Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Page 5
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 5 Fréttir Akranes: Fomleifarannsókn í hringunum við Nesstofu: spellvirki Siguröui Sverrisson, DV, Akranesi: ftrekuö skemmdarverk hafa verið framin í kirkjugarðinum á Akranesi undanfarnar vikur og 20 leiði hafa orðiö iyrir barðinu á spelivirkjum. Að sögnlögreglu hefur legstein- um verið velt um koll, krossar rifnir upp, blóm tröðkuð niður og aðrar skemmdir unnar á leíð- um. Máliö er i rannsókn hjá lög- reglu sem stendur ráöþrota frammi fyrir þessari áráttu. Akranes: Hundar drepastúr smáveiru- sótt Signrðui Svexrisson, DV, Hkranesi: Smáveirusótt í hundum hefur stungið sér niður á Akranesi. Dagmar Vala Hjörleifsdóttir dýralæknir segir dæmi um að hundar hafi drepist af völdum hennar hér í bænum. Dagmar Vala sagðist í samtali við DV áhyggjufull yfir sinnu- leysi hundaeigenda í bænum þvi allt og mikil brögð væru að því að hundar væru óbólusettir fyrir þessari veiki. Skurðurinn getur gef ið skýringar um hringina - niðurstöður liggj a fyrir á sunnudag „Grassvörðurinn og laus jarðvegur var tekinn ofan af á fimmtudag en við byrjum rannsóknina ekki fyrr en á laugardag. Tilgangur rannsóknar- innar er að finna út hvort hringimir hér við Nesstofu séu mannvistarleif- ar eða náttúrulegar myndanir. Þetta eru mjög sérkennilegar myndanir og það er einstætt hversu margir hring- irnir eru,“ segir Kristinn Magnús- son, forstöðumaður Nesstofusafns. Fornleifauppgröftur hefst í dag í hringunum við Nesstofusafn á Sel- tjarnarnesi og stendur uppgröftur- inn fram á sunnudag. Það eru þeir Kristinn Magnússon, forstöðumaður Nesstofusafns, og Þorvaldur Frið- riksson fomleifafræðingur sem standa að uppgreftrinum. Traktorsgrafa frá áhaldahúsi Sel- tjarnarness gróf 18 metra langan skurð frá miðjum hring út í gegnum vegg hringsins á fimmtudag. Krist- inn Magnússon segir að í miðjum skurðinum hafi komið í ljós steinar sem verði kannaðir nánar um helg- ina. Hann segir að niðurstöður rann- sóknarinnar eigi að liggja fyrir strax á sunnudag og verði gengið frá skurðinum fljótlega eftir það. Átta hringir eru í túninu fyrir neð- an Nesstofu á Seltjarnarnesi. Hring- irnir eru mjög misstórir, sá stærsti Uppgröftur hefst í einum hringanna í túninu við Nesstofu á Seltjarnarnesi í dag en Kristinn Magnússon, forstöðu- maður Nesstofusafns, stjórnar uppgreftrinum. Búist er við að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir á sunnudag. DV-mynd GVA er nærri 50 metrar í þvermál en metrar. Ýmsar getgátur eru uppi um en slíkir hringir eru á nokkrum stöð- hringurinn sem fornleifafræðing- gildi þeirra en hugsanlegt er talið að um á landinu. arnir rannsaka um helgina er um 35 um svokallaða dómhringi sé að ræða -GHS Breytingar á Litla-Hrauni 1 kjölfar tíðra stroka og fangauppþota: Það vita allir hvað blankir þjðf ar gera - segir fangi og telur peningunum betur varið í launahækkanir Iðnaðarmenn vinna nú baki brotnu að breytingum sem verið er að gera á vinnuhælinu á Litla-Hrauni í kjöl- far tíðra stroka þar í sumar og fanga- uppreisnar. í kjölfar strokanna sam- þykkti ríkisstjórnin að veita tíu millj- ónir til nauðsynlegra úrbóta í fang- elsismálum og segir Gústaf Lilli- endahl, fangelsisstjóri á Litla- Hrauni, að um fjórar milljónir hafi falliö Litla-Hrauni í skaut. Hann seg- ir að þær framkvæmdir sem nú sé verið að vinna að séu liður í því að gera fangelsið öruggara en það verði seint alveg öruggt. Einnig verður þarna bætt aðstaða fyrir þá fanga sem eru þægilegir í umgengni því taka þurfti nýjustu álmuna á Hraun- inu frá fyrir mestu vandræðageml- - ingana. í breytingunum felst að fangelsinu verður skipt upp í fimm hluta. Eftir breytingu verður pláss fyrir 50 fanga en áður var hægt að vista 52 fanga. Nýjasta byggingin, sem hingað til hefur hýst „betri“ fanga, verður lok- uð deild og fyrst og fremst ætluð fyr- ir fanga sem einhverra hluta vegna eru til vandræða í fangahópnum, svo sem vegna sífelldra árekstra við sam- fanga eða starfsmenn, fíkniefna- neyslu og/eða annarra agabrota. Úti- vist.fanga í þessum hluta verður að mestu bundin við afgirtan garð. Dyr verða settar á milli annarra ganga fangelsisins til að takmarka samgang þar á milli ef ástæða þykir. Loks verður sérdeild, ætluð fyrir tólf fanga sem líklegir eru til að vilja taka þátt í að skapa jákvætt and- rúmsloft og sem þægilegasta fangels- isvist í sátt við samfanga og starfs- menn. Fangar sem fá inni á þeirri deild munu ekki hafa samneyti við aðra fanga nema við nám eða vinnu. Nokkrar endurbætur munu einnig fara fram á húsnæðinu. Má þar t.d. nefna að setustofa verður stækkuð með því að leggja niður tvo klefa og auk þess verður hreinlætisaðstaða bætt. Fangar eru ekki á eitt sáttir um forgangsröð verkefna í fangelsinu. T.d. hafði einn fangi samband við DV og sagði að ef menn ættu „pen- inga fyrir svona fíflagang þá hlytu þeir að eiga peninga til að hækka laun okkar vistmanna. Þau eru 75 kr. á tímann og þykir það mann- skemmandi. Þegar þeir losna héðan fara þeir með tómar hendur og það vita allir hvað blankir þjófar gera.“ Gústaf segir ljóst að það verði aldr- ei allir sáttir við þessar breytingar þar sem einungis sé pláss fyrir alla fangana á sérdeildinni. „Menn hafa misjöfn laun og það er verið að reyna að hafa hvetjandi launakerfi. Þeir sem koma sér vel veljast í betri störf- in, og þeir hafa nú bara töluverða launamöguleika, eh þeir sem eru lægstir hafa náttúrlega lítið. Þeir eru ekkert ofhaldnir af því,“ segir Gústaf -PP ruefbúánHeimiliskortið! FISKPAKKI 8 kg af lausfrystum ýsuflökum 2 kg af ýsuhakki 10 KC Á AÐEIIUS KR 3-300,- Frí heimsending Þetta er dæmi um einn af 120 afsláttaraðilum Heimiliskortsins VERÐKÖNNUN 31. ÁGÚST Bónus 4.098.- 24% DÝRARA Fjarðarkaup 4.574.- 38% DÝRARA Hagkaup 4.710.- 42% DÝRARA Hólmgarður 4.896.- 48% DÝRARA Eyjakaup 5.142.- 55% DÝRARA Þú eignast þriggja mánaða Heimiliskort fyrir aðeins 1.000 krónur 4á> Heimilisklúbburinn Bolholti 6 Rvk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.