Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Síða 27
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. 27 Svidsljós Allt fínna þeir upp í Ameríku: Jólasveinalínan upp- fyllir óskimar Bandarísk böm þurfa ekki að kvarta yfir jólasveinaleysi. Ef jóla- sveinninn kemur ekki niður reyk- háfinn geta þau að minnsta kosti rætt við hann í síma og borið fram óskir sínar. Það eru aldraöir borgar- ar sem hafa tekið að sér að svara í símann fyrir jólasveininn en þeir hafa tollfrjálsa sölu í sínum höndum. Alls eru þetta fimmtán hundruð manns á eftirlaunum sem starfa við símann en jólasveinalínan er opin frá 11. desember til 24. desember. Að auki er hægt að hringja í jólasveininn milli jóla og nýárs ef einhver vill þakka fyrir sig. Jólasveinalínan er starfandi um flestöll Bandaríkin og upp koma margvísleg símtöl og ekki er alltaf hægt aö verða við óskum barnanna. Eitt barnið bað t.d. jólasveininn um lítinn bróður en sá gamli gat lítið annað gert en biðja barnið að ræða það mál við mömmu og pabba. Sum símtöhn eru sorgleg. Lítið barn, sem nýlega hafði misst fóöur sinn, bað jólasveininn um nýjan pabba. Annað barn sagðist hafa misst af gönguferðum með afa vegna þess að hann hefði þurft að fara á sjúkrahús þar sem annar fóturinn var tekinn af honum. „Getur þú gefið afa nýjan fót?“ spurði barnið. Aðrar spurningar eru sakleysislegar eins og: „Viltu gefa mér lítið píanó eða járnbrautarlest eöa dúkku sem getur grátið? Hitt er annað mál að eftir- launaþegarnir hafa ekki síður gaman af jólasveinahlutverkinu en bömin að ræða við hann. Sumt af þessu gamla fólki fær þarna eina tækifærið sitt til að ræða við lítil börn um jól- in. Þegar eitt barniö var spurt hvort það hefði verið þægt var svarað: „Nei, en ég ætla að verða það áður en jólin koma.“ □Lf nr pL örl Til viðskiptavina Samvinnubankans á Húsavík Islandsbanki mun taka vib rekstri útibús Samvinnubankans á Húsavík frá og meb 1. janúar 1991. Engar breytingar verba um áramót á reiknings- númerum og innlánsformum. Nánari upplýsingar verba sendar vibskiptavinum í janúar. Starfsfólk útibúsins mun ab sjálfsögbu kappkosta áfram ab sinna fjármálaþörfum vibskiptavina sinna á Húsavík og nágrenni og tryggja þjónustu sem einkennist af þekkingu, vandvirkni og lipurb. ISLAN DSBAN Kl - í takt viö nýja tíma! u jHE FLUGELDASALA VIKINGS í Félagsheimilinu v/Stjörnugróf í FélagsheimiIinu v/Hæðargarð v/Austurver - Háaleitisbraut v/Kringluna - Hard Rock KREDITKORT NÚG AF PÚÐRI TILAÐFAGNA NÝJUÁRI B í GÓÐU ÚRVALI Á BESTA VERÐI Opið: Laugardag kl. 11-22 Sunnudag kl. 11-22 Gamlársdag kl. 9-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.