Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Qupperneq 60
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5,000 þá í slma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. Fjórfalt lottó: Kr**>*í vinn> ingur um 24 milljónir Þaö verður Qórfaldur pottur í lottó- inu í kvöld og búast má viö að fyrsti vinningur veröi um 24 milljónir króna. Alls veröa vinningar á bilinu 30 til 40 milljónir. Það er því ljóst aö til mikils er að vinna. Vilhjálmur Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri íslenskrar getspár, segir að þetta sé mjög ánægjulegt því að þetta hafi aldrei gerst áöur. Menn hafa rætt um að ef fyrsti vinningur skiptist ekki og fari til eins manns geti hann þurft á einhverri aðstoð að halda til að halda geðheilsu. Hafa lottómenn eitthvað hugsað um slíkt? „Nei við höfum nú ekki hugsað að bjóða fram neina sálfræðiaðstoð. Hins vegar hefur verið rætt að veita einhvers konar fjármálaráðgjöf ef þessi staða kæmi upp,“ segir Vil- hjálmur. Laxfossfékká sig brotsjé -missti3gáma Laxfoss, skip Eimskipafélagsins, fékk á sig brotsjó í fyrrakvöld er hann var á leiðinni til Immingham. Við brotsjóinn fóru þrír 40 feta gám- ar fyrir borð, einn frystigámur og tveir þurrgámar. Auk þess skemmd- ust tveir frystigámar verulega. Óhappið átti sér stað er Laxfoss var á siglingu vestur af Færeyjum. Mikið hvassviöri var, 9-10 vindstig, er brot- stjórinn skall á aftanverðri yfirbygg- ingu skipsins stjórnborðsmegin. Laxfoss er annað af tveimur ekju- skipum Eimskips, burðargeta skips- ins er tæplega 10.000 tonn og flutn- ingsgeta um 730 gámaeiningar. Lax- foss er væntanlegur til Immingham íBretlandiíkvöld. -J.Mar Smáauglýsingadeild DV verður opin sem hér segir um áramótin: I dag, laugardag 29. desember, er opið kl. 9-14. Sunnudaginn 30. des- ember verður lokað. Mánudaginn 31. desember verður opið kl. 9-12. Þriðjudaginn 1. janúar verður lokað. Miövikudaginn 2. janúar verður opið kl. 9-12. Fyrsta blað eftir áramót kemur út miðvikudaginn 2. janúar. Gleðilegt nýár! LOKI Þarfór brjóstbirta alla- ballanna! Alþýðubandalagið: 1*11 Jlflr jfflbw M jnBtLMIB iflk Æ&m mmm vVðVðr og oiatur beygðu Birtingu w w w búist við að félagið klofni og breytist í málfundafélag Helstu forráðamenn Birtingar hafa látið af allri andstöðu við Al- þýðubandalagið eftir að ljóst var að Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir munu bæði gefa kost á sér í forvali Alþýðubandalagsins í Reykjavík í janúar. Það er þó ekki fyrst og fremst þessi ákvörðun sem orsakaði þessi sinnaskipti. Undanfarna daga hafa staðið yfir stanslaus fundahöld hjá birtingar- mönnum, Ólafi Ragnari og Svavari Gestssyni og raunar fleirum. Það er þvi Ijóst að forystumönnum Al- þýðubandlagsins hefur tekist að beygja birtingarmenn tíl samstarfs við flokkinn í komandi prófkjöri og kosningum. Sumir birtingarmenn, sem ekki eru í Alþýðubandalaginu, halda því fram að félagið muni klofna við þetta. Þeir sem komu úr Alþýðu- bandalaginu yfir í Birtingu fari til baka en hinir muni ekkí taka þátt í prófkjörinu. Taliö er að þeir muni jafnvel fara yfir í Alþýðuílokkinn. Eftir standi félagið Bírting sem eins konar málfundafélag. Hefðu þessar sættir ekki komið til hefði Svavar Gestsson að öllum líkindum farið í framboð á Vest- fjörðum. Alþýðubandalagsmenn þar vilja fá hann vestur og hann hefur haldið þeim volgum þar til nú. Ef Svavar hefðí farið vestur er talið vist að Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hefði hreppt fyrsta sæt- ið í Reykjavik. Lítill en harður kjarni í Alþýðubandalagsfélaginu í Reykjavík styður Ásmund til próf- kjörs. Hann mun raunar hafa í huga að gefa kost á sér í forvalinu, þrátt fyrir að Svavar og Guðrún Helgadóttir keppi að efstu sætun- um á listanum. Við þessar sættir milli birtingar- manna og Alþýðubandalagsins telja þeir sem best þekkja til að á komist ró i félaginu i Reykjavik, alla vega fram yfir kosningar. -S.dór Akureyri: Vélsleða- menn til vandræða Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég hef aldrei unniö nein afrek, hvað þá hetjudáð. Þess vegna kemur það mér á óvart að vera nú í sporum Sigurjóns Óskarssonar sem er enginn venjulegur maður. Ég er aftur á móti í mesta lagi antihetja," sagði Einar Oddur Kristjánsson, bjargvætturinn frá Flateyri, er honum var tilkynnt að DV hefði valið hann mann ársins 1990. - Sjá viðtal við Einar Odd Kristjánsson í opnu blaðsins. DV-mynd Brynjar Gauti „Við urðum að kæra sjö vélsleöa- menn strax á 2. degi jóla vegna akst- urs í bænum," sagði varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, en strax og jólasnjórinn féll á Akureyri á jóladag voru vélsleðamenn komnir á kreik á farartækjum sínum í bænum. Vélsleðar falla nú undir torfæru- tæki samkvæmt umferðarlögum og er óheimilt að vera á þeim í þéttbýli. Þó er heimilt að fara á þeim „að heiman og heim“ samkvæmt lögun- um og að taka bensín í þéttbýli. Þetta gerir lögreglu erfitt fyrir því auðvitað eru menn ávallt á heimleið eða á leið að heiman þegar til þeirra næst! Ekki má aka vélsleðunum hraðar en á 40 km hraða, en í hópi þeirra ökumanna, sem teknir voru á Akur- eyri, voru menn sem óku á allt að 80 km hraða. Talsvert er um það á Akureyri að vélsleðamenn séu að leik á götum bæjarins, jafnvel inn á milli íbúðarhúsa, og skemma þeir viðkvæman gróður með þessum akstri, auk þess sem hávaði frá þess- um ökutækjum er ákafiega hvimleið- Veðrið á sunnudag og mánudag: El fyrir norð- an en bjart syðra Á sunnudag og mánudag verö- ur norðlæg átt og víðast fremur hæg. É1 verður um landiö norð- anvert en bjart veður syðra. Frost verður 3-8 stig. * ur. D OR Freyja hf. Sími: 91-41760 ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.