Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Qupperneq 20
rs 20 ' IAÚÖÁRDAGtJR 29. DRSÉMBER 1990. Kvikmyndir Francis Ford Coppola hefur ekki verið mjög farsæll á undanfómum árum. Eins og um marga aðra mikla kvikmyndagerðar- menn hafa væntingar verið meiri en árang- urinn. Peggy Sue Got Married og Tucker voru að visu ágætar kvikmyndir en engin snilldarverk. Með gerð þriðju Godfather-myndarinnar, Godfather III, lagði Coppola allt undir og fengu áhorfendur að sjá árangurinn um jól- in en myndin var frumsýnd í átján hundruð kvikmyndahúsum á jóladag. Áður voru búnar að vera prufusýningar fyrir almenn- ing og gagnrýnendur og voru viðtökurnar vægast sagt misjafnar. Áhorfendur annað- hvort púuðu eða fögnuðu ákaft og gagnrýn- endur skiptust einnig í tvo flokka. Sumir hæidu myndinni mikið en aðrir voru ekki eins ánægðir og fundu henni allt til foráttu. Þessi nýjasta mynd um Corleone-fjölskyld- una kostaði hvorki meira né minna en fimm- tíu og fimm mUljónir dollara sem er nálægt þremur milljörðum íslenskra króna og fór kostnaðurinn langt fram úr áætlun sem eru varla miklar fréttir þegar Francis Ford Coppola á í hlut. Það er víst óhætt að segja að allir sem eitt- hvað mega sín í Hollywood bíða spenntir eftir hver aðsóknin á myndina verður því vitaö er af ef hún kolfellur þá mun Coppola eiga erfitt uppdráttar í nánustu framtíð. Á prufusýningu í New York í síöustu viku voru viðtökurnar mjög misjafnar eins og alls staðar annars staðar. Þótt margir hafi fagnað og aðrir púað fóru fiestir út án þess að láta skoðun sína í ljós, sem segir ef til vill meira en mörg orð um óánægju þeirra. Einn gagnrýnandi, sem var óánægöur með þessa þriggja tíma kvikmynd, sagði að þeir sem hefðu fagnað væru alhr vinir Coppola. Coppola gerir sér alveg grein fyrir því aö fyrir hann er Godfather III spuming um Kvikmyndir Hilmar Karlsson framtíðina. Tvær fyrri Godfather-myndirn- ar fengu stórkostlega dóma og mikla aðsókn og hafa verið þær kvikmyndir sem hafa haldið nafni hans á lofti. í viðtah við News- week fyrir stuttu sagði hann aö menn biðu eins og um mikinn íþróttaviðburð væri aö ræða. Mundi Coppola lifa eða deyja? Fyrstu tvær myndirnar fengu báöar mörg óskarsverðlaun en talið er ólíklegt að sú verði raunin nú. í heild er gróðinn af fyrri myndunum orðinn um það bil átta hundruð milljónir dollara og þær eru löngu orðnar klassískar kvikmyndir. í Godfather III lýkur sögu Michael Cor- leone sem leikinn er sem fyrr af A1 Pacino. Ekki er nóg meö aö Corleone hætti sem „guðfaðir" heldur fær hann aflausn synda sinna þrátt fyrir að vera bendlaður við hneyksli í banka Vatikansins. Eitt af því sem Coppola hefur verið gagn- rýndur fyrir er að hafa látið dóttur sína, Sofiu, leika stórt hlutverk í myndinni. í byrj- un átti Wynona Ryder að leika dóttur Mich- aels Corleones en hún fékk taugaáfall og varð að hætta við. Þá réð Coppola dóttur sína þrátt fyrir mótmæli framleiðendanna. Hann segir svo um þessa ákvörðun sína að hann telji að Sofia sé aö gera sér greiða með því að leika í myndinni en ekki hann henni. Gagnrýnendur Variety og Time eru ekki á sama máli og segja að leikur henhar sé eitt af meginvandamálum myndarinnar. Gagn- rýnandi Newsweek tók ekki svo sterkt til orða en það besta sem hann gat sagt um Sofiu var að hún væri hrífandi stúlka. Hún er látin deyja í myndinni og á fyrrnefndri prufusýningu í New York vakti dauðasena hennar hlátur hjá nokkrum áhorfendum. Mjög skiptar skoðanir eru hjá gagnrýn- endum um myndina. Gagnrýnandi Variety er í heild ánægður með myndina og lokaorð hans eru að Coppola hafi næstum tekist þaö erfiða verka að endurtaka þá töfra sem umluktu fyrri myndirnar tvær. Og í Premier segir að Godfather III sé ekki meistaraverk en þó verðugt framhald fyrri mynda um Corleone-fjölskylduna. -HK MARTIN SCORSESE og Robert De Niro eru langt frá því að vera hættir samstarfi. Þeir eru nú sem óðast að undirbúa kvikmyndina Cape Fear og framleiðandinn er engitrn annar en Steven Spielberg. Nafn kvikmyndarinnar hijómar kurmuglega, enda var gerð kvikmynd árið 1962 með þessu sama nafni og er mynd Scorsese endurgerð hennar. Fjallar myndin um fyrrverandi fanga sem hefur uppi á lög- fræðingnum sem kom honum í fangelsi. Fang- inn fyrrverandi gætir þess að fara aldrei út fyrir lög ogrétt þegar hann er að hrella lög- fi-æðinginn ogfiölskyldu hans ogí iok mynd- arinnar neyðir hann lögfræðinginn tii upp- gjörs. Robert de Niro leikur fangann. Reynt var aö fá Robert Redford til að leika lögfiræð- inginn en hann afþakkaði. Var þá leitaö til Nick Nolte sem þáði hlutverkið. Ogþað er engin önnur en Jessica Lange sem leikur eig- inkonu hans. Þess má geta að Robert Mitchum og Gregory Peck, sem iéku aðalhlutverkin i eldri myndinni, munu hafa samþykkt aö leika smáhlutverk í myndinni. * ★ Woody Allen er mikill vinnuþjarkur og er hann yfirleitt byrjaöur á næstu kvikmynd þegar nýjasta mynd hans er frumsýnd. í jan- úaráað frumsýna nýjustu kvikmy nd hans, Alice, sem er gamanraynd um gifta konu sem ákveður að endurskoða líf sitt Eins og oft áður er margt frábærra leikara í myndinnL Má þar nefna William Hurt, Alec Baldwin, Judy Ðavis, Cybill Shepherd, Judith Ivey, Bernadetta Peters og aö sjálfsögðu Mia Farrow. Ekki er minna stjömuliö í kvikmynd sem hann er að hefja tökur á og er nafnlaus ennþá. Þar leika meðal annars Madonna, John Malkovich, Jodie Foster, Donald Pleas- ence, Kate Nelligan og auövitaö Mia Farrow. ★ ★ ★ JIM SHERIÐAN, leikstjórinn ungi sem leik- stýrði My Left Food, frumsýnír nýjustu kvik- ■ mynd sína, The Field, I janúar. Sheridan, sem er íri og stoltur af því, lét sem vind um eyru þjóta öll gylliboð og heldur sig við „litlar“ kvikmyndir. Og það sem meira er, hann fékk landa sinn, Richard Harris, sem hefur ekki verið mjög mikið í sviðsljósinu undanfarin ár, til að leika aöalhlutverkið. Brenda Frick- er, sem vakti. mikla athygli í My Left Food, leikur eiginkonu Harris og Hollywoodstjarn- an Tom Berenger leikur þriöja aðalhlutverk- ið. ★ ★ ★ DIRK BOGARDE hefur nú leikið í kvikmynd eftir þrettán ára hlé. Á þessum árum hefur hann sent frá sér nokkrar skáldsögur sem hafa yfirleitt fengið góða dóma. Bogarde er sem sagt kominn fram fyrir myndavélina aft- ur og leikur fóöur sem loks kynnist dóttur sinni rétt óður en hann deyr. Kvikmyndin heitir Daddy Nostalgia. Jane Birkin leikur dóttur hans. Leikstjóri er enginn annar en dag. Hann leikstýr ði meöal annars Round Midnight. Gagnrýnendur í New York hrifhir af Góðum gæjum Mikla athygh vekur ávallt í kvik- myndaheiminum þegar gagnrýn- endur í New York afhenda sín ár- legu verðlaun. Mörgum þykir þessi verðlaunaafhending gefa hugmynd um hvaöa myndir verða líklegastar til óskarsverðlauna. Samkvæmt mati gagnrýnendanna er enginn vafi á að Goodfellas er besta kvik- myndin á þessu ári. Var hún vahn besta kvikmyndin. Robert De Niro var vahnn besti leikarinn og Mart- in Scorsese var valinn besti leik- sljórinn. Val þetta kemur fáum á óvart. Goodfehas hefur verið mikið hælt í Bandaríkjunum sem og annars staðar. Svo er það aö Martin Scor- sese og Robert De Niro eru báðir New York-búar og ávaht þegar þeim gengur vel hafa gagnrýnend- ur í heimaborg þeirra hampaö þeim. Gagnrýnendurnir, sem mynda þennan áhrifamikla hóp, eru tutt- ugu og átta. Þeim fannst ekki nóg að veita Robert De Niro verðlaun fyrir GoodfeUas heldur tóku þeir fram að leikur hans í Awakenings væri einnig einn af hápunktum ársins. Gagnrýnendurnir völdu þýsku kvikmyndina Illgjörn stúlka sem bestu erlendu kvikmyndina. Fjall- ar hún um stúlku sem fer að hrófla við fortíðinni í smábæ, þar sem hún á heima, til að komast að því hveij- ir voru nasistar og hverjir ekki. Besta leikkonan var valin Joanne Woodward fyrir hlutverk sitt í Mr. and Mrs. Bridge. Þar leikur hún einmana ráðskonu. Þaö sem kom kannski mest á óvart var að gagnrýnendumir leiddu alveg hjá sér hina rómuðu kvikmynd Kevins Costner, Dances with Wolves, og einnig Godfather m. -HK Robert De Niro og Ray Liotta i Góðum gæjum (Goodfellas)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.