Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Síða 33
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 41 Trimm Broslegt Mér er það mjög minnisstætt er viö Pétur Steffensen vorum að spila heima hjá Pétri aö sonur hans, Guðmundur, var þá tveggja ára og softiaði oftast undir borð- inu þegar við gleyrndum okkur við spiiamennsku langt fram á kvöld. Guðmundur var frá þess- um aldri alltaf eitthvað aö sýsla við kúluraar og spaðann og frá ftögurra ára aldri var hann farinn að spila borðtennis af undra- verðri leikni. Mér er mjög Jjúft að minnast þessa því Guðmundur er oröinn einn besti spilari lands- ins aðeins 11 ára gamall og einn efnilegasti borðtennisleikari í Evrópu. Máltækið snemma beyg- ist krókurinn til þess sem verða vill á því mjög vel við þegar ferúl hans er skoðaöur. Trimla Upp, upp min sál, nú er nóg setið, sláðu fremur kúlu, éttu ei ketið, og beröu á borð nokkur bitastæö orð um ieið og þú smassar yfir netið. J.B.H. Skráðir iðkendur eru 2700 skv. asta einstaklingsíþróttagreinin í ver- öldinni - stunduð í 141 landi. Leikur- inn er ýmist 2 eða 3 lotur. Sá sem fær fyrr 21 stig vinnur lotuna. Hver kepp- andi sldptist á að gefa upp að fiirnn stigum og þá gefur hinn upp. í lokin verður að vera tveggja stiga munur. Eftir 21 er skipst á að gefa upp. Borðtennis fjölskylduíþrótt Samkvæmt sölu og markaði virðist borðtennis vera mest stundaður í heimahúsum hér á landi. Þeir sem eru að kaupa borðtennisspaða og kúiur í íþróttavöruverslunum eru að gera það til að stunda íþróttina heima eða í félagsmiðstöðvum. Góður spaði kostar 7-8 þúsund en gott borð kostar 20-35 þúsund. Fólk sem kaupir borð- tennisborð þyrfti að geta komist á námskeið því aö um leiö og tæknin lærist er leikurinn orðinn allur ann- ar. Mjög æskilegt væri aö geta boðið upp á fjölskyldunámskeið í borö- tennis. Borðtennis sem keppnisíþrótt Hér á landi virðist vera ríkjandi sá Sigurður Sverrisson. hugsunarháttur að líta á borðtennis meira sem leik en keppni. Þessu vildi ég gjarnan breyta þannig að borð- tennis yrði hvort tveggja. Punktamót eru í gangi allan veturinn á vegum félaganna. Menn safna punktum, eru fyrst í 2. flokki, flytjast síðan upp í 1. flokk og svo meistaraflolck. Borð- tennis er fyrst og fremst tækniíþrótt. Til að vera í fremstu röð þarf snerpu, útsjónarsemi og svo gott úthald, ásamt því að vera í góðu andlegu jafnvægi, því borðtennis reynir mjög á taugar viðkomandi. Vantarfleiri stúlkur Einhverra Jiluta vegna skila stúlk- ur sér mjög lítið í borðtennis hjá fé- lögunum. Það er mjög einkennilegt því þessi íþrótt hentar kvenfólki elck- ert síður en karlmönnum. Aðstaða félaganna hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki sérlega góð yfir heildina. Vík- ingar njóta góðs af TBR, aðstaða þeirra er mjög góð og þeir geta æft nær daglega en aðstaða hinna félag- anna er ekki eins góð þar sem þau verða aö sveigja sig undir tímaáætl- anir sem gilda í fjölnota íþróttahús- um. skýrslum en borðtennis er stundað- ur ansi víða, t.a.m. í skólum, heima- húsum, félagsmiðstöðvum og á vinnu- stöðum. Keppnismenn eru þó aðeins nokkur hundruð. Borðtennis hefur svo til eingöngu verið stundað- ur sem keppnisíþrótt á höfuðborgar- svæöinu og þar er hægt að ganga í félögin Víking, KR, Öminn og Stjöm- una en hjá þessum félögum er hægt að æfa undir handleiðslu þjálfara, sagði viðmælandi Trimmsíðunnar, Sigurður Sverrisson, formaður Borðtennissambands íslands. Landsbyggóin situr á hakanum Landsbyggðin hefur alveg setið á hakanum hvað varðar uppbyggingu og ástundun þessarar skemmtilegu íþróttar. Núna stendur til mikið átaksverkefni fyrir íþrótt þessa úti á landi og er ætlunin að koma á 8 deild- um um alit landið. Ein deild yrði í hverjum landsliluta. Það er orðið mjög tímabært að byggja þessa íþrótt upp úti á landi og mun Borðtennis- sambandið kappkosta að svo megi verða á næstu árum. Þá hefur Borö- tennissambandið ákveðið að endur: skipuleggja skólamótið sem hefur verið undanfarin ár. Breytingin felst í því að í stað liðakeppna verður nú Sigurður Herlufsen, 57 ára, æflr með Víkingi „Ég byrjaði 45 ára að stunda borð- tennis og hef verið þrautseigur við það síðan. Það sem er svo skemmti- legt við borðtennisinn er að maður getur spilaö viö unga og gamla á jafn- réttisgrundvelli. Ég vil bara hvetja sem flesta að kynna sér þessa íþrótt því að hún hentar mjög vel hér á ís- landi yfir kalda vetrarmánuði og er auk þess mjögíjörug og skemmtileg. Ingibjörg S. Árnadóttir, 19 ára, æflr með Víkingi Ég byrjaði 14 ára að stunda borö- tennis og hef alltaf jafn gaman af. íþróttih finnst mér stórskemmtileg og einnig félagsskapurinn. Ég sakna þess þó að ekM skuli fleiri stúlkur iðka þessa bráðskemmtilegu íþrótt. Ég held að konur hafi ekki uppgötvað hana enn sem komið er. Ég hvet þær til að mæta á svæðið og kynna sér þessa íþrótt. KORTHAFAR fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. Það er gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur! Smáauglýsingadeitd DV er opin: Virka daga ki. 9.00-22.00 Laugardaga ki. 9.00-16.00 Sunnudaga kl. 18.00-22.00 Athugið: Auglýsing í helgarblað DV þarf að berast fyrír kl. 17.00 á föstudag. SMÁAUGLÝSINGAR ov SÍMI 63 27 OO Borðtennis hentar íslendingum vel. einstaklingskeppni. Við tökum til fyrirmyndar uppbyggingu Skáksam- bandsins. Borðtennis er mest sótta námskéiðið sem boðið hefur verið upp á hjá skólunum. Fjárhagsstaða sambandsins hefur þó torveldað það sem sambandið hefði viljað koma til leiðar en það hefur þó getaö útvegað mannskap til aö leiðbeina ef eftir þvi hefur verið leitað. Uppruni Borðtennisíþróttin er talin upp- runnin á Englandi og er fjölmenn- Öskjuhlíðarhlaup 2. október: Opið almennings- hlaup fyrir alla JL JL f ÖskjuhJlðarlilaup ÍR veröur er klukkan 12.30-13.30 í Perlunni. haldið laugardaginn 2. október og Boðiö er upp á 3,5 km og 7 km. hefst kl. 14 við Perluna. Skráning Flokkaskipting. Sigurður Sverrisson, formaður Borðtennissambandsins: Borðtennis hentug fjölskylduíþrótt -borðtennis víða stundaður í heimahúsum af allri fjölskyldunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.