Þjóðviljinn - 24.12.1968, Side 17

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Side 17
ÁRNI BERGMANN TÓK SAMAN Bókmenntalegur prakkaraskapur Þa5 er ekki fallegt orð föls- un, en hvað annað eigum við að hafa um það athæfi er menn koma á framfæri einhverjum texta og reyna að færa sönnur á að hann sé alh annað en hann er I raun og veru — smíð þeirra sjálfra? semsagt, bókmennta- leg fölsun. En vandinn er sá, að á bak við slikt athæfi felast margvislegar hvatir. Sumir menn falsa endurminningar frægra manna til að verða ríkir. Aðrir búa til þjóðkvæði í þeim sæmilega göfuga tilgangi að gera meiri veg þjóðar sinnar. Enn aðrir búa til heilt skáld ásamt með ævisögu og öllu til- heyrandi einfaldlega til að skemmta sér og stríða bók- menntamönnum. Sum verkanna sem urðu til með þessum hætti voru merkileg af sjálfum sér og höfðu allmikil áhrif, önnur eru minnisstæð aðeins fyrir sakir reyfaralegra og skringilegra at- vika, sem við þau eru tengd. En hvað um það: hér er allténd um að ræða efni sem dægra- stytting er I að rifja upp — með þvi hugarfari er þessi pistill saman skrifaður. KELTNESKT HANDRIT FRÁ ÞRIÐJU ÖLD Það dæmi um bókmenntalega fölsun sem frægast hefur orðið, og því ef til vill ekki ástæða til að fjölyrða um, er útgáfa kvæða Ossíans fyrir um það bil 200 ár- um. Þar var að verki ungur skozk- ur kennari. James Macpherson að nafni — hann kvaðst hafa fundið tvö sagnakvæði eftir írskt þriðju- aldarskáld, Ossían, hétu bálkar þessir Fingal og Temora. Er ekki að orðlengja það, að þessi kveðskapur Ossíans varð mjög frægur og gríðarlega vin- sæll. Ekki smærri skáld en Byron og Goethe voru stórhrifnir af mögnuðum náttúrulýsingum kvæðanna og hershöfðingjar eins og Napóleon og Súvorof voru ekki síður gagnteknir af garpskap hinna fornkeltnesku kappa sem Macpherson hafði smíðað saman. Úrvalsmenn urðu til að þýða Oss- íankvæði, hér á íslandi ekki lak- ari menn en Jónas Hallgrímsson og Bjarni Thorarensen. Hjá Jónasi: Hvort ertu hniginn af himinstöðvum, gullhærði röðull, og götum blám? Nú hefur vestur votum hförum svefngrindum snúið og sæng þér gjörva. Þessar vinsældir eiga sér að sjálfsögðu þá skýringu að Mac- pherson hafi verið sæmilegt skáld, þótt honum tækist reyndar miklu síður upp við það sem hann skrifaði undir eigin nafni. En hér kemur annað til. Þegar Ossían „fannst" eru menn víða orðnir heldur þreyttir á þröngum viðj- um þeirrar klassísku bókmennta- hefðar sem mestu réði, vélrænni skynsemdardýrkun og ströngum reglum. Það er að skapast heppi- legt andrúmsloft fyrir hið þjóð- lega, sérstæða, forneskjulega, hamslausa og ýmislegt það annað sem rómantísk skáld byggðu síð- an á. Macpherson var svo hepp- inn að verða með nokkrum hætti einn af fyrirrennurum þeirrar Mermée JÓLABLAÐ - 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.