísabet II Bretadrottning: Mikilhæfur Elísabet II Bretadrottning og eigin- maöur hennar, Filippus prins, her- toginn af Edinborg, koma til íslands á hádegi á mánudag meö einkaþotu sinni. Hjónin munu dvelja hér á landi í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem drottningin kemur til íslands. Hertoginn hefur komiö nokkuð oft hingað til lands í einkaerindum og á leiö sinni yfir hafið en einnig í þriggja daga opinbera heimsókn 30. júní 1964. Elísabet er voldugasti og ríkasti þjóöhöföingi heims. Þegar hún fædd- ist 21. apríl 1926 var hún þó ekki erf- ingi krúnunnar. Drottningin er dótt- ir Georgs VI og Elísabetar drottning- ar sem veröur níræö í ágúst nk. Ge- org VI var sonur Georgs V konungs og Maríu drottningar. Elsti bróöir hans var Játvarður VIII sem afsalaði sér krúnunni áriö 1936 til aö kvæn- ast Wallis Simpson og gekk krúnan þá til Georgs VI, fóöur Elísabetar. Konungurinn átti fimm systkini sem öll eru látin en börn þeirra og barna- börn tilheyra konungsíjölskyldunni. Hjónin sömu ættar Filippus prins gekk að eiga Elísa- betu II, þá prinsessu, í nóvember 1947 og var þá gerður af hertoganum af Edinborg. Brúökaupiö fór fram í Westminster Abbey viö mikla viö- höfn. Filippus er fæddur 10. júní 1921, sonur Andrews, prins af Grikklandi. Prins Andrew var yngri sonur Ge- orgs I, konungs Grikklands, en hann var sonur Kristjáns IX Danakon- ungs. Þegar Filippus prins ákvað aö afsala sér öllum rétti til grísku krún- unnar og gerast breskur þegn tók hann sér fjölskyldunafn móöur sinnar, Mountbatten. Móðir hans var Alice prinsessa af Battenberg, elsta dóttir Lúövíks prins af Battenberg sem breytti nafni sínu í Mountbatten í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar, afsalaöi sér konunglegum titlum og gerðist fyrsti markgreifi af Milford Haven (staöur í S-Wales). Kona Lúð- víks var Viktoría prinsessa af Hesse, barnabam Viktoríu drottningar þannig að Filippus prins eins og El- ísabet drottning eru bæöi barna- barnabarnabörn Viktoríu drottning- ar. Ekki fædd drottning Elísabet II heitir fullu nafni Elísa- bet Alexandra María. Elísabet á aö- eins eina systur, Margréti prinsessu, sem er Qórum árum yngri. Hún gift- ist Snowdon lávarði en þau skildu áriö 1978. Þegar faöir Elísabetar tók viö krúnunni af bróöur sínum áriö 1936 og dóttirin orðin líklegur eríingi krúnunnar, þá tíu ára, var námi hennar breytt og meiri áhersla lögö á sögu og lögfræði. Auk þess lagði hún stund á tónlistarnám og lista- sögu. Áhugamál Elísabetar, allt frá því hún var smábarn, er hesta- mennska og hún fékk aukna leiðsögn í aö sitja hest og annast um hrossin. Þá var sund eitt af hennar áhugamál- um og vann hún til verðlauna í þeirri grein þrettán ára. Þegar prinsessan var íjórtán ára byrjaði hún aö taka þátt í opinberu - sem nýtur mikils trausts þegna sinna Konungsfjölskyldan á svölum Buckinghamhallar þegar Elisabet hélt upp á sextugsafmæli sitt áriö 1986. systir hans, Anna, kom í heiminn áriö 1950, þriöja barnið, Andrew, fæddist 1960 og sá yngsti, Edward, 1964. Konungshjónin héldu upp á silfurbrúðkaup sitt með mikilli við- höfn í London áriö 1972. Eftir brúðkaup þeirra áriö 1947 héldu þau í heimsóknir til Frakk- lands og Grikklands. Áriö 1951 heim- sóttu þau Kanada. Drottningin fór fjórum sinnum til Möltu og heirn- sótti éiginmanninn sem þá var laut- inant í sjóhernum. Áriö 1952 komu veikindi Georgs VI í veg fyrir að hann gæti farið í opinberar heimsóknir til Ástralíu og Nýja Sjálands. Elísabet fór í hans staö ásamt eiginmanni sínum, her- toganum af Edinborg, og þaö var á fyrsta viðkomustað þeirra í ferðinni, í Kenýa, sem hjónin fengu fregnina um að konungurinn væri látinn og Elísabet oröin drottning, þá tæplega 26 ára gömul. Elisabet ásamt elstu börnunum tveimur, Karli ríkisarfa og Önnu prinsessu. Næstyngsti sonur Elísabetar, Andrew, og eiginkona hans, Fergie, ásamt tveimur dætrum sínum. lífi. Hún var fjórtán ára þegar hún kom fyrst fram í útvarpi. Fyrstu embættisverk hennar voru öll tengd barnahjálp og hún var meðal annars yfirmaður barnasjúkrahúsa. Elísa- bet fór með foreldrum sínum í heim- sóknir um Bretland sextán ára göm- ul og áður en langt um leið fór hún einnig til annarra landa í embætt- isferðir. Eftir síöari heimsstyrjöldina fór hún í feröalög til eyja sem til- heyra Bretlandi. Ariö 1947 fór hún í sína fyrstu opinberu heimsókn með foreldrum sínum og systur til S- Afríku. í þeirri ferð hélt hún upp á 21 árs afmælið. Stuttu eftir heim- komu konungsfjölskyldunnar til Englands var tilkynnt um brúðkaup Elísabet drottning lætur það ekki hafa áhrif á sig þótt hún lendi yfir- leitt á blaði meðal tíu verst klæddu kvenna heims. Hún klæðir sig eftir veðri og vindum. Elísabetar og Filippusar prins sem hún haföi þekkt í mörg ár. Fjögurbörn, sex barnabörn Fyrsta barn þeirra, Karl prins, erf- ingi krúnunnar, fæddist áriö 1948, Sorgarfrétt til Kenýa Ungu hjónin höfðu flogið frá Lon- don þann 31. janúar með millilend- ingu í Kenýa í A-Afríku. Þar dvöldu þau í nokkra daga í fallegu húsi sem fólkið í Kenýa hafði gefið þeim í brúð- argjöf. Húsið var í fíkjutré í skógin- um og hjónin gátu fylgst með þegar villt skógardýrin komu að nærliggj- andi vatni til að fá sér að drekka. Menn héldu að prinsessan vildi ganga til náða eftir erfið ferðalög en hún sat uppi hálfa nóttina með sjón- auka og fylgdist hugfangin með dýr- unum, þar á meðal 46 fílum sem gengu í hóp. Einhvern tíma þessa nótt varð prinsessan drottning Eng- lands. Það var þó ekki fyrr en prins- essan og hertoginn komu til nær- liggjandi þorps, þar sem var lítið hótel, aö sannindin komu í ljós. Blaðamenn, sem fylgdu prinsessunni og eiginmanni hennar í þessari för, dvöldu á þessu hóteli. Einn þeirra kallaði til einkaritara prinsessunnar að það væri síminn til hans. Þegar hann kom í símaklefa var enginn í símanum heldur stóð blaðamaður frá East African Standard skjálfandi á beinunum og sagöi: Kóngurinn er látinn. Fréttin var mikið áfall en einkarit- aranum fannst hún þó ekki ótrúverð- ug þar sem kóngurinn hafði verið veikur. Dagblaöið East African Standard haföi fengiö fréttina á Reut- erskeyti og ritstjórinn hafði strax sagt útsendara sínum á staðnum, þar sem prinsessan var, fréttina. Hinn konunglegi hópur hafði þá ekki feng- ið neina opinbera tilkynningu um látið. Einkaritari prinsessunar sagði einkaritara hertogans fréttina og í sameiningu reyndu þeir að fá til- kynninguna staðfesta og það tókst loks. Fréttin var rétt. Einkaritari hertogans flutti honum tíðindin og það var Filippus sem sagði eiginkonu sinni tíðindin um lát föður hennar kl. 14.45 að staðartíma þann 7. febrú- ar 1952. Hún tók tíðindunum eins og drottningu sæmir. Hún settist niður við skrifborð og skrifaði bréf til þeirra sem áttu von á henni í heim- sókn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.